Opið bréf til þingmanna Guðjón Jensson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun