Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 14:45 Everest er 8.848 metra hátt. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri lagt leið sína til Nepals í þeim tilgangi að reyna að komast á tind Everest, hæsta fjalls í heimi, en í ár. Alls hafa nepölsk yfirvöld úthlutað 371 leyfi til útlendinga til að reyna að komast alla leið. Vilborg Arna Gissurardóttir er ein þeirra sem hyggst klífa tindinn og verða þar með fyrsta íslenska konan til að afreka slíkt, en þetta er í þriðja sinn sem hún reynir að komast á toppinn. Sjerpar á fjallinu hafa barist við mikinn vind og snjókomu síðustu daga, sem hefur torveldað allan undirbúning að sögn Gyanendra Shrestha, talsmanns yfirvalda sem staddur er í grunnbúðunum. Verið er að festa og tryggja reipi í um átta þúsund metra hæð á þeim stað áður en haldið er síðasta spölinn á tindinn. Talið er að þeir fyrstu munu reyna við tindinn á sunnudag. Í frétt Washington Post segir að auk þeirra 371 útlendinga sem hafa fengið úthlutað leyfi til að klífa tindinn, eru jafn margir sjerpar sem munu fylgja þeim. Því er ljóst að það gæti orðið mjög margt um manninn og biðraðir myndast. Alls fengu 289 fjallgöngumenn úthlutað leyfi á síðasta ári. Metfjöldi leyfa í ár er rakinn til þess að það voru margir sem sneru aftur í ár eftir að hafa þurft frá að hverfa árið 2014 og 2015. Leiðinni á tindinn var lokað árið 2015 eftir að nítján fórust og 61 slasaðist í snjóflóði sem varð vegna mikils jarðskjálfta í Nepal í maímánuði. Árið 2014 fórst sextán sjerpar í snjóflóði. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Aldrei hafa fleiri lagt leið sína til Nepals í þeim tilgangi að reyna að komast á tind Everest, hæsta fjalls í heimi, en í ár. Alls hafa nepölsk yfirvöld úthlutað 371 leyfi til útlendinga til að reyna að komast alla leið. Vilborg Arna Gissurardóttir er ein þeirra sem hyggst klífa tindinn og verða þar með fyrsta íslenska konan til að afreka slíkt, en þetta er í þriðja sinn sem hún reynir að komast á toppinn. Sjerpar á fjallinu hafa barist við mikinn vind og snjókomu síðustu daga, sem hefur torveldað allan undirbúning að sögn Gyanendra Shrestha, talsmanns yfirvalda sem staddur er í grunnbúðunum. Verið er að festa og tryggja reipi í um átta þúsund metra hæð á þeim stað áður en haldið er síðasta spölinn á tindinn. Talið er að þeir fyrstu munu reyna við tindinn á sunnudag. Í frétt Washington Post segir að auk þeirra 371 útlendinga sem hafa fengið úthlutað leyfi til að klífa tindinn, eru jafn margir sjerpar sem munu fylgja þeim. Því er ljóst að það gæti orðið mjög margt um manninn og biðraðir myndast. Alls fengu 289 fjallgöngumenn úthlutað leyfi á síðasta ári. Metfjöldi leyfa í ár er rakinn til þess að það voru margir sem sneru aftur í ár eftir að hafa þurft frá að hverfa árið 2014 og 2015. Leiðinni á tindinn var lokað árið 2015 eftir að nítján fórust og 61 slasaðist í snjóflóði sem varð vegna mikils jarðskjálfta í Nepal í maímánuði. Árið 2014 fórst sextán sjerpar í snjóflóði.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52