Galin umræða Bolli Héðinsson skrifar 19. september 2017 06:00 Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar