Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 21:30 Íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir áskorunum jafnt sem tækifærum eftir opnun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. Fyrirséð er að fleiri íslenskir framleiðendur munu þurfa að segja upp starfsfólk ef fram heldur sem horfir. Rykið eigi þó enn eftir að setjast. Þetta er mat Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem ræddi fréttir af kröggum íslenskra framleiðenda við Reykjavík sídegis.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Papco, eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hafi sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu frá því að Costco kom inn á markaðinn. Aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við blaðið að það versta væri að „í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð“ og furðuðu aðstandendur Papco sig á því að „pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ eins og Alexander Kárason orðaði það.Þá hafa íslenskir jarðaberjabændur lýst því að nú seljist ber þeirra lítið sem ekkert. Þurfi þeir því að frysta margfalt meira magn berja en þeir hafi gert undanfarin ár.Fengið margar ábendingar um of lágt verðSigurður segir Samtök iðnaðarins hafa verið í góðum samskiptum við sýna félagsmenn eftir komu Costco og óhætt sé að fullyrða að margir þeirra horfi fram á mjög breytt landslag. „Við erum að sjá það að sumt sem er verið að selja í Costco er selt undir kostnaðarverði,“ segir Sigurður og bætir við að samtökin hafi fengið fjöldamörg dæmi sem renni stoðum undir þá fullyrðingu. Hann segir hin kröftuga innkoma Costco hafi skapað óvissu á markaðnum. Rykið eigi þó eftir að setjast og því erfitt að átta sig á því hver langtímaáhrifin kunni að vera. „En staðan er auðvitað sú að einhverjir framleiðendur horfa fram á að það að þurfa að segja upp fólk ef fram heldur sem horfir.“Sigurður Hannesson segir Samtök Iðnaðarins fylgjast grannt með stöðunni.Aðspurður játar Sigurður að samtökin hafi áhyggjur af stöðunni, vel sé þó fylgst með henni og því hver þróunin kann að verða. Áhrifin af komu Costco hafi verið meiri en búist var við - sérílagi hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Costco myndi selja vörur undir kostnaðarverði. „En kannski er það eitthvað sem búast má við þegar nýr aðili kemur inn á markaðinn, að hann geri það til að ná markaðsstöðu,“ segir Sigurður. Hann bætir við að mikilvægt sé að horfa til þess að það eru ekki allar vörur ódýrar í Costco. Sumar séu jafnvel dýrari en í öðrum verslunum. „Svoleiðis að þetta er ekki heilt yfir línuna,“ segir Sigurður.Líka jákvæð áhrif fyrir framleiðendurÁhrifin af komu Costco geta þó að mati Sigurðar einnig verið jákvæð - „að því leyti að þar kunni að vera tækifæri fyrir íslenska framleiðendur að koma vörum sínum að hjá Costco. Við megum ekki gleyma því að Costco starfar ekki aðeins hér á landi heldur er alþjóðleg, stór verslunarkeðja.“ Þó svo að samtökin hafi ekki sjálf farið þess á leit við verslunina veit Sigurður til þess að einhverjir félagsmanna þeirra hafi óskað eftir samstarfi við Costco. Nú þegar sé nokkur fjöldi þeirra kominn í samstarf hér á landi; til dæmis framleiðendur íslensks sælgætis, kjöts og mjólkurvara. Tíminn verði svo að leiða í ljós hvort þetta samstarf megi færa út fyrir landsteinana. Sigurður segir að þó íslenskir framleiðendur kvarti ekki undan samkeppni þurfi hún að vera á eðlilegum forsendum. Spjall hans við Reykjavík sídegis má heyra hér að neðan. Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. Fyrirséð er að fleiri íslenskir framleiðendur munu þurfa að segja upp starfsfólk ef fram heldur sem horfir. Rykið eigi þó enn eftir að setjast. Þetta er mat Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem ræddi fréttir af kröggum íslenskra framleiðenda við Reykjavík sídegis.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Papco, eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hafi sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu frá því að Costco kom inn á markaðinn. Aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við blaðið að það versta væri að „í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð“ og furðuðu aðstandendur Papco sig á því að „pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ eins og Alexander Kárason orðaði það.Þá hafa íslenskir jarðaberjabændur lýst því að nú seljist ber þeirra lítið sem ekkert. Þurfi þeir því að frysta margfalt meira magn berja en þeir hafi gert undanfarin ár.Fengið margar ábendingar um of lágt verðSigurður segir Samtök iðnaðarins hafa verið í góðum samskiptum við sýna félagsmenn eftir komu Costco og óhætt sé að fullyrða að margir þeirra horfi fram á mjög breytt landslag. „Við erum að sjá það að sumt sem er verið að selja í Costco er selt undir kostnaðarverði,“ segir Sigurður og bætir við að samtökin hafi fengið fjöldamörg dæmi sem renni stoðum undir þá fullyrðingu. Hann segir hin kröftuga innkoma Costco hafi skapað óvissu á markaðnum. Rykið eigi þó eftir að setjast og því erfitt að átta sig á því hver langtímaáhrifin kunni að vera. „En staðan er auðvitað sú að einhverjir framleiðendur horfa fram á að það að þurfa að segja upp fólk ef fram heldur sem horfir.“Sigurður Hannesson segir Samtök Iðnaðarins fylgjast grannt með stöðunni.Aðspurður játar Sigurður að samtökin hafi áhyggjur af stöðunni, vel sé þó fylgst með henni og því hver þróunin kann að verða. Áhrifin af komu Costco hafi verið meiri en búist var við - sérílagi hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Costco myndi selja vörur undir kostnaðarverði. „En kannski er það eitthvað sem búast má við þegar nýr aðili kemur inn á markaðinn, að hann geri það til að ná markaðsstöðu,“ segir Sigurður. Hann bætir við að mikilvægt sé að horfa til þess að það eru ekki allar vörur ódýrar í Costco. Sumar séu jafnvel dýrari en í öðrum verslunum. „Svoleiðis að þetta er ekki heilt yfir línuna,“ segir Sigurður.Líka jákvæð áhrif fyrir framleiðendurÁhrifin af komu Costco geta þó að mati Sigurðar einnig verið jákvæð - „að því leyti að þar kunni að vera tækifæri fyrir íslenska framleiðendur að koma vörum sínum að hjá Costco. Við megum ekki gleyma því að Costco starfar ekki aðeins hér á landi heldur er alþjóðleg, stór verslunarkeðja.“ Þó svo að samtökin hafi ekki sjálf farið þess á leit við verslunina veit Sigurður til þess að einhverjir félagsmanna þeirra hafi óskað eftir samstarfi við Costco. Nú þegar sé nokkur fjöldi þeirra kominn í samstarf hér á landi; til dæmis framleiðendur íslensks sælgætis, kjöts og mjólkurvara. Tíminn verði svo að leiða í ljós hvort þetta samstarf megi færa út fyrir landsteinana. Sigurður segir að þó íslenskir framleiðendur kvarti ekki undan samkeppni þurfi hún að vera á eðlilegum forsendum. Spjall hans við Reykjavík sídegis má heyra hér að neðan.
Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00