Prófessor Spútnik Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. janúar 2017 10:00 Inga Dóra er gift Símoni Sigvaldasyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau eiga saman þrjár dætur og einn son – sem reyndar kom ekki til þeirra fyrr en í nóvember síðastliðnum. Hann flúði frá Kúrdistan, með viðkomu í átta löndum – Ísland er það níunda. Vísir/Stefán Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor er þekkt fyrir að vera í fremstu röð fræðimanna á Íslandi – og segist frá barnsaldri hafa verið félagsfræðingurinn í hópnum, meira að segja sem unglingur – pönkari á Hlemmi. Inga Dóra hefur rannsakað líðan ungmenna um árabil, en undanfarið hefur hún unnið að rannsókn þar sem sést að æ algengara hefur orðið að ungar, íslenskar stúlkur skaði sig sjálfar.Alltaf langað að skilja ,,Ég hef sennilega alltaf verið félagsfræðingurinn í hópnum. Ég hef alltaf leitast við að skilja hegðun og líðan fólks. Frá því að ég var unglingur, pönkari, sem hékk á Hlemmi. Ég var aldrei í neyslu þó margir hafi verið það sem ég umgekkst, en ég hafði mikinn áhuga á öllu fólki. Ég vildi skilja það,“ segir Inga Dóra. „Það sem er svo athyglisvert við starf mitt er hvað heimurinn er breytilegur. Maður leysir aldrei neitt í eitt skipti fyrir öll því það er alltaf eitthvað nýtt að skilja.” Rithöfundurinn Paulo Coelho sagði eitt sinn að þegar hann hélt að hann hefði öll svörin, hefðu spurningarnar breyst. Inga Dóra stendur frammi fyrir svipuðum áskorunum um þessar mundir. Nýjasta rannsókn hennar og teymisins sem hún leiðir sýnir að aukinn kvíði unglingsstúlkna, sem mikið hefur verið fjallað um, tengist mikilli notkun samfélagsmiðla. Við frekari greiningu hefur komið í ljós að stúlkur sem hafa áhyggjur af líkama sínum og útliti eru miklu viðkvæmari fyrir þessum áhrifum samfélagsmiðla. Með öðrum orðum, magni neikvæð líkamsímynd áhrif samfélagsmiðla á kvíða.Stelpur eru að skaða sig „Við vitum að mikill kvíði og mikið þunglyndi hefur aukist meðal ungmenna, sérstaklega stúlkna. Það sem er svo sláandi við nýjustu niðurstöðurnar eru að það hefur samhliða þessari þróun orðið algjört stökk í tíðni sjálfsskaða meðal unglingsstúlkna.“ Rannsóknir Rannsókna og greininga, sem Inga Dóra fer fyrir, hafa verið grunnur að einstökum árangri Íslendinga í að minnka vímuefnanotkun barna og unglinga síðustu áratugi. Nú vinnur hún að enn viðameira verkefni sem heitir Lifecourse og miðar í stuttu máli að því að skilja betur hvað hefur áhrif á líðan og hegðun ungmenna. Rannsóknin er unnin fyrir 2 milljóna evra styrk frá evrópskum sjóði og Inga Dóra hlakkar til að takast á við nýjar, flóknar og erfiðar áskoranir. „Breytingin sem við erum að sjá núna á undanförnum árum er að þessi vanlíðan, kvíði og þunglyndi, er að magnast hjá þeim hópi sem hafði það verst áður og sá hópur sem er verst settur er að verða töluvert stærri. Það er að segja, meðaltalið hefur ekki breyst en sá hópur sem er kvíðnastur og þunglyndastur er orðinn miklu stærri en hann var. Ég vildi að ég gæti sagt bara – hættum á Facebook, það er málið. En þetta er ekki svo einfalt og við erum ennþá að leitast við að skilja þetta alveg.“Samfélagsmiðlar ýkja viðbrögð Inga Dóra segir að það hafi aldrei almennilega tekist að útskýra hvað veldur því að stelpur séu berskjaldaðri fyrir kvíða og þunglyndi, og með lægra sjálfsmat. „Það sem við sjáum samt er að stelpur eru viðkvæmari fyrir félagslegu tengslunum sínum. Við sjáum að neikvæðir viðburðir eru ekkert endilega meiri eða fleiri í lífi stúlkna en stráka, en hafa öðruvísi áhrif. Stelpur virðast viðkvæmari fyrir því til dæmis að verða viðskila við vin eða vinkonu. Samfélagsmiðlarnir magna þetta, sem hefur sannanlega alltaf verið til staðar, svolítið upp. Við vitum að stelpur, og konur, eru viðkvæmari í þessum efnum, sem ætti engum að koma á óvart því að í gegnum árþúsundin eru það konur sem hafa haldið hlutunum saman þegar kemur að tengslum í fjölskyldum og í samfélaginu. Við erum ekkert annað en umhverfið okkar yfir árhundruðin – því genin okkar taka inn umhverfið smám saman. Samfélagsmiðlarnir ýkja þannig hluti sem voru þegar til staðar. Það að kalla eftir og fá viðbrögð er miklu einfaldara og heimurinn er hérna fyrir framan okkur, svo nálægt. Þú þarft ekki að framkalla myndir eða bíða eftir að einhver svari svo dögum skiptir. Lækin koma um leið.“Þurfum öll að taka okkur í gegn Inga Dóra segir heiminn skemmtilegri fyrir vikið, þ.e.a.s. að hann breytist í sífellu. „En svo eru ákveðin grunnatriði sem eru alltaf þau sömu. Við þurfum að ala upp börnin okkar, gefa þeim tíma og þurfum að tengja við þau – helst áður en þau komast á unglingsaldur, þó það sé aldrei of seint að mynda tengingar. Fyrstu árin er það sá sem annast þig sem hefur mestu áhrifin á þig. Eftir því sem barnið eldist og verður unglingur, því meiri áhrif fer jafningjahópurinn og samfélagið að hafa á þig. Og við þurfum sjálfsagt öll að taka okkur í gegn þarna. Allir þurfa nefnilega stuðning, traust og að hafa tilgang. Þannig líður mannfólkinu best.”En hverskonar samfélag er það þar sem stór hluti ungs fólks hefur allavega hugsað um, eða hreinlega ákveðið, að skaða sjálft sig? „Það er spurning sem við erum að takast á við núna. Það að skaða sjálfan sig er að slökkva innri vanlíðan með líkamlegri þjáningu. Það er margt sem gæti spilað inn í. Það er til dæmis miklu auðveldara en áður að sækja sér hreinlega leiðbeiningar um sjálfsskaða – en það breytir því ekki að það er eitthvert tómarúm sem þú ert að fylla ef þú situr fyrir framan netið og ert að leita þær upplýsingar uppi. Þarna komum við enn og aftur að mikilvægi skipulags, til dæmis íþrótta- og tómstundastarfs, því við þurfum öll að hafa eitthvað við að vera og finna hlutverk. Einhver þarf að vera til staðar sem þykir vænt um mann og manni finnst maður geta leitað til. Svo er það líka þannig að ungmenni eru ekkert alltaf að leggja á ráðin um að gera eitthvað. Hlutirnir gerast bara stundum. En ef eitthvað kemur upp á, ef einhverjum líður illa, er svo mikilvægt að vita hvernig maður á að bregðast við og hvert maður getur leitað,“ útskýrir Inga Dóra.Snúum þessu við „Nú er mitt meginviðfangsefni, og það sem við erum að vinna í, að finna út hvernig við getum dregið úr eða minnkað líkur á þessari vanlíðan ungmenna og hvernig við getum snúið þessari þróun hjá ungu stelpunum við. Nýja Lifecourse-rannsóknin miðar að því að skoða betur hvernig líffræðilegu þættirnir og umhverfið tvinnast saman til að útskýra þessa hegðun og líðan.“Hvað geta foreldrar gert til að gera börnunum sínum lífið auðveldara? „Ég er frekar lítil reglukona. Við vitum úr rannsóknum okkar að það eru ákveðnir grunnþættir sem skipta verulegu máli í fjölskyldum; það er stuðningurinn, magn þess tíma sem foreldrar og börn verja saman og jákvætt eftirlit. Það er ekki það sama og reglur. Jákvætt eftirlit er fólgið í því að þekkja vini barna þinna, vita hvar þau eru á kvöldin, hvað þau eru að gera. Svo gildir það sama og í öllum öðrum samskiptum – allt byggist á trausti og stuðningi. Ef þú setur börnunum reglur þá geta þær virkað öfugt. Þetta á ekki síst við um íslenska krakka, því það er eitthvað í þjóðarvitund okkar sem gerir það að verkum að við erum einhvern veginn ekki tilbúin að fylgja reglum nema þær séu skynsamlegar, og okkur sé sýnt ákveðið traust.“Reglur virka ekki einar og sér „Ég hef t.d. fengið foreldra barna til mín sem kvarta yfir því að barnið eða unglingurinn sé alltaf á netinu. Þau hafa spurt hvort eigi að setja reglur um einhverja X notkun á dag. Ég segi nei. Reynið frekar að fá barnið til að gera eitthvað annað, með þér; fara út að ganga eða gera eitthvað saman. En svo veit ég að það er til app sem er handhægt og sniðugt þar sem foreldri getur lokað fyrir tölvunotkun á heimilinu í ákveðinn tíma. Og það er gott og blessað. En það verður að gerast í sátt við barnið. Samtalið þarf að hafa átt sér stað. Reglur eru fínar en þær virka ekki einar og sér. Svo eru börn auðvitað ólík. Ein af stærstu áskorununum í mínu lífi var að eignast tvíbura, sem eru fæddar með mínútu millibili, og eru eins ólíkar og hægt er. Eins og dagur og nótt. Ég sem félagsfræðingur sem stúdera áhrif umhverfis á okkur og hegðun okkar og líðan – þar lærði ég í eitt skipti fyrir öll hvað genetísk áhrif skipta miklu máli,“ segir Inga Dóra og hlær.Hverfið skiptir mestu Inga Dóra segir rannsóknir sýna að samfélag og hverfi til að mynda hafi áhrif umfram aðstæður heima fyrir. „Þannig að í skólum þar sem net foreldra er þétt gengur öllum börnunum betur, óháð því hvort barnið eigi foreldra í þessu neti eða ekki. Við sjáum að það eru minni líkur á að það neyti vímuefna, svo dæmi sé tekið. Íþróttaiðkun dregur úr líkum á þunglyndi hjá öllum, en hefur meiri áhrif meðal þeirra ungmenna sem búa við erfiðar aðstæður. Það segir manni að það er hægt að koma inn og ná til þeirra krakka sem búa við erfiðar aðstæður eða líður ekki vel, með umhverfisþáttum. Við höfum líka séð að í hverfum, þar sem fjölskylduátök eru mikil, eru öll börn líklegri til að vera í sjálfsvígshættu, óháð því hvort fjölskylduátök eigi sér stað heima hjá þeim eða ekki. Klisjan um að það þurfi þorp til að ala upp barn, hún á nefnilega við.“ Hún rifjar upp að þegar farið var af stað í átak gegn vímuefnaneyslu fyrir mörgum árum voru settar útivistarreglur sem giltu fyrir alla krakka alls staðar. „Þetta er enn á ísskápnum heima hjá mér. Þetta eina, litla atriði hafði veruleg áhrif í þessu forvarnarstarfi. Með sama hætti gætum við búið til fleiri sáttmála, þannig að hvert og eitt heimili þurfi ekki að setja reglur fyrir sig. Kannski gætum við sagt að það að vera heima þýðir að þú ert ekki í tölvunni, því ef þú ert bara á netinu þá ertu ekki heima, þú ert í rauninni annars staðar. Foreldrar geta líka verið góðar fyrirmyndir í því og lagt sjálfir símann frá sér,“ segir Inga Dóra og hlær.cSmáragötubörnin Inga Dóra er gift Símoni Sigvaldasyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau eiga saman þrjár dætur og einn son – sem reyndar kom ekki til þeirra fyrr en í nóvember síðastliðnum. Hann flúði frá Kúrdistan, með viðkomu í átta löndum – Ísland er það níunda. Lífið er litríkt á heimili þeirra hjóna á Smáragötu í Reykjavík og Inga Dóra segir að um sé að ræða eins konar félagsmiðstöð. Raunar segir hún að það sé lágmark fyrir öll börn að eiga að minnsta kosti tvær mæður og er náin vinum barna sinna. Hún segir marga líta á Smáragötuna sem sitt annað heimili og finnst gott af því að vita. „En Danyal er eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur. Hann er yndislegur. Eins og mamma hefði sagt, þessum dreng er ekki fisjað saman. Hann hefur gengið í gegnum ótrúlega erfiða hluti, en tekst á við lífið með svo fallegum hætti. Doktorinn í mér fylgist auðvitað vel með honum, venjum, svefni og samskiptum – og hann er algjörlega einstakur. Hann er „survivor“. Hann er sautján ára gamall. Við erum að veita honum skjól og stuðning og okkur þykir rosalega vænt um hann, eins og börnin okkar, en hann á auðvitað blóðfjölskyldu og það besta væri ef þau næðu saman aftur einhvern tíma. En það er alltaf gott að eiga eina aukamömmu. Öll börn ættu að eiga að minnsta kosti tvær,“ segir hún hlæjandi.Ein vika í einu „Við tökum bara einn dag í einu og eina viku í einu og þetta gengur vel. Honum virðist líða ágætlega. Hann er eina barnið mitt sem segir mér reglulega: „I’m so happy“. En svo er hann auðvitað bara eins og við öll hin; á sína daga þar sem hann er lítill í sér, líður ekki vel og saknar fjölskyldu sinnar í Kúrdistan. En í síðustu viku byrjaði hann í Tækniskólanum að læra íslensku og það gengur vel. Ég vil honum bara allt það besta og ég er svo glöð að hann hafi sóst eftir betra lífi, með því að koma alla þessa leið. Ég held að við myndum öll reyna það í hans sporum.“ Inga Dóra verður ögn alvarlegri þegar hún ræðir um mál innflytjenda og flóttamanna á Íslandi. „Við eigum öll að taka vel á móti þeim. Það er ekkert sem segir að fjölmenningarsamfélag geti ekki verið jafn gott og önnur samfélög. Það er á okkar ábyrgð að koma þeim inn í samfélagið, veita þeim það sama og allt mannfólk þarf og mér verður svo tíðrætt um, stuðning, traust og tilgang. Við verðum að læra af mistökum annarra landa í þessum efnum og gera betur. Það er á okkar ábyrgð hvernig kynslóðir innflytjenda munu hafa það á næstu árum og áratugum.“Plastbarkamálið tafðiIngu Dóru er ekki fisjað saman, frekar en syni hennar Danyal. Nú rétt fyrir jól fékk hún þriðju stöðu sína sem rannsóknarprófessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, en sú staða bætist við stöðu hennar við Háskólann í Reykjavík og Columbia-háskóla í New York. Ferlið var langt og strangt, til þess að fá loksins stöðuna við Karolinska. „Þetta er sambærileg staða og Paulo Macchiarini, sem var viðriðinn plastbarkamálið svokallaða [innsk. blm. Þegar Macchiarini græddi plastbarka í Erítreumaninn Andemariam Beyene sem var búsettur á Íslandi. Hann dó tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina vegna þess að plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi. Talið er að margar af helstu reglum læknisfræðinnar hafi verið brotnar í málinu.] hafði við skólann, þannig að þeir fara mjög ítarlega yfir feril þeirra sem þeir fá inn til sín þessi dægrin. Ég var alltaf alveg að fá stöðuna, en svo tafðist það alltaf út af einhverju. Þegar ég loksins fékk bréfið og staðfestingu á stöðunni nú fyrir jól sagði maðurinn minn að hann gæti ekki skálað við mig enn einu sinni út af þessu,“ segir Inga Dóra og skellir uppúr. Frá New York til Stokkhólms En er ekki nóg að hafa stöðu í New York og í Reykjavík, af hverju bættirðu Svíþjóð við? „Ég er þannig manneskja að ég nærist á umhverfi mínu. Ég gat til dæmis ekki verið á Íslandi í hruninu því að ég þrífst svo illa í neikvæðni. Þá færði ég mig til New York. Ég elska borgina og ver þar miklum tíma. En það má eiginlega segja að þegar Trump fór í sína kosningabaráttu, og vann síðan kosningarnar, þá hafi ákvörðunin verið tekin fyrir mig.