Ræddum við ráðherrann Ellert B. Schram skrifar 22. mars 2017 07:00 Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar