Lengsta eldflaugaskotið hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 11:00 Horft á sjónvarpsfréttir í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar. Norður-Kórea Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar.
Norður-Kórea Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira