Geðheilbrigðisþjónusta í framhaldsskólum Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Geðheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk, einkum nemendur í framhaldsskólum, hefur verið til umræðu að undanförnu og það er vel. Þetta er brýnt málefni sem hefur verið baráttumál Samfylkingarinnar. Stigin voru mikilvæg fyrstu skref í eflingu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum með lítilsháttar fjárveitingu til ráðningar sálfræðinga á fjárlagaárinu 2016 sem dugar hvergi. Samfylkingin lagði fram tillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum á vorþingi í fyrra en þá var fyrsti flutningsmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður. Þetta var eitt þeirra forgangsmála sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram að nýju nú á haustþingi. Brottfall framhaldsskólanema er alvarlegur vandi á Íslandi en aðeins 44% nemenda ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og mun langtímaáhrifa þess gæta víða í samfélaginu og eru þau þegar farin að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Þessum vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Vegna þessa hefur álag aukist mikið á kennara, skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa, sem hvorki hafa menntun né forsendur til þess að takast á við vandann. Einstaka skólar hafa í neyð sinni brugðist við og falið t.d. námsráðgjöfum aukin hlutverk á þessu sviði. Það er hins vegar ófullnægjandi, bregðumst við kallinu og aukum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan veggja skólanna. Markmið tillögu okkar í Samfylkingunni er að í byrjun skólaárs 2017-2018 verði tryggt að í öllum framhaldsskólum landsins hafi nemendur aðgang að sálfræðiþjónustu sér að kostnaðarlausu. Við gerum ráð fyrir að ráðherra útfæri nánar með hvaða hætti þjónustan verði veitt en að miða beri við að einn sálfræðingur í fullu starfi geti sinnt um 700 nemendum. Ber að miða þjónustuþörf fámennari jafnt sem fjölmennari skóla við það hlutfall. Það væri Alþingi til mikils sóma að ljúka þessu máli í góðri sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk, einkum nemendur í framhaldsskólum, hefur verið til umræðu að undanförnu og það er vel. Þetta er brýnt málefni sem hefur verið baráttumál Samfylkingarinnar. Stigin voru mikilvæg fyrstu skref í eflingu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum með lítilsháttar fjárveitingu til ráðningar sálfræðinga á fjárlagaárinu 2016 sem dugar hvergi. Samfylkingin lagði fram tillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum á vorþingi í fyrra en þá var fyrsti flutningsmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður. Þetta var eitt þeirra forgangsmála sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram að nýju nú á haustþingi. Brottfall framhaldsskólanema er alvarlegur vandi á Íslandi en aðeins 44% nemenda ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og mun langtímaáhrifa þess gæta víða í samfélaginu og eru þau þegar farin að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Þessum vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Vegna þessa hefur álag aukist mikið á kennara, skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa, sem hvorki hafa menntun né forsendur til þess að takast á við vandann. Einstaka skólar hafa í neyð sinni brugðist við og falið t.d. námsráðgjöfum aukin hlutverk á þessu sviði. Það er hins vegar ófullnægjandi, bregðumst við kallinu og aukum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan veggja skólanna. Markmið tillögu okkar í Samfylkingunni er að í byrjun skólaárs 2017-2018 verði tryggt að í öllum framhaldsskólum landsins hafi nemendur aðgang að sálfræðiþjónustu sér að kostnaðarlausu. Við gerum ráð fyrir að ráðherra útfæri nánar með hvaða hætti þjónustan verði veitt en að miða beri við að einn sálfræðingur í fullu starfi geti sinnt um 700 nemendum. Ber að miða þjónustuþörf fámennari jafnt sem fjölmennari skóla við það hlutfall. Það væri Alþingi til mikils sóma að ljúka þessu máli í góðri sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun