Sextán afrek sem gera árið 2016 að besta íþróttaári Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2016 08:00 27. júní 2016. Íslendingar muna örugglega aldrei gleyma stundinni þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, bað um hljóð í horninu á Allianz Riviera leikvanginum í Nice og í framhaldinu náði íslenska húh-ið athygli alls heimsins. Íslenska landsliðið var nýbúið að senda enska landsliðið skömmustulega heim af EM aðeins fimm dögum eftir að liðið endaði Evrópudrauma Austurríkismanna í ótrúlega spennandi leik á Stade de France. Íslenska fótboltaævintýrið var eitt af stærstu fréttunum í fótboltaheiminum á árinu. Íslenska þjóðin hefur sjaldan verið stoltari en þetta júníkvöld en frábær árangur karlalandsliðsins var langt frá því að vera eina íþróttaafrek þessarar 330 þúsund manna þjóðar norður í Atlantshafi. Verðlaun á Evrópumóti í sundi, sæti í úrslitasundum á Ólympíuleikum í Ríó og sæti í úrslitum á EM í frjálsum. Tvö landslið tryggðu sér sæti á EM á næsta ári og árið 2017 verður einnig risaár fyrir íslenska golfið þar sem Ísland mun eiga fullgildan meðlim á tveimur stærstu atvinnumótaröðunum í kvennagolfinu. Það voru fleiri dæmi um að íslensk landslið sýndu styrk sinn í baráttu við þá bestu. Fimleikalandslið kvenna varð Norðurlandameistari í áhaldafimleikum, Ísland kom með þrenn verðlaun heim af Evrópumótinu í hópfimleikum og handboltalandsliðið komst inn á enn eitt stórmótið. Það sem er svo spennandi við íþróttamennina sem sköruðu fram úr á árinu er að svo margir þeirra eru bara rétt að byrja. Bæði hlauparinn Aníta Hinriksdóttir og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir eru þrátt fyrir mikla reynslu aðeins nýskriðnar yfir tvítugt og það eru miklu fleiri dæmi um ungt afreksfólk sem á framtíðina fyrir sér og hefur sett markið hátt.Kátir krakkar á EM í Frakklandi.vísir/gettyÞá eru ótaldir íslensku þjálfararnir sem eru að gera það gott, ekki síst í handboltanum þar sem íslenskir þjálfarar unnu samtals fimm verðlaun á stórmótum ársins 2016. Allt íþróttaárið 2016 var íslenska íþróttafólkið að vinna afrek sem höfðu ekki unnist áður og hefði jafnvel verið óhugsandi fyrir aðeins nokkrum árum. Íslenska íþróttasögubókin stækkaði því um marga kafla á árinu. Ísland fær vissulega tækifæri til að endurskrifa söguna á nýju ári. Karlalandsliðið í fótbolta getur tryggt sig inn á HM í fyrsta sinn, kvennalandsliðið í fótbolta mætir á sitt þriðja Evrópumót í röð með stór markmið og karlