Framandi framtíðarstörf Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2017 07:00 Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Markaðir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun