Skoðun

Rannsóknir í ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spyr í grein hér í blaðinu hvort flækjustigið í ferðamálum sé ekki nóg. Tilefnið eru orð mín um að efla þurfi rannsóknir í ferðamálum og koma upp eins konar „lítilli Hafró“. Sigurður telur að slík stofnun væri óþörf og myndi auka á flækjustigið.

Ég hef ekki séð þetta verkefni fyrir mér sem nýja stofnun heldur fremur sem styrkingu á því sem fyrir er; vonandi nógu mikla styrkingu til að hægt verði að tala um gerbreytingu á rannsóknaumhverfi greinarinnar. Samanburðurinn við Hafrannsóknastofnun er til þess ætlaður að varpa skýru ljósi á þann reginmun sem er á stuðningsumhverfi þessara tveggja stóru atvinnugreina, ferðaþjónustu og sjávarútvegs, og opna augu fólks fyrir þörfinni.

Ég leyfi mér að vona að við Sigurður Ingi séum sammála um að mikilvægt sé að efla þessa stoðþjónustu greinarinnar. Ég tek undir með honum að samhliða því skulum við forðast eftir megni að flækja málin.

Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.


Tengdar fréttir

Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist

Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×