Skaðlegir skattstofnar Helgi Tómasson skrifar 10. október 2017 07:00 Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mörgum landsmönnum blöskraði nýlega frétt um að erfingjar Nóbelsskáldsins ættu að borga himinháan skatt af áætluðu virði höfundarréttar. Það er ekki að undra því þarna fara saman tvær hæpnar skattareglur. Í fyrsta lagi er hæpið að ríkið gleypi eignir í dánarbúum og í öðru lagi er galið að áætlað verðmæti eignar myndi skattstofn. Í þessu tilfelli var um að ræða eign sem ekki var seld í tengslum við andlát og því engu greiðsluflæði eða söluhagnaði til að dreifa. Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafn undarlegum skattstofni. Það er talið réttlæta skattahækkun að eign hafi hækkað í verði þó svo not af eigninni hafi ekkert breyst og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum. Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það. Það er undir duttlungum sveitarstjórna hvort og hvernig þau útfæra veiðileyfið, til dæmis með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda. Í afkomu sumra fyrirtækja, til dæmis Hörpu tónlistarhúss, er tekjuflæðið aukastærð og fasteignaskattur aðalstærð. Í bæjum eins og Húsavík og Keflavík getur hækkun fasteignaverðs vegna þess að fjölgun íbúa spennir upp fasteignaverð hækkað skatta á íbúana sem fyrir eru og eiga sér einskis ills von. Spakmæli segir að það sem aðgreini hinn viti borna mann frá dýrum sé hæfnin til að læra af eigin mistökum og að gáfaður maður geti lært af mistökum annarra. Fyrir hrunið 2008 höfðu íslensk sveitarfélög blásið út skattstofna sína með skattlagningu á eignabólu húsnæðis. Mörg erlend ríki hafa rofið tengsl skattlagningar eigna við áætlað verðmæti þeirra. Geta Íslendingar lært af mistökum sínum frá árunum fyrir 2008? Í ljósi reynslunnar má efast um hæfni þeirra til að læra af reynslu annarra þjóða. Ætla einhverjir stjórnmálamenn að vera gáfaðir og laga þetta á næsta kjörtímabili? Hver er staða eignarréttar í stjórnarskránni? Höfundur er prófessor í hagrannsóknum og tölfræði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun