Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 17:42 Um 163 þúsund manns búa á Gvam. Vísir/AFP Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira