Nýja ferðamannalandið Ísland Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Ekkert er að óttast þó við Íslendingar klúðrum ferðamennskunni með verðlagi í ólagi. Ég hef komið auga á nýjan ferðaiðnað sem er bæði umhverfisvænn og gróðavænlegur. Þannig er mál með vexti að við lifum flest ósköp einsleitu lífi, sérstaklega ef við keppum eins og kapphlaupahross á framabrautinni. Þá er okkur hætt við að koma því þannig fyrir að við umgöngumst aðeins fólk sem er svo átakanlega líkt okkur sjálfu. Ofan á þetta bætist að við höfum tilhneigingu til að búa innan um þetta sama fólk, sjáðu bara elítuna í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Svo hafa sjálfshjálpargúrú lagt á það áherslu að við tölum helst ekki við fólk nema eitthvað sé upp úr því að hafa því allt annað sé sólundun á orku og tíma. Þá komum við eldra fólki fyrir á elliheimilum um leið og það hættir að geta passað og krakkarnir eru í skóla og á námskeiðum fram á kvöld þannig að við sitjum uppi með okkur sjálf í þessu einsleita kjörlendi hagsældarinnar. Það þyrstir því alla í eitthvað framandi í fríinu. Þess vegna er tilvalið að bjóða framámönnum frá Garðabæ og Seltjarnarnesi að sjá hið framandi líf venjulegra Íslendinga. Getið þið til dæmis ímyndað ykkur hvílík upplifun það væri fyrir forsætisráðherra að heimsækja einstæða móður í Efra-Breiðholti sem ætti kannski ekkert sameiginlegt með honum nema óþægilega reynslu af stefnumótasíðum? Þarna höfum við fundið hinn fullkomna markhóp; forríkir túristar sem þurfa ekki að koma um langan veg. Þetta myndi því teljast afar umhverfisvæn ferðaþjónusta. Við hin gætum síðan ferðast fjarri sporbaugnum um naflann okkar og á vit náungans sem er á öndverðu við okkur sjálf. Þá yrði Ísland ekki aðeins gott ferðamannaland heldur líka afbragðs land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Ekkert er að óttast þó við Íslendingar klúðrum ferðamennskunni með verðlagi í ólagi. Ég hef komið auga á nýjan ferðaiðnað sem er bæði umhverfisvænn og gróðavænlegur. Þannig er mál með vexti að við lifum flest ósköp einsleitu lífi, sérstaklega ef við keppum eins og kapphlaupahross á framabrautinni. Þá er okkur hætt við að koma því þannig fyrir að við umgöngumst aðeins fólk sem er svo átakanlega líkt okkur sjálfu. Ofan á þetta bætist að við höfum tilhneigingu til að búa innan um þetta sama fólk, sjáðu bara elítuna í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Svo hafa sjálfshjálpargúrú lagt á það áherslu að við tölum helst ekki við fólk nema eitthvað sé upp úr því að hafa því allt annað sé sólundun á orku og tíma. Þá komum við eldra fólki fyrir á elliheimilum um leið og það hættir að geta passað og krakkarnir eru í skóla og á námskeiðum fram á kvöld þannig að við sitjum uppi með okkur sjálf í þessu einsleita kjörlendi hagsældarinnar. Það þyrstir því alla í eitthvað framandi í fríinu. Þess vegna er tilvalið að bjóða framámönnum frá Garðabæ og Seltjarnarnesi að sjá hið framandi líf venjulegra Íslendinga. Getið þið til dæmis ímyndað ykkur hvílík upplifun það væri fyrir forsætisráðherra að heimsækja einstæða móður í Efra-Breiðholti sem ætti kannski ekkert sameiginlegt með honum nema óþægilega reynslu af stefnumótasíðum? Þarna höfum við fundið hinn fullkomna markhóp; forríkir túristar sem þurfa ekki að koma um langan veg. Þetta myndi því teljast afar umhverfisvæn ferðaþjónusta. Við hin gætum síðan ferðast fjarri sporbaugnum um naflann okkar og á vit náungans sem er á öndverðu við okkur sjálf. Þá yrði Ísland ekki aðeins gott ferðamannaland heldur líka afbragðs land.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun