Með betlistafinn Stjórnarmaðurinn skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira