Leiðin fram á við er að setja börnin alltaf í öndvegi Magnús Guðmundsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Gunnar Helgason á góðri stundu með strákunum sem leika í Víti í Vestmannaeyjum. Visir/Stefán Ég vonaði það. Átti kannski ekki von á því en vonaðist eftir því sem er alls ekki sami hluturinn,“ segir Gunnar Helgason um velgengni barnabókanna sinna en um þessar mundir standa yfir tökur á kvikmynd eftir Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar en framleiðandi er Saga Film. Ég byrjaði á því að skrifa Gogga og Grjóna sem kom út 1992 og svo koma tvær bækur í kjölfarið áður en ég fór til útlanda að vinna. Var mikið í því í nokkur ár en fór svo að vinna í Latabæ hérna heima og þá sá ég þungann í þessu. Sá þá í fyrsta skipti fjöldann allan af fólki sem tók barnaefni alvarlega. Þarna var ekki litið niður á barnaefni. Það var enginn að spyrja, hvenær ætlarðu að hætta í Stundinni okkar? Heldur var spurningin: Hvenær ætlarðu að koma með næstu barnabók? Ætlarðu ekki að byrja að skrifa aftur? Þarna var barnaefni alvarlegt mál, alvöru bransi og mér leið vel í þessum bransa. Það var engin tilviljun að ég fór í Stundina okkar, tuttugu og fimm ára, á þeim aldri þegar allir leikarar á Íslandi vilja verða kyntákn. Fólki fannst þetta algjör brandari að ég væri að fara í þetta og það smitaðist auðvitað á okkur Felix sem vildum fyrir vikið gjarnan gera eitthvað annað í lífinu en að vera barnastjörnur. En á síðustu sex til sjö árum hefur viðhorfið breyst og maður áttað sig á því að þetta er flottur, alvöru bransi. Núnar er ég að gera bíómynd með frábæru og flinku fólki og allir krakkar eru að spyrja mig hvenær hún komi í bíó og svona til að svara þeim þá er það um næstu páska og ég hlakka geðveikt mikið til.“Gunnar hefur það skemmtilega hlutverk við tökur á kvikmyndinni að stjórna fótboltaatriðunum enda frábær í fótbolta eins og hann segir sjálfur með bros á vör.Visir/StefánFyrir strákana mína Gunnar segir að þegar hann hafi byrjað skrifa fótboltabækurnar hafi þetta allt breyst. „Fyrsta bókin í þeim flokki hitti strax beint í mark, hitti lesandann, gekk mjög vel. Þær fjalla um ákveðinn raunveruleika og forsendan var að mig langaði til þess að skrifa fyrir stráka, einfaldlega vegna þess að mér fannst vanta bækur fyrir strákana mína en ég á enga stelpu. Þeir nenntu ekkert að lesa, fannst ekkert nógu skemmtilegt og spennandi og ég var alltaf að spyrja þá að því hvað þeir vildu lesa. Mér fannst þetta alveg hrikalegt, eldri strákurinn minn hætti að lesa ellefu ára, og ég vildi skrifa eitthvað til þess að ná til þeirra. Það eina sem ég fékk út úr þeim var að þeir vildu lesa eitthvað um fótbolta og einu bækurnar sem ég mundi eftir voru Hæðargarðsbækurnar sem ég las, komu út þrjár í sex bóka seríu, ég er enn þá með ör á sálinni að vita ekki hvernig þetta endaði,“ segir Gunnar og skellihlær sínum ráma og smitandi hlátri. „Þessi bókaflokkur gerist í Svíþjóð árið nítján hundruð fimmtíu og eitthvað og aðalgæjarnir brunuðu um á skellinöðrum og fengu sér kók og sígó á æfingu og jafnvel léttöl á eftir. Ekki alveg málið. Þannig að ég varð bara að skrifa þetta sjálfur og þetta hitti í mark. Svo kom bara í ljós að það var fullt af stelpum líka að lesa þessar bækur og þá var varð ég að bregðast við því og skrifaði Rósu inn í Aukaspyrnu á Akureyri og hef gefið henni sífellt meira vægi síðan þá. Í rauninni finnst mér ég skulda stelpum að skrifa fótboltabók fyrir þær sem gerist á Símamótinu eða Siglufirði. Ég var bara búinn að ákveða að þetta væri komið gott af fótboltabókum en ef myndin gengur vel og svona þá er aldrei að vita, það væri gaman að gera eitthvað fyrir stelpurnar, því þetta markmið að skrifa fyrir stráka er að baki. Núna er ég að skrifa fyrir bæði stráka og stelpur en það er allt inni í myndinni því höfundurinn er lifandi,“ segir Gunnar og glottir prakkaralega.Það má ekki á milli sjá hver er mesti grallarinn á tökustað, alveg óháð aldri.Visir/StefánAldrei verið stelpa Starf rithöfundarins er oft talið afar einmanalegt, jafnvel svo að það reynist sumum um megn, en Gunnar segir að hann hafi sínar aðferðir við að halda sönsum í þessu. „Í fyrsta lagi þá er ákaflega mikill krakki í mér en auðvitað er ég líka orðinn gamall kall. Ég man þó æskuna ákaflega vel og þá ekki síst ákveðnar tilfinningar. Mér fannst fullorðnir oft vera ákaflega ósanngjarnir og sagði oft við sjálfan mig: Þegar ég er orðinn stór þá ætla ég að muna þetta. Muna hvernig mér leið og vera ekki ósanngjarn þegar ég verð stór,“ segir Gunnar og leikur pirrað, stórt barn með tilþrifum. „Þessi andartök sem ég ætlaði mér að muna virðast hafa fest í minninu. Svo er ég auðvitað tvíburi, þannig að ég er með sjónminni líka yfir atburði sem voru að gerast fyrir framan mig, og ég veit ekki hvort það var ég eða Ási því við lítum alveg eins út. Þannig að þá þurfum við að spyrja mömmu hver gerði hvað, en hún man það ekkert. Nína systir man þetta og er með þetta allt á hreinu.“ Varðandi ritstörfin segir Gunnar að mikilvægur hluti af ferlinu hjá honum sé að hann taki aragrúa viðtala. „Í undirbúningnum að hverri bók þá tek ég eins mikið af viðtölum og ég get og það hjálpar alveg rosalega. Ég tek viðtöl við börn og fólk sem hefur verið í aðstæðum á barnsaldri sem eru sambærilegar við það sem ég er að skrifa um og þetta hjálpar mér óendanlega mikið. Þetta er eins og vítamín fyrir mig sem höfund. Núna fyrir Ömmu best, sem kemur út í október, þá hitti ég stelpu á Júróvisjónkvöldinu í Laugardalshöll. Hún heitir Guðrún Nanna, er í hjólastól og algjör gella. Ég var að leikstýra þessu kvöldi, sé að henni er hleypt inn á undan, er í smá pásu sem ég nýtti til þess að fara til hennar og kynna mig og biðja hana um að hitta mig fljótlega. Hún var til í það og hún og kærastinn sögðu mér svo ofboðslega mikið sem nýttist mér svo vel við bókina, eitthvað sem ég hefði aldrei áttað mig á sjálfur því ég hef aldrei verið í hjólastól og ég hef aldrei verið stelpa.Gunnar tekur nútíma liðsmynd af sér og strákunum.Visir/StefánÞurfum að skrifa fokking?… Talið berst að mikilvægi barnabóka fyrir samfélagið og Gunnar segir okkur þurfa að spyrja mikilvægra spurninga og þora að svara þeim. „Þurfum við að gera eitthvað fyrir íslenskuna? Þurfum við að gera eitthvað fyrir menntum og læsi? Þurfum við öll að kunna að lesa? Það er talað mikið um læsi og í hverri einustu viku frá áramótum hefur einhver stjórnmálamaður komið fram og talað um vanda íslenskunnar og læsis en enginn þeirra hefur sagt eitt einasta orð um barnabækur. Hvernig aukum við læsi hjá börnum? Með því að láta þau hafa eitthvað skemmtilegt að lesa. Það er ekkert flóknara en það. En enginn barnabókahöfundur, kannski tveir í besta falli, geta lifað af því að skrifa barnabækur á Íslandi. En þá þurfa viðkomandi að sætta sig við að vera láglaunamenn og ég sætti mig ekki við það þannig að ég vinn með þessu.“ Nú er Gunnari greinilega orðið mikið niðri fyrir. „Hvítbókin kom út í fyrra án þess að þar sé minnst einu orði á barnabækur. Í lestrarátaki menntamálaráðuneytisins er ekki minnst á þetta. En núna held ég að það sé að verða hugarfarsbreyting. Í vetur endurlífguðum við samtök ungmenna- og barnabókahöfunda þar sem ég bauð mig fram sem formann, hlaut kosningu og sit með frábærri stjórn. Við erum að undirbúa málþing um læsi, menntun og þá staðreynd að barnabókin er undirstaða menntunar í þessu landi. Margrét Tryggvadóttir er búin að rannsaka mikið stöðu og mikilvægi barnabóka og málþingið sem verður haldið þann 4. október verður tileinkað þessu. Bókmenntaborgin ætlar að koma að þessu með okkur og við erum búin að fara á fund með Menntamálastofnum og þar er opnun því þau ætla að endurhugsa allt sitt efni varðandi læsi alveg frá grunni. Menntamálaráðherra ætlar að koma og vonandi getum við endað þetta málþing með því að taka einhverjar ákvarðanir, það er svona okkar draumur í stjórninni. Ákvarðanir á borð við þá að barnabækur sem koma út á Íslandi séu keyptar inn á bókasöfnin. Í Noregi er það t.d. þannig að þeir líta á norskuna sem örtungumál sem sé í vörn og þess vegna kaupa þeir 1.500 eintök af hverri einustu barnabók sem er ekki drasl. Að auki fá barnabókahöfundar alltaf rithöfundalaun. Hér hefur það verið að breytast svona á síðustu þremur árum að barnabókahöfundar fái rithöfundalaun en mér finnst að það eigi að stækka sjóðinn og eyrnamerkja hluta alfarið til barnabókahöfunda. Einfaldlega vegna þess að við þurfum að skrifa fokking barnabækur – afsakið orðbragðið,“ segir Gunnar og er mikið niðri fyrir.Öll dýrin í skóginum „Fyrir mig að koma inn í þetta á gamals aldri eftir að vera búinn að leikstýra úti um allan heim, leika í Hollywood-kvikmynd og ég veit ekki hvað og hvað og sjá hvernig þetta er úti í hinum stóra heimi þá fer í taugarnar á mér að upplifa að barnaefni sé afgreitt sem annars flokks, vegna þess að það er ekki þannig í leikhúsinu. Þú gerir barnasýningu í leikhúsinu og það koma allir gagnrýnendur vegna þess að þetta er menningarviðburður og það þarf að fjalla um hann sem slíkan. En barnabækur?…þá eru fjölmiðlar mjög tregir í taumi en svona helst að Rás eitt og Mogginn sinni þessu. En nú er þetta nýkomið inn í Íslensku bókmenntaverðlaunin, búið að vera í fjögur ár minnir mig, og þá þurfa allir að fylgja með, því að þetta er alvöru efni. Ég hef stundum vísað til þess þegar Astrid Lindgren var að byrja að skrifa sínar bækur og hvað hefði okkur fundist um það ef það hefði ekki verið fjallað um þær? Við myndum hlæja að Svíum ef það hefði verið tilfellið en þannig er það ekki. Við hlæjum að gagnrýni sem sagði að Lína Langsokkur væri andfélagslegt, stórhættuleg efni fyrir börn en það var þó alla vega gert og þetta komst í umræðuna. En hérna eru barnabókahöfundar sem hafa aldrei fengið gagnrýni eða umfjöllun um listaverkið.“ Gunnar segir að við þurfum að vera margfalt meðvitaðri um áhrif og mikilvægi barnabóka. „Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort barnabókmenntir, tökum Astrid Lindgren sem dæmi, hafi áhrif á að móta siðferðislegan þroska þjóðar. Allt barnaefni hefur varanleg áhrif á okkur með margþættum hætti, jafnvel langt umfram það að styrkja tungumálið og meðferð okkar á því. Ég var t.d. að leikstýra í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og þá kynntist ég konu sem á sínum tíma lék aðalstelpuna í sjónvarpsþáttunum Á Saltkráku sem voru gerðir eftir bókum Lindgren. Hún sagði mér að enn þann dag í dag, mörgum áratugum síðar, væri hún að hitta fólk sem segði henni að þetta hefði breytt lífi þess. Þannig að svona stórir höfundar sem eru hluti af umræðunni og verða hluti af hefðinni hafa gríðarleg áhrif. Ég meina allir Íslendingar þekkja setninguna: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Öll vitum við hvaðan þetta kemur og öll erum við sammála um þetta í grunninn þó að við förum kannski ekki eftir því. En við ætlum okkur að vera það og við vitum að það er satt og rétt vegna þess að Torbjörn Egner sagði það.“Bragi Þór leikstjóri og Gunnar taka stöðuna við tökur. Visir/StefánMér var bjargað Samfélag leikara sem vinna saman er oft afar náið og eðli starfa listamanna er oft að takast á við það sem betur má fara í samfélaginu, vera samviska þess. Á undanförnum vikum hafa margir úr stétt leikara tekið undir með Bergi Þór Ingólfssyni, leikara í baráttu hans fyrir dóttur sína vegna uppreistar æru Roberts Downey, kynferðisbrotamanns. Gunnar segir að Bergur Þór hafi verið að leika í myndinni hjá þeim í Vestmannaeyjum þegar þessir hlutir voru að gerast. „Bergur var þarna hjá okkur með tárin í augunum þegar þetta var að gerast. Það er ekki hægt að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Þetta er svo skelfilegt.“ En hver er þín afstaða í svona málum? „Fyrir mér er þetta einfalt. Þetta snýst ekki um Robert Downey eða Jón Steinar Gunnlaugsson. Þetta snýst um börnin. Þetta snýst alltaf um barnið. Vegna þess að barnið er alltaf veikari aðilinn í samskiptum barns og fullorðins. Þarna er maður, alveg sama hvað hann heitir, sem er búinn að misnota börn og ef þú gerir slíkt þá ert þú ekki lengur með. Ég þekki alveg menn sem hafa brotið af sér og hafa þurft að sitja inni en það er allt öðruvísi því þeir eru ekki að níðast á börnum. Þeir eru kannski að níðast á samborgurum sínum á einhvern óskilgreindan hátt en ég tek afstöðu með börnunum, alltaf og án undantekninga og þannig ætti það að vera í samfélaginu. Allt þetta tal um fyrirgefningu sem Jón Steinar er eitthvað að tjá sig um er ekki málið. Ég hef fylgst með hvernig Þórdís Elva hefur tekið á sínum málum, hef horft á TED-fyrirlesturinn og lesið allt sem hún segir og það er ofvaxið mínum skilningi hvernig hún hefur komist í gegnum þetta. Ég skil ekki svona stórar manneskjur. Að fólk sé að rífast við hana um hvernig á að upplifa og fyrirgefa nauðgun. Ég bara næ því ekki. Látið hana vera.“ Það er þungur tónn í orðum Gunnars þegar hann talar um þessi mál og hann gefur sér tíma til þess að hugsa og velja orð sín vel. „Ég lenti næstum því í þessu þegar ég var nítján ára en var bjargað. Ég talaði aldrei um það fyrr en Hallgrímur bróðir kom með bókina sína Sjóveikur í München þar sem hann segir frá sinni reynslu. Þá fór ég að tala um það. Mér fannst þetta svo vandræðalegt og maður upplifir svo mikla skömm. Ég skammaðist mín svo mikið að ég fór strax daginn eftir og talaði við þennan gaur og var bara hress og áttaði mig ekki á því að hann hafði byrlað mér eitur því ég hafði aldrei heyrt um svoleiðis dæmi.“Gunnar er léttur og skemmtilegur maður en hann liggur þó ekki á skoðunum sínum varðandi hluti sem erum honum hjartans mál.Visir/StefánEins og skítalokan Gunnar staldrar við og segir: „En ég vil ekki að þetta verði stóra málið í þessu viðtali. Þetta snýst ekki um mig heldur börn og hvað við getum bætt í þessu samfélagi. Það kom nefnilega nýr og óvæntur snúningur á þetta mál í vikunni þegar Benedikt Erlingsson sagði að mann væri farið að gruna að inni í kerfinu sé barnaníðinganet. Sérfræðingar í útlöndum segja nefnilega að barnaníðingar séu aldrei einir á ferð heldur finni sér stuðning, gaura sem tala saman og deila efni á netinu og ef enginn vill segja hvernig þetta gerðist að þessi maður fékk uppreist æru þá fer mann að gruna ýmislegt. Þetta sagði Benni á netinu í gær og það rataði í fjölmiðla. Ég ætlaði að fara að læka þetta og deila þessu en þá fannst mér skyndilega að við værum aðeins komin til Salem. En ég er samt sammála þessu. Af hverju er ekki hægt að koma hreint fram? Ég skil það ekki. Málið er að við komumst aldrei frá þessari Salem-tilfinningu og öllum þessum tilfinningum, vanmætti og reiði nema með því að opna á þetta allt saman. Hafa þetta allt fyrir opnum dyrum. Þetta er alveg eins og skítalokan vestur í bæ nema að það flæddi þarna skítur út í kerfið en ekki út í sjó. Af því að einhver gæi sagði, „æ reddum þessu bara og vonum að það frétti enginn af þessu“, þetta er bara skólp út í þjóðfélagið. Í stað þess að segja þetta voru þessi og þessi sem kvittuðu upp á þetta og við ætlum að draga þetta til baka. Af hverju gerum við það ekki? Jú, vegna þess að þá fer hann í mál við ríkið. Mér er bara alveg sama. Látum hann bara gera það. Við erum að brjóta lög með að tala um sakargiftir manns sem er með uppreist æru hvort eð er. Ef almenningur hefur hugrekki til þess þá verða fulltrúar þeirra að hafa það líka. Allir kvitta bara upp á og enginn þorir að segja neitt, það er eitthvað mikið rotið í svona samfélagi eða kerfi sem stendur ekki með börnunum. Það eru bara foreldrarnir og fjölskyldurnar sem gera það en það er ekki nóg. Hvaða rugl er þetta? Samfélag sem vill fara fram á við og bæta sig verður alltaf og án undantekninga að setja börnin í fyrsta sæti. Hvort sem við erum að sinna listum og menningu, berjast gegn glæpum eða í raun hvað sem er. Leiðin fram á við er opið samfélag sem setur börnin í öndvegi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí. Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Ég vonaði það. Átti kannski ekki von á því en vonaðist eftir því sem er alls ekki sami hluturinn,“ segir Gunnar Helgason um velgengni barnabókanna sinna en um þessar mundir standa yfir tökur á kvikmynd eftir Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar en framleiðandi er Saga Film. Ég byrjaði á því að skrifa Gogga og Grjóna sem kom út 1992 og svo koma tvær bækur í kjölfarið áður en ég fór til útlanda að vinna. Var mikið í því í nokkur ár en fór svo að vinna í Latabæ hérna heima og þá sá ég þungann í þessu. Sá þá í fyrsta skipti fjöldann allan af fólki sem tók barnaefni alvarlega. Þarna var ekki litið niður á barnaefni. Það var enginn að spyrja, hvenær ætlarðu að hætta í Stundinni okkar? Heldur var spurningin: Hvenær ætlarðu að koma með næstu barnabók? Ætlarðu ekki að byrja að skrifa aftur? Þarna var barnaefni alvarlegt mál, alvöru bransi og mér leið vel í þessum bransa. Það var engin tilviljun að ég fór í Stundina okkar, tuttugu og fimm ára, á þeim aldri þegar allir leikarar á Íslandi vilja verða kyntákn. Fólki fannst þetta algjör brandari að ég væri að fara í þetta og það smitaðist auðvitað á okkur Felix sem vildum fyrir vikið gjarnan gera eitthvað annað í lífinu en að vera barnastjörnur. En á síðustu sex til sjö árum hefur viðhorfið breyst og maður áttað sig á því að þetta er flottur, alvöru bransi. Núnar er ég að gera bíómynd með frábæru og flinku fólki og allir krakkar eru að spyrja mig hvenær hún komi í bíó og svona til að svara þeim þá er það um næstu páska og ég hlakka geðveikt mikið til.“Gunnar hefur það skemmtilega hlutverk við tökur á kvikmyndinni að stjórna fótboltaatriðunum enda frábær í fótbolta eins og hann segir sjálfur með bros á vör.Visir/StefánFyrir strákana mína Gunnar segir að þegar hann hafi byrjað skrifa fótboltabækurnar hafi þetta allt breyst. „Fyrsta bókin í þeim flokki hitti strax beint í mark, hitti lesandann, gekk mjög vel. Þær fjalla um ákveðinn raunveruleika og forsendan var að mig langaði til þess að skrifa fyrir stráka, einfaldlega vegna þess að mér fannst vanta bækur fyrir strákana mína en ég á enga stelpu. Þeir nenntu ekkert að lesa, fannst ekkert nógu skemmtilegt og spennandi og ég var alltaf að spyrja þá að því hvað þeir vildu lesa. Mér fannst þetta alveg hrikalegt, eldri strákurinn minn hætti að lesa ellefu ára, og ég vildi skrifa eitthvað til þess að ná til þeirra. Það eina sem ég fékk út úr þeim var að þeir vildu lesa eitthvað um fótbolta og einu bækurnar sem ég mundi eftir voru Hæðargarðsbækurnar sem ég las, komu út þrjár í sex bóka seríu, ég er enn þá með ör á sálinni að vita ekki hvernig þetta endaði,“ segir Gunnar og skellihlær sínum ráma og smitandi hlátri. „Þessi bókaflokkur gerist í Svíþjóð árið nítján hundruð fimmtíu og eitthvað og aðalgæjarnir brunuðu um á skellinöðrum og fengu sér kók og sígó á æfingu og jafnvel léttöl á eftir. Ekki alveg málið. Þannig að ég varð bara að skrifa þetta sjálfur og þetta hitti í mark. Svo kom bara í ljós að það var fullt af stelpum líka að lesa þessar bækur og þá var varð ég að bregðast við því og skrifaði Rósu inn í Aukaspyrnu á Akureyri og hef gefið henni sífellt meira vægi síðan þá. Í rauninni finnst mér ég skulda stelpum að skrifa fótboltabók fyrir þær sem gerist á Símamótinu eða Siglufirði. Ég var bara búinn að ákveða að þetta væri komið gott af fótboltabókum en ef myndin gengur vel og svona þá er aldrei að vita, það væri gaman að gera eitthvað fyrir stelpurnar, því þetta markmið að skrifa fyrir stráka er að baki. Núna er ég að skrifa fyrir bæði stráka og stelpur en það er allt inni í myndinni því höfundurinn er lifandi,“ segir Gunnar og glottir prakkaralega.Það má ekki á milli sjá hver er mesti grallarinn á tökustað, alveg óháð aldri.Visir/StefánAldrei verið stelpa Starf rithöfundarins er oft talið afar einmanalegt, jafnvel svo að það reynist sumum um megn, en Gunnar segir að hann hafi sínar aðferðir við að halda sönsum í þessu. „Í fyrsta lagi þá er ákaflega mikill krakki í mér en auðvitað er ég líka orðinn gamall kall. Ég man þó æskuna ákaflega vel og þá ekki síst ákveðnar tilfinningar. Mér fannst fullorðnir oft vera ákaflega ósanngjarnir og sagði oft við sjálfan mig: Þegar ég er orðinn stór þá ætla ég að muna þetta. Muna hvernig mér leið og vera ekki ósanngjarn þegar ég verð stór,“ segir Gunnar og leikur pirrað, stórt barn með tilþrifum. „Þessi andartök sem ég ætlaði mér að muna virðast hafa fest í minninu. Svo er ég auðvitað tvíburi, þannig að ég er með sjónminni líka yfir atburði sem voru að gerast fyrir framan mig, og ég veit ekki hvort það var ég eða Ási því við lítum alveg eins út. Þannig að þá þurfum við að spyrja mömmu hver gerði hvað, en hún man það ekkert. Nína systir man þetta og er með þetta allt á hreinu.“ Varðandi ritstörfin segir Gunnar að mikilvægur hluti af ferlinu hjá honum sé að hann taki aragrúa viðtala. „Í undirbúningnum að hverri bók þá tek ég eins mikið af viðtölum og ég get og það hjálpar alveg rosalega. Ég tek viðtöl við börn og fólk sem hefur verið í aðstæðum á barnsaldri sem eru sambærilegar við það sem ég er að skrifa um og þetta hjálpar mér óendanlega mikið. Þetta er eins og vítamín fyrir mig sem höfund. Núna fyrir Ömmu best, sem kemur út í október, þá hitti ég stelpu á Júróvisjónkvöldinu í Laugardalshöll. Hún heitir Guðrún Nanna, er í hjólastól og algjör gella. Ég var að leikstýra þessu kvöldi, sé að henni er hleypt inn á undan, er í smá pásu sem ég nýtti til þess að fara til hennar og kynna mig og biðja hana um að hitta mig fljótlega. Hún var til í það og hún og kærastinn sögðu mér svo ofboðslega mikið sem nýttist mér svo vel við bókina, eitthvað sem ég hefði aldrei áttað mig á sjálfur því ég hef aldrei verið í hjólastól og ég hef aldrei verið stelpa.Gunnar tekur nútíma liðsmynd af sér og strákunum.Visir/StefánÞurfum að skrifa fokking?… Talið berst að mikilvægi barnabóka fyrir samfélagið og Gunnar segir okkur þurfa að spyrja mikilvægra spurninga og þora að svara þeim. „Þurfum við að gera eitthvað fyrir íslenskuna? Þurfum við að gera eitthvað fyrir menntum og læsi? Þurfum við öll að kunna að lesa? Það er talað mikið um læsi og í hverri einustu viku frá áramótum hefur einhver stjórnmálamaður komið fram og talað um vanda íslenskunnar og læsis en enginn þeirra hefur sagt eitt einasta orð um barnabækur. Hvernig aukum við læsi hjá börnum? Með því að láta þau hafa eitthvað skemmtilegt að lesa. Það er ekkert flóknara en það. En enginn barnabókahöfundur, kannski tveir í besta falli, geta lifað af því að skrifa barnabækur á Íslandi. En þá þurfa viðkomandi að sætta sig við að vera láglaunamenn og ég sætti mig ekki við það þannig að ég vinn með þessu.“ Nú er Gunnari greinilega orðið mikið niðri fyrir. „Hvítbókin kom út í fyrra án þess að þar sé minnst einu orði á barnabækur. Í lestrarátaki menntamálaráðuneytisins er ekki minnst á þetta. En núna held ég að það sé að verða hugarfarsbreyting. Í vetur endurlífguðum við samtök ungmenna- og barnabókahöfunda þar sem ég bauð mig fram sem formann, hlaut kosningu og sit með frábærri stjórn. Við erum að undirbúa málþing um læsi, menntun og þá staðreynd að barnabókin er undirstaða menntunar í þessu landi. Margrét Tryggvadóttir er búin að rannsaka mikið stöðu og mikilvægi barnabóka og málþingið sem verður haldið þann 4. október verður tileinkað þessu. Bókmenntaborgin ætlar að koma að þessu með okkur og við erum búin að fara á fund með Menntamálastofnum og þar er opnun því þau ætla að endurhugsa allt sitt efni varðandi læsi alveg frá grunni. Menntamálaráðherra ætlar að koma og vonandi getum við endað þetta málþing með því að taka einhverjar ákvarðanir, það er svona okkar draumur í stjórninni. Ákvarðanir á borð við þá að barnabækur sem koma út á Íslandi séu keyptar inn á bókasöfnin. Í Noregi er það t.d. þannig að þeir líta á norskuna sem örtungumál sem sé í vörn og þess vegna kaupa þeir 1.500 eintök af hverri einustu barnabók sem er ekki drasl. Að auki fá barnabókahöfundar alltaf rithöfundalaun. Hér hefur það verið að breytast svona á síðustu þremur árum að barnabókahöfundar fái rithöfundalaun en mér finnst að það eigi að stækka sjóðinn og eyrnamerkja hluta alfarið til barnabókahöfunda. Einfaldlega vegna þess að við þurfum að skrifa fokking barnabækur – afsakið orðbragðið,“ segir Gunnar og er mikið niðri fyrir.Öll dýrin í skóginum „Fyrir mig að koma inn í þetta á gamals aldri eftir að vera búinn að leikstýra úti um allan heim, leika í Hollywood-kvikmynd og ég veit ekki hvað og hvað og sjá hvernig þetta er úti í hinum stóra heimi þá fer í taugarnar á mér að upplifa að barnaefni sé afgreitt sem annars flokks, vegna þess að það er ekki þannig í leikhúsinu. Þú gerir barnasýningu í leikhúsinu og það koma allir gagnrýnendur vegna þess að þetta er menningarviðburður og það þarf að fjalla um hann sem slíkan. En barnabækur?…þá eru fjölmiðlar mjög tregir í taumi en svona helst að Rás eitt og Mogginn sinni þessu. En nú er þetta nýkomið inn í Íslensku bókmenntaverðlaunin, búið að vera í fjögur ár minnir mig, og þá þurfa allir að fylgja með, því að þetta er alvöru efni. Ég hef stundum vísað til þess þegar Astrid Lindgren var að byrja að skrifa sínar bækur og hvað hefði okkur fundist um það ef það hefði ekki verið fjallað um þær? Við myndum hlæja að Svíum ef það hefði verið tilfellið en þannig er það ekki. Við hlæjum að gagnrýni sem sagði að Lína Langsokkur væri andfélagslegt, stórhættuleg efni fyrir börn en það var þó alla vega gert og þetta komst í umræðuna. En hérna eru barnabókahöfundar sem hafa aldrei fengið gagnrýni eða umfjöllun um listaverkið.“ Gunnar segir að við þurfum að vera margfalt meðvitaðri um áhrif og mikilvægi barnabóka. „Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort barnabókmenntir, tökum Astrid Lindgren sem dæmi, hafi áhrif á að móta siðferðislegan þroska þjóðar. Allt barnaefni hefur varanleg áhrif á okkur með margþættum hætti, jafnvel langt umfram það að styrkja tungumálið og meðferð okkar á því. Ég var t.d. að leikstýra í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og þá kynntist ég konu sem á sínum tíma lék aðalstelpuna í sjónvarpsþáttunum Á Saltkráku sem voru gerðir eftir bókum Lindgren. Hún sagði mér að enn þann dag í dag, mörgum áratugum síðar, væri hún að hitta fólk sem segði henni að þetta hefði breytt lífi þess. Þannig að svona stórir höfundar sem eru hluti af umræðunni og verða hluti af hefðinni hafa gríðarleg áhrif. Ég meina allir Íslendingar þekkja setninguna: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Öll vitum við hvaðan þetta kemur og öll erum við sammála um þetta í grunninn þó að við förum kannski ekki eftir því. En við ætlum okkur að vera það og við vitum að það er satt og rétt vegna þess að Torbjörn Egner sagði það.“Bragi Þór leikstjóri og Gunnar taka stöðuna við tökur. Visir/StefánMér var bjargað Samfélag leikara sem vinna saman er oft afar náið og eðli starfa listamanna er oft að takast á við það sem betur má fara í samfélaginu, vera samviska þess. Á undanförnum vikum hafa margir úr stétt leikara tekið undir með Bergi Þór Ingólfssyni, leikara í baráttu hans fyrir dóttur sína vegna uppreistar æru Roberts Downey, kynferðisbrotamanns. Gunnar segir að Bergur Þór hafi verið að leika í myndinni hjá þeim í Vestmannaeyjum þegar þessir hlutir voru að gerast. „Bergur var þarna hjá okkur með tárin í augunum þegar þetta var að gerast. Það er ekki hægt að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Þetta er svo skelfilegt.“ En hver er þín afstaða í svona málum? „Fyrir mér er þetta einfalt. Þetta snýst ekki um Robert Downey eða Jón Steinar Gunnlaugsson. Þetta snýst um börnin. Þetta snýst alltaf um barnið. Vegna þess að barnið er alltaf veikari aðilinn í samskiptum barns og fullorðins. Þarna er maður, alveg sama hvað hann heitir, sem er búinn að misnota börn og ef þú gerir slíkt þá ert þú ekki lengur með. Ég þekki alveg menn sem hafa brotið af sér og hafa þurft að sitja inni en það er allt öðruvísi því þeir eru ekki að níðast á börnum. Þeir eru kannski að níðast á samborgurum sínum á einhvern óskilgreindan hátt en ég tek afstöðu með börnunum, alltaf og án undantekninga og þannig ætti það að vera í samfélaginu. Allt þetta tal um fyrirgefningu sem Jón Steinar er eitthvað að tjá sig um er ekki málið. Ég hef fylgst með hvernig Þórdís Elva hefur tekið á sínum málum, hef horft á TED-fyrirlesturinn og lesið allt sem hún segir og það er ofvaxið mínum skilningi hvernig hún hefur komist í gegnum þetta. Ég skil ekki svona stórar manneskjur. Að fólk sé að rífast við hana um hvernig á að upplifa og fyrirgefa nauðgun. Ég bara næ því ekki. Látið hana vera.“ Það er þungur tónn í orðum Gunnars þegar hann talar um þessi mál og hann gefur sér tíma til þess að hugsa og velja orð sín vel. „Ég lenti næstum því í þessu þegar ég var nítján ára en var bjargað. Ég talaði aldrei um það fyrr en Hallgrímur bróðir kom með bókina sína Sjóveikur í München þar sem hann segir frá sinni reynslu. Þá fór ég að tala um það. Mér fannst þetta svo vandræðalegt og maður upplifir svo mikla skömm. Ég skammaðist mín svo mikið að ég fór strax daginn eftir og talaði við þennan gaur og var bara hress og áttaði mig ekki á því að hann hafði byrlað mér eitur því ég hafði aldrei heyrt um svoleiðis dæmi.“Gunnar er léttur og skemmtilegur maður en hann liggur þó ekki á skoðunum sínum varðandi hluti sem erum honum hjartans mál.Visir/StefánEins og skítalokan Gunnar staldrar við og segir: „En ég vil ekki að þetta verði stóra málið í þessu viðtali. Þetta snýst ekki um mig heldur börn og hvað við getum bætt í þessu samfélagi. Það kom nefnilega nýr og óvæntur snúningur á þetta mál í vikunni þegar Benedikt Erlingsson sagði að mann væri farið að gruna að inni í kerfinu sé barnaníðinganet. Sérfræðingar í útlöndum segja nefnilega að barnaníðingar séu aldrei einir á ferð heldur finni sér stuðning, gaura sem tala saman og deila efni á netinu og ef enginn vill segja hvernig þetta gerðist að þessi maður fékk uppreist æru þá fer mann að gruna ýmislegt. Þetta sagði Benni á netinu í gær og það rataði í fjölmiðla. Ég ætlaði að fara að læka þetta og deila þessu en þá fannst mér skyndilega að við værum aðeins komin til Salem. En ég er samt sammála þessu. Af hverju er ekki hægt að koma hreint fram? Ég skil það ekki. Málið er að við komumst aldrei frá þessari Salem-tilfinningu og öllum þessum tilfinningum, vanmætti og reiði nema með því að opna á þetta allt saman. Hafa þetta allt fyrir opnum dyrum. Þetta er alveg eins og skítalokan vestur í bæ nema að það flæddi þarna skítur út í kerfið en ekki út í sjó. Af því að einhver gæi sagði, „æ reddum þessu bara og vonum að það frétti enginn af þessu“, þetta er bara skólp út í þjóðfélagið. Í stað þess að segja þetta voru þessi og þessi sem kvittuðu upp á þetta og við ætlum að draga þetta til baka. Af hverju gerum við það ekki? Jú, vegna þess að þá fer hann í mál við ríkið. Mér er bara alveg sama. Látum hann bara gera það. Við erum að brjóta lög með að tala um sakargiftir manns sem er með uppreist æru hvort eð er. Ef almenningur hefur hugrekki til þess þá verða fulltrúar þeirra að hafa það líka. Allir kvitta bara upp á og enginn þorir að segja neitt, það er eitthvað mikið rotið í svona samfélagi eða kerfi sem stendur ekki með börnunum. Það eru bara foreldrarnir og fjölskyldurnar sem gera það en það er ekki nóg. Hvaða rugl er þetta? Samfélag sem vill fara fram á við og bæta sig verður alltaf og án undantekninga að setja börnin í fyrsta sæti. Hvort sem við erum að sinna listum og menningu, berjast gegn glæpum eða í raun hvað sem er. Leiðin fram á við er opið samfélag sem setur börnin í öndvegi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí.
Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira