Veðrið og dagskráin á 17. júní Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 08:41 Landsmenn eru ekki óvanir að það rigni á þjóðhátíðardaginn. Vísir/Andri Marínó Útlit er fyrir að rignt gæti á landsmenn á meðan þeir fagna þjóðhátíðardeginum víðsvegar um landið í dag. Veðurstofan spáir sunnan kalda með súld eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu en í öðrum landhlutum skýjuðu og talsverðum skúrum síðdegis. Best sleppa Austfirðingar en þar er spáð bjartviðri fram eftir degi. Hitastigið verður á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Í Reykjavík hefst hátíðardagskráin kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur.Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi.Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, 2017.kort/HöfuðborgarstofaDansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi.Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á vefsíðunni 17juni.is. 17.jún Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Útlit er fyrir að rignt gæti á landsmenn á meðan þeir fagna þjóðhátíðardeginum víðsvegar um landið í dag. Veðurstofan spáir sunnan kalda með súld eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu en í öðrum landhlutum skýjuðu og talsverðum skúrum síðdegis. Best sleppa Austfirðingar en þar er spáð bjartviðri fram eftir degi. Hitastigið verður á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Í Reykjavík hefst hátíðardagskráin kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur.Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi.Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, 2017.kort/HöfuðborgarstofaDansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi.Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á vefsíðunni 17juni.is.
17.jún Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22