Flókið að mynda stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 r. Formenn og fulltrúar níu stærstu flokkanna mættu í settið hjá fréttastofu í gær til þess að ræða málefnin. Þegar kom að því að stilla sér upp fyrir ljósmyndara fann formaður Miðflokksins heststyttu sem svipaði til merkis flokksins sem vakti lukku meðal leiðtoganna. Vísir/Ernir Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Sjá meira
Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Sjá meira