Játningar fyrrverandi fermingarbarns Logi Bergmann skrifar 18. mars 2017 07:00 Að fermast er örugglega meiriháttar mál. Mér er að minnsta kosti sagt það. Ég get samt ekki sagt að mín upplifun hafi verið þannig. Það var ekki eins og ég hefði upplifað mig fagnandi að komast í fullorðinna manna tölu. Ég fann satt að segja ekki mikinn mun. Nema á gjöfunum. Það hlýtur að vera í lagi að játa það, hátt í fjörutíu árum síðar, að það var ekki fyrir ólýsanlega hrifningu á feðgunum sem ég ákvað að fermast. Það var miklu frekar vegna gríðarlegrar spennu fyrir silfurlitum Marantz-útvarpsmagnara og Marantz-plötuspilara. Hann var að vísu ekki úr silfurlínunni, en maður fær víst ekki allt. Fyrir peninginn sem ég fékk keypti ég mér svo AR-hátalara sem voru nógu sterkir til að lækka fasteignaverðið í Hlíðargerðinu. Restin fór svo í plötur. Þannig held ég að þetta hafi verið hjá flestum vinum mínum. Nema hjá þeim sem áttu svo afslappaða foreldra að þeir fengu skellinöðru. Það var útilokað á mínu heimili. Áhyggjubálið móðir mín hefði ekki sofið dúr að minnsta kosti fram að bílprófi. Allur fermingarundirbúningurinn er óljós. Mig rámar í einhvers konar fermingarfræðslu í matreiðslustofunni Í Réttó (hljómar vissulega undarlega) og svo áttum við að mæta í kirkju. Þegar ég var spurður hafði ég alltaf verið aftast. Komið frekar seint og þurft að fara aðeins fyrr. Þið áttið ykkur sennilega á þessu. Ég man líka, að þó að ég kynni alla texta á Utangarðsmannaplötunum, gat ég ekki lært línuna mína (sem heitir pottþétt eitthvað annað). Samt valdi ég þá stystu. Mér fannst líka nóg að kunna faðirvorið. Það var að minnsta kosti í áttina. Einhverra hluta vegna fermdist ég um haust. Ég held að það hafi verið vegna þess að við vorum að breyta húsinu heima og það var ekki tilbúið þegar vertíðin gekk í garð. Það átti reyndar eftir að koma sér einstaklega vel. Það var nefnilega til siðs að kaupa sérstök fermingarföt. Það var klárlega ekki mjög gáfulegt að kaupa terlín-jakkaföt á dreng sem gekk bara í gallabuxum og stækkaði um 5-10 sentimetra á ári. Þess vegna leysti ég þetta sjálfur með því að fá lánuð föt hjá Gústa vini mínum. (Sem vill svo skemmtilega til að er yfirmaður minn í dag.) Ef ég man rétt, þá reyndi ég að nota þessa hagræðingu mína til að fá meiri pening í fermingargjöf en er ekki viss um að það hafi tekist. Ég var eins og fáviti á fermingarmyndinni. Altso hópmyndinni sem er eina myndin sem um er að ræða. Ég harðneitaði nefnilega að fara í sérstaka fermingarmyndatöku og komst upp með það. Ég held að það hafi verið ákveðinn skilningur á því að ég hefði ekki náð fullum blóma sem unglingur og það yrði ekki mikið haldið upp á myndir frá þessum degi. Auk þess kostaði það náttúrlega heilan helling. Það er reyndar furðuleg ákvörðun að taka heilu albúmin á ljósmyndastofu, akkúrat á þeim tíma þegar börn eru að ná hátindi gelgjuskeiðsins. Ég hlæ enn þegar ég hugsa um myndirnar af Frosta bróður, í flauelsjakkafötum og tólf sentimetra hælum með Prins Valiant greiðslu. Þess má til gamans geta að fermingarmyndir eiginkonu minnar hafa aldrei verið stækkaðar og eftir meira en áratugar hjónaband hef ég ekki enn fengið að sjá þær. Allt annað frá þessum degi er í móðu. Það komu margir gestir og ég drattaðist niður úr herberginu mínu til að heilsa og taka við umslagi. Tók svo stigann í tveimur stökkum til að athuga hvað ég hefði grætt. Sennilega ekki neitt rosalega kristilegt. En ég ber virðingu fyrir þeim sem ákveða að láta ferma sig af því að þeir trúa. Og reyndar líka þeim sem láta ferma sig borgaralega. Já, og þeim sem láta bara ekkert ferma sig. Mér finnst að krakkar eigi að fá að ákveða þetta sjálfir, án þrýstings. Og þó að fermingardagurinn geti verið óskaplegt mygl, með frændum og frænkum sem maður þekkir ekkert, þá er þetta samt soltið merkilegur dagur. Þetta er einn af stóru áföngunum, þar sem maður fær að vera miðpunktur alls tilstandsins og ef maður er þannig innstilltur; dagurinn sem maður hættir að vera barn og verður, nei ekki fullorðinn, heldur unglingur af öllum kröftum. Jafnvel svona semi-fullorðinn. Í vor fermist fjórða dóttir mín, upp á gamla móðinn. Hún valdi það alveg sjálf og ég er stoltur af henni. Ég vona bara að hún njóti dagsins og hann verði henni minnisstæðari en minn eigin fermingardagur er mér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Að fermast er örugglega meiriháttar mál. Mér er að minnsta kosti sagt það. Ég get samt ekki sagt að mín upplifun hafi verið þannig. Það var ekki eins og ég hefði upplifað mig fagnandi að komast í fullorðinna manna tölu. Ég fann satt að segja ekki mikinn mun. Nema á gjöfunum. Það hlýtur að vera í lagi að játa það, hátt í fjörutíu árum síðar, að það var ekki fyrir ólýsanlega hrifningu á feðgunum sem ég ákvað að fermast. Það var miklu frekar vegna gríðarlegrar spennu fyrir silfurlitum Marantz-útvarpsmagnara og Marantz-plötuspilara. Hann var að vísu ekki úr silfurlínunni, en maður fær víst ekki allt. Fyrir peninginn sem ég fékk keypti ég mér svo AR-hátalara sem voru nógu sterkir til að lækka fasteignaverðið í Hlíðargerðinu. Restin fór svo í plötur. Þannig held ég að þetta hafi verið hjá flestum vinum mínum. Nema hjá þeim sem áttu svo afslappaða foreldra að þeir fengu skellinöðru. Það var útilokað á mínu heimili. Áhyggjubálið móðir mín hefði ekki sofið dúr að minnsta kosti fram að bílprófi. Allur fermingarundirbúningurinn er óljós. Mig rámar í einhvers konar fermingarfræðslu í matreiðslustofunni Í Réttó (hljómar vissulega undarlega) og svo áttum við að mæta í kirkju. Þegar ég var spurður hafði ég alltaf verið aftast. Komið frekar seint og þurft að fara aðeins fyrr. Þið áttið ykkur sennilega á þessu. Ég man líka, að þó að ég kynni alla texta á Utangarðsmannaplötunum, gat ég ekki lært línuna mína (sem heitir pottþétt eitthvað annað). Samt valdi ég þá stystu. Mér fannst líka nóg að kunna faðirvorið. Það var að minnsta kosti í áttina. Einhverra hluta vegna fermdist ég um haust. Ég held að það hafi verið vegna þess að við vorum að breyta húsinu heima og það var ekki tilbúið þegar vertíðin gekk í garð. Það átti reyndar eftir að koma sér einstaklega vel. Það var nefnilega til siðs að kaupa sérstök fermingarföt. Það var klárlega ekki mjög gáfulegt að kaupa terlín-jakkaföt á dreng sem gekk bara í gallabuxum og stækkaði um 5-10 sentimetra á ári. Þess vegna leysti ég þetta sjálfur með því að fá lánuð föt hjá Gústa vini mínum. (Sem vill svo skemmtilega til að er yfirmaður minn í dag.) Ef ég man rétt, þá reyndi ég að nota þessa hagræðingu mína til að fá meiri pening í fermingargjöf en er ekki viss um að það hafi tekist. Ég var eins og fáviti á fermingarmyndinni. Altso hópmyndinni sem er eina myndin sem um er að ræða. Ég harðneitaði nefnilega að fara í sérstaka fermingarmyndatöku og komst upp með það. Ég held að það hafi verið ákveðinn skilningur á því að ég hefði ekki náð fullum blóma sem unglingur og það yrði ekki mikið haldið upp á myndir frá þessum degi. Auk þess kostaði það náttúrlega heilan helling. Það er reyndar furðuleg ákvörðun að taka heilu albúmin á ljósmyndastofu, akkúrat á þeim tíma þegar börn eru að ná hátindi gelgjuskeiðsins. Ég hlæ enn þegar ég hugsa um myndirnar af Frosta bróður, í flauelsjakkafötum og tólf sentimetra hælum með Prins Valiant greiðslu. Þess má til gamans geta að fermingarmyndir eiginkonu minnar hafa aldrei verið stækkaðar og eftir meira en áratugar hjónaband hef ég ekki enn fengið að sjá þær. Allt annað frá þessum degi er í móðu. Það komu margir gestir og ég drattaðist niður úr herberginu mínu til að heilsa og taka við umslagi. Tók svo stigann í tveimur stökkum til að athuga hvað ég hefði grætt. Sennilega ekki neitt rosalega kristilegt. En ég ber virðingu fyrir þeim sem ákveða að láta ferma sig af því að þeir trúa. Og reyndar líka þeim sem láta ferma sig borgaralega. Já, og þeim sem láta bara ekkert ferma sig. Mér finnst að krakkar eigi að fá að ákveða þetta sjálfir, án þrýstings. Og þó að fermingardagurinn geti verið óskaplegt mygl, með frændum og frænkum sem maður þekkir ekkert, þá er þetta samt soltið merkilegur dagur. Þetta er einn af stóru áföngunum, þar sem maður fær að vera miðpunktur alls tilstandsins og ef maður er þannig innstilltur; dagurinn sem maður hættir að vera barn og verður, nei ekki fullorðinn, heldur unglingur af öllum kröftum. Jafnvel svona semi-fullorðinn. Í vor fermist fjórða dóttir mín, upp á gamla móðinn. Hún valdi það alveg sjálf og ég er stoltur af henni. Ég vona bara að hún njóti dagsins og hann verði henni minnisstæðari en minn eigin fermingardagur er mér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.