“ Plastbarkamálið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor er þekkt fyrir að vera í fremstu röð fræðimanna á Íslandi – og segist frá barnsaldri hafa verið félagsfræðingurinn í hópnum, meira að segja sem unglingur – pönkari á Hlemmi. Inga Dóra hefur rannsakað líðan ungmenna um árabil, en undanfarið hefur hún unnið að rannsókn þar sem sést að æ algengara hefur orðið að ungar, íslenskar stúlkur skaði sig sjálfar.Alltaf langað að skilja ,,Ég hef sennilega alltaf verið félagsfræðingurinn í hópnum. Ég hef alltaf leitast við að skilja hegðun og líðan fólks. Frá því að ég var unglingur, pönkari, sem hékk á Hlemmi. Ég var aldrei í neyslu þó margir hafi verið það sem ég umgekkst, en ég hafði mikinn áhuga á öllu fólki. Ég vildi skilja það,“ segir Inga Dóra. „Það sem er svo athyglisvert við starf mitt er hvað heimurinn er breytilegur. Maður leysir aldrei neitt í eitt skipti fyrir öll því það er alltaf eitthvað nýtt að skilja.” Rithöfundurinn Paulo Coelho sagði eitt sinn að þegar hann hélt að hann hefði öll svörin, hefðu spurningarnar breyst. Inga Dóra stendur frammi fyrir svipuðum áskorunum um þessar mundir. Nýjasta rannsókn hennar og teymisins sem hún leiðir sýnir að aukinn kvíði unglingsstúlkna, sem mikið hefur verið fjallað um, tengist mikilli notkun samfélagsmiðla. Við frekari greiningu hefur komið í ljós að stúlkur sem hafa áhyggjur af líkama sínum og útliti eru miklu viðkvæmari fyrir þessum áhrifum samfélagsmiðla. Með öðrum orðum, magni neikvæð líkamsímynd áhrif samfélagsmiðla á kvíða.Stelpur eru að skaða sig „Við vitum að mikill kvíði og mikið þunglyndi hefur aukist meðal ungmenna, sérstaklega stúlkna. Það sem er svo sláandi við nýjustu niðurstöðurnar eru að það hefur samhliða þessari þróun orðið algjört stökk í tíðni sjálfsskaða meðal unglingsstúlkna.“ Rannsóknir Rannsókna og greininga, sem Inga Dóra fer fyrir, hafa verið grunnur að einstökum árangri Íslendinga í að minnka vímuefnanotkun barna og unglinga síðustu áratugi. Nú vinnur hún að enn viðameira verkefni sem heitir Lifecourse og miðar í stuttu máli að því að skilja betur hvað hefur áhrif á líðan og hegðun ungmenna. Rannsóknin er unnin fyrir 2 milljóna evra styrk frá evrópskum sjóði og Inga Dóra hlakkar til að takast á við nýjar, flóknar og erfiðar áskoranir. „Breytingin sem við erum að sjá núna á undanförnum árum er að þessi vanlíðan, kvíði og þunglyndi, er að magnast hjá þeim hópi sem hafði það verst áður og sá hópur sem er verst settur er að verða töluvert stærri. Það er að segja, meðaltalið hefur ekki breyst en sá hópur sem er kvíðnastur og þunglyndastur er orðinn miklu stærri en hann var. Ég vildi að ég gæti sagt bara – hættum á Facebook, það er málið. En þetta er ekki svo einfalt og við erum ennþá að leitast við að skilja þetta alveg.“Samfélagsmiðlar ýkja viðbrögð Inga Dóra segir að það hafi aldrei almennilega tekist að útskýra hvað veldur því að stelpur séu berskjaldaðri fyrir kvíða og þunglyndi, og með lægra sjálfsmat. „Það sem við sjáum samt er að stelpur eru viðkvæmari fyrir félagslegu tengslunum sínum. Við sjáum að neikvæðir viðburðir eru ekkert endilega meiri eða fleiri í lífi stúlkna en stráka, en hafa öðruvísi áhrif. Stelpur virðast viðkvæmari fyrir því til dæmis að verða viðskila við vin eða vinkonu. Samfélagsmiðlarnir magna þetta, sem hefur sannanlega alltaf verið til staðar, svolítið upp. Við vitum að stelpur, og konur, eru viðkvæmari í þessum efnum, sem ætti engum að koma á óvart því að í gegnum árþúsundin eru það konur sem hafa haldið hlutunum saman þegar kemur að tengslum í fjölskyldum og í samfélaginu. Við erum ekkert annað en umhverfið okkar yfir árhundruðin – því genin okkar taka inn umhverfið smám saman. Samfélagsmiðlarnir ýkja þannig hluti sem voru þegar til staðar. Það að kalla eftir og fá viðbrögð er miklu einfaldara og heimurinn er hérna fyrir framan okkur, svo nálægt. Þú þarft ekki að framkalla myndir eða bíða eftir að einhver svari svo dögum skiptir. Lækin koma um leið.“Þurfum öll að taka okkur í gegn Inga Dóra segir heiminn skemmtilegri fyrir vikið, þ.e.a.s. að hann breytist í sífellu. „En svo eru ákveðin grunnatriði sem eru alltaf þau sömu. Við þurfum að ala upp börnin okkar, gefa þeim tíma og þurfum að tengja við þau – helst áður en þau komast á unglingsaldur, þó það sé aldrei of seint að mynda tengingar. Fyrstu árin er það sá sem annast þig sem hefur mestu áhrifin á þig. Eftir því sem barnið eldist og verður unglingur, því meiri áhrif fer jafningjahópurinn og samfélagið að hafa á þig. Og við þurfum sjálfsagt öll að taka okkur í gegn þarna. Allir þurfa nefnilega stuðning, traust og að hafa tilgang. Þannig líður mannfólkinu best.”En hverskonar samfélag er það þar sem stór hluti ungs fólks hefur allavega hugsað um, eða hreinlega ákveðið, að skaða sjálft sig? „Það er spurning sem við erum að takast á við núna. Það að skaða sjálfan sig er að slökkva innri vanlíðan með líkamlegri þjáningu. Það er margt sem gæti spilað inn í. Það er til dæmis miklu auðveldara en áður að sækja sér hreinlega leiðbeiningar um sjálfsskaða – en það breytir því ekki að það er eitthvert tómarúm sem þú ert að fylla ef þú situr fyrir framan netið og ert að leita þær upplýsingar uppi. Þarna komum við enn og aftur að mikilvægi skipulags, til dæmis íþrótta- og tómstundastarfs, því við þurfum öll að hafa eitthvað við að vera og finna hlutverk. Einhver þarf að vera til staðar sem þykir vænt um mann og manni finnst maður geta leitað til. Svo er það líka þannig að ungmenni eru ekkert alltaf að leggja á ráðin um að gera eitthvað. Hlutirnir gerast bara stundum. En ef eitthvað kemur upp á, ef einhverjum líður illa, er svo mikilvægt að vita hvernig maður á að bregðast við og hvert maður getur leitað,“ útskýrir Inga Dóra.Snúum þessu við „Nú er mitt meginviðfangsefni, og það sem við erum að vinna í, að finna út hvernig við getum dregið úr eða minnkað líkur á þessari vanlíðan ungmenna og hvernig við getum snúið þessari þróun hjá ungu stelpunum við. Nýja Lifecourse-rannsóknin miðar að því að skoða betur hvernig líffræðilegu þættirnir og umhverfið tvinnast saman til að útskýra þessa hegðun og líðan.“Hvað geta foreldrar gert til að gera börnunum sínum lífið auðveldara? „Ég er frekar lítil reglukona. Við vitum úr rannsóknum okkar að það eru ákveðnir grunnþættir sem skipta verulegu máli í fjölskyldum; það er stuðningurinn, magn þess tíma sem foreldrar og börn verja saman og jákvætt eftirlit. Það er ekki það sama og reglur. Jákvætt eftirlit er fólgið í því að þekkja vini barna þinna, vita hvar þau eru á kvöldin, hvað þau eru að gera. Svo gildir það sama og í öllum öðrum samskiptum – allt byggist á trausti og stuðningi. Ef þú setur börnunum reglur þá geta þær virkað öfugt. Þetta á ekki síst við um íslenska krakka, því það er eitthvað í þjóðarvitund okkar sem gerir það að verkum að við erum einhvern veginn ekki tilbúin að fylgja reglum nema þær séu skynsamlegar, og okkur sé sýnt ákveðið traust.“Reglur virka ekki einar og sér „Ég hef t.d. fengið foreldra barna til mín sem kvarta yfir því að barnið eða unglingurinn sé alltaf á netinu. Þau hafa spurt hvort eigi að setja reglur um einhverja X notkun á dag. Ég segi nei. Reynið frekar að fá barnið til að gera eitthvað annað, með þér; fara út að ganga eða gera eitthvað saman. En svo veit ég að það er til app sem er handhægt og sniðugt þar sem foreldri getur lokað fyrir tölvunotkun á heimilinu í ákveðinn tíma. Og það er gott og blessað. En það verður að gerast í sátt við barnið. Samtalið þarf að hafa átt sér stað. Reglur eru fínar en þær virka ekki einar og sér. Svo eru börn auðvitað ólík. Ein af stærstu áskorununum í mínu lífi var að eignast tvíbura, sem eru fæddar með mínútu millibili, og eru eins ólíkar og hægt er. Eins og dagur og nótt. Ég sem félagsfræðingur sem stúdera áhrif umhverfis á okkur og hegðun okkar og líðan – þar lærði ég í eitt skipti fyrir öll hvað genetísk áhrif skipta miklu máli,“ segir Inga Dóra og hlær.Hverfið skiptir mestu Inga Dóra segir rannsóknir sýna að samfélag og hverfi til að mynda hafi áhrif umfram aðstæður heima fyrir. „Þannig að í skólum þar sem net foreldra er þétt gengur öllum börnunum betur, óháð því hvort barnið eigi foreldra í þessu neti eða ekki. Við sjáum að það eru minni líkur á að það neyti vímuefna, svo dæmi sé tekið. Íþróttaiðkun dregur úr líkum á þunglyndi hjá öllum, en hefur meiri áhrif meðal þeirra ungmenna sem búa við erfiðar aðstæður. Það segir manni að það er hægt að koma inn og ná til þeirra krakka sem búa við erfiðar aðstæður eða líður ekki vel, með umhverfisþáttum. Við höfum líka séð að í hverfum, þar sem fjölskylduátök eru mikil, eru öll börn líklegri til að vera í sjálfsvígshættu, óháð því hvort fjölskylduátök eigi sér stað heima hjá þeim eða ekki. Klisjan um að það þurfi þorp til að ala upp barn, hún á nefnilega við.“ Hún rifjar upp að þegar farið var af stað í átak gegn vímuefnaneyslu fyrir mörgum árum voru settar útivistarreglur sem giltu fyrir alla krakka alls staðar. „Þetta er enn á ísskápnum heima hjá mér. Þetta eina, litla atriði hafði veruleg áhrif í þessu forvarnarstarfi. Með sama hætti gætum við búið til fleiri sáttmála, þannig að hvert og eitt heimili þurfi ekki að setja reglur fyrir sig. Kannski gætum við sagt að það að vera heima þýðir að þú ert ekki í tölvunni, því ef þú ert bara á netinu þá ertu ekki heima, þú ert í rauninni annars staðar. Foreldrar geta líka verið góðar fyrirmyndir í því og lagt sjálfir símann frá sér,“ segir Inga Dóra og hlær.cSmáragötubörnin Inga Dóra er gift Símoni Sigvaldasyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau eiga saman þrjár dætur og einn son – sem reyndar kom ekki til þeirra fyrr en í nóvember síðastliðnum. Hann flúði frá Kúrdistan, með viðkomu í átta löndum – Ísland er það níunda. Lífið er litríkt á heimili þeirra hjóna á Smáragötu í Reykjavík og Inga Dóra segir að um sé að ræða eins konar félagsmiðstöð. Raunar segir hún að það sé lágmark fyrir öll börn að eiga að minnsta kosti tvær mæður og er náin vinum barna sinna. Hún segir marga líta á Smáragötuna sem sitt annað heimili og finnst gott af því að vita. „En Danyal er eins og hann hafi alltaf verið hjá okkur. Hann er yndislegur. Eins og mamma hefði sagt, þessum dreng er ekki fisjað saman. Hann hefur gengið í gegnum ótrúlega erfiða hluti, en tekst á við lífið með svo fallegum hætti. Doktorinn í mér fylgist auðvitað vel með honum, venjum, svefni og samskiptum – og hann er algjörlega einstakur. Hann er „survivor“. Hann er sautján ára gamall. Við erum að veita honum skjól og stuðning og okkur þykir rosalega vænt um hann, eins og börnin okkar, en hann á auðvitað blóðfjölskyldu og það besta væri ef þau næðu saman aftur einhvern tíma. En það er alltaf gott að eiga eina aukamömmu. Öll börn ættu að eiga að minnsta kosti tvær,“ segir hún hlæjandi.Ein vika í einu „Við tökum bara einn dag í einu og eina viku í einu og þetta gengur vel. Honum virðist líða ágætlega. Hann er eina barnið mitt sem segir mér reglulega: „I’m so happy“. En svo er hann auðvitað bara eins og við öll hin; á sína daga þar sem hann er lítill í sér, líður ekki vel og saknar fjölskyldu sinnar í Kúrdistan. En í síðustu viku byrjaði hann í Tækniskólanum að læra íslensku og það gengur vel. Ég vil honum bara allt það besta og ég er svo glöð að hann hafi sóst eftir betra lífi, með því að koma alla þessa leið. Ég held að við myndum öll reyna það í hans sporum.“ Inga Dóra verður ögn alvarlegri þegar hún ræðir um mál innflytjenda og flóttamanna á Íslandi. „Við eigum öll að taka vel á móti þeim. Það er ekkert sem segir að fjölmenningarsamfélag geti ekki verið jafn gott og önnur samfélög. Það er á okkar ábyrgð að koma þeim inn í samfélagið, veita þeim það sama og allt mannfólk þarf og mér verður svo tíðrætt um, stuðning, traust og tilgang. Við verðum að læra af mistökum annarra landa í þessum efnum og gera betur. Það er á okkar ábyrgð hvernig kynslóðir innflytjenda munu hafa það á næstu árum og áratugum.“Plastbarkamálið tafðiIngu Dóru er ekki fisjað saman, frekar en syni hennar Danyal. Nú rétt fyrir jól fékk hún þriðju stöðu sína sem rannsóknarprófessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, en sú staða bætist við stöðu hennar við Háskólann í Reykjavík og Columbia-háskóla í New York. Ferlið var langt og strangt, til þess að fá loksins stöðuna við Karolinska. „Þetta er sambærileg staða og Paulo Macchiarini, sem var viðriðinn plastbarkamálið svokallaða [innsk. blm. Þegar Macchiarini græddi plastbarka í Erítreumaninn Andemariam Beyene sem var búsettur á Íslandi. Hann dó tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina vegna þess að plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi. Talið er að margar af helstu reglum læknisfræðinnar hafi verið brotnar í málinu.] hafði við skólann, þannig að þeir fara mjög ítarlega yfir feril þeirra sem þeir fá inn til sín þessi dægrin. Ég var alltaf alveg að fá stöðuna, en svo tafðist það alltaf út af einhverju. Þegar ég loksins fékk bréfið og staðfestingu á stöðunni nú fyrir jól sagði maðurinn minn að hann gæti ekki skálað við mig enn einu sinni út af þessu,“ segir Inga Dóra og skellir uppúr. Frá New York til Stokkhólms En er ekki nóg að hafa stöðu í New York og í Reykjavík, af hverju bættirðu Svíþjóð við? „Ég er þannig manneskja að ég nærist á umhverfi mínu. Ég gat til dæmis ekki verið á Íslandi í hruninu því að ég þrífst svo illa í neikvæðni. Þá færði ég mig til New York. Ég elska borgina og ver þar miklum tíma. En það má eiginlega segja að þegar Trump fór í sína kosningabaráttu, og vann síðan kosningarnar, þá hafi ákvörðunin verið tekin fyrir mig.“
Plastbarkamálið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira