Von Bjarni Karlsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco. Karl frá miðríkjum BNA kominn af lútherstrúarfólki, kona frá Singapore og Indlandi alin upp í múslimskri hefð. Þau völdu að gifta sig á Íslandi úti í miðju Atlantshafi þar sem austur og vestur mætast því þeim þótti það táknrænt fyrir hjónaband sitt. Athöfnin fór fram á sólríkum degi austur við Hjálparfoss. Eftir að brúðguminn hafði tekið sér stöðu ásamt sínu nánasta kom brúðurin í fylgd síns fólks klædd hvítum drottningarkjól með síðu slöri. Chrissie Guðmundsdóttir lék á fiðlu við dunur foss og mýflugnasuð áður en móðurbróðir brúðarinnar gekk fram og flutti múslimska bæn á arabísku. Þá steig fram faðir brúðgumans og flutti kristna bæn á ensku. Allir biblíutextar sem ég studdist við í þjónustunni voru úr Gamla testamentinu; eldri en íslam og kristni. Svo var beðið Faðirvor og Al-Fatiha bæn múslima í einum allsherjar glymjanda á mörgum tungumálum á meðan brúðhjónin krupu að kristnum sið. Loks risu þau á fætur, fengu banana og mjólk og heilsuðu fólkinu sínu að indverskum hætti áður en þau tóku við drottinlegri blessun. Það sem uppúr stendur í mínum huga eftir þessa athöfn er það að við öll sem þarna vorum að fagna með brúðhjónunum gerðum það á okkar forsendum. Þarna voru einlægir múslimar og trúaðir lútheranar í bland við fólk sem játar enga trú, öll saman komin í gleði, gagnkvæmu samþykki og virðingu. Skyldi vera hægt að skapa mannheim sem er fjölmenningarlegur, litríkur og hnausþykkur af lifandi gildum sem bæta hvert annað upp? Þessi athöfn á sólskinsdegi við Hjálparfoss fyllti mig þeirri von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun
Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco. Karl frá miðríkjum BNA kominn af lútherstrúarfólki, kona frá Singapore og Indlandi alin upp í múslimskri hefð. Þau völdu að gifta sig á Íslandi úti í miðju Atlantshafi þar sem austur og vestur mætast því þeim þótti það táknrænt fyrir hjónaband sitt. Athöfnin fór fram á sólríkum degi austur við Hjálparfoss. Eftir að brúðguminn hafði tekið sér stöðu ásamt sínu nánasta kom brúðurin í fylgd síns fólks klædd hvítum drottningarkjól með síðu slöri. Chrissie Guðmundsdóttir lék á fiðlu við dunur foss og mýflugnasuð áður en móðurbróðir brúðarinnar gekk fram og flutti múslimska bæn á arabísku. Þá steig fram faðir brúðgumans og flutti kristna bæn á ensku. Allir biblíutextar sem ég studdist við í þjónustunni voru úr Gamla testamentinu; eldri en íslam og kristni. Svo var beðið Faðirvor og Al-Fatiha bæn múslima í einum allsherjar glymjanda á mörgum tungumálum á meðan brúðhjónin krupu að kristnum sið. Loks risu þau á fætur, fengu banana og mjólk og heilsuðu fólkinu sínu að indverskum hætti áður en þau tóku við drottinlegri blessun. Það sem uppúr stendur í mínum huga eftir þessa athöfn er það að við öll sem þarna vorum að fagna með brúðhjónunum gerðum það á okkar forsendum. Þarna voru einlægir múslimar og trúaðir lútheranar í bland við fólk sem játar enga trú, öll saman komin í gleði, gagnkvæmu samþykki og virðingu. Skyldi vera hægt að skapa mannheim sem er fjölmenningarlegur, litríkur og hnausþykkur af lifandi gildum sem bæta hvert annað upp? Þessi athöfn á sólskinsdegi við Hjálparfoss fyllti mig þeirri von.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun