Þingstörfin enn í óvissu: „Erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 15:29 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/hanna Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00