Matthías kom inná fyrir Bendtner og var ekki lengi að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 18:23 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk í 9-1 stórsigri Rosenborg á Tynset í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld en þetta eru 64 liða úrslit keppninnar. Matthías byrjaði leikinn á bekknum en var ekki lengi að stimpla sig inn þegar hann fékk tækifærið. Hann er nú kominn með fjögur mörk í norska bikarnum á tímabilinu. Matthías kom inná sem varamaður fyrir Nicklas Bendtner í hálfleik og var búinn að skora á innan við tveimur mínútum. Matthías var þá á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjöf frá Milan Jevtovic fyrir markið og átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Matthías kom Rosenborg þarna í 3-0 en liðið hafði skorað tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Milan Jevtovic skoraði það fyrra en Birger Meling það síðara. Nicklas Bendtner komst hinsvegar ekki á blað. Matthías átti einnig þátt í fjórða marki Rosenborg-liðsins. Matthías lagði þá upp færi fyrir Jevtovic en skotið var varið og Tore Reginiussen fylgdi síðan eftir og kom Rosenborg í 4-0. Anders Konradsen skoraði síðan fimmta markið og voru þá komin þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum eftir að Matthías kom inná völlinn. Leikmenn Rosenborg bætti síðan við fjórum mörkum í lokin. Heimamenn minnkuðu muninn í 7-1 en niðurstaðan var 9-1 risasigur Rosenborg á þriðjudeildarliðinu. Matthías átti þátt í undirbúningi sjöunda marksins og skoraði síðan sjálfu áttunda mark Rosenborg í leiknum. Hann skoraði þá aftur eftir sendingu frá Milan Jevtovic. Matthías skoraði bæði mörk í 2-0 sigri Rosenborg á Strindheim í fyrstu umferð bikarsins og er því heldur betur á skotskónum í bikarkeppninni í sumar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk í 9-1 stórsigri Rosenborg á Tynset í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld en þetta eru 64 liða úrslit keppninnar. Matthías byrjaði leikinn á bekknum en var ekki lengi að stimpla sig inn þegar hann fékk tækifærið. Hann er nú kominn með fjögur mörk í norska bikarnum á tímabilinu. Matthías kom inná sem varamaður fyrir Nicklas Bendtner í hálfleik og var búinn að skora á innan við tveimur mínútum. Matthías var þá á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjöf frá Milan Jevtovic fyrir markið og átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Matthías kom Rosenborg þarna í 3-0 en liðið hafði skorað tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Milan Jevtovic skoraði það fyrra en Birger Meling það síðara. Nicklas Bendtner komst hinsvegar ekki á blað. Matthías átti einnig þátt í fjórða marki Rosenborg-liðsins. Matthías lagði þá upp færi fyrir Jevtovic en skotið var varið og Tore Reginiussen fylgdi síðan eftir og kom Rosenborg í 4-0. Anders Konradsen skoraði síðan fimmta markið og voru þá komin þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum eftir að Matthías kom inná völlinn. Leikmenn Rosenborg bætti síðan við fjórum mörkum í lokin. Heimamenn minnkuðu muninn í 7-1 en niðurstaðan var 9-1 risasigur Rosenborg á þriðjudeildarliðinu. Matthías átti þátt í undirbúningi sjöunda marksins og skoraði síðan sjálfu áttunda mark Rosenborg í leiknum. Hann skoraði þá aftur eftir sendingu frá Milan Jevtovic. Matthías skoraði bæði mörk í 2-0 sigri Rosenborg á Strindheim í fyrstu umferð bikarsins og er því heldur betur á skotskónum í bikarkeppninni í sumar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Sjá meira