Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 19:21 Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59