Framlag Farfugla Dóra Magnúsdóttir skrifar 19. janúar 2017 07:00 Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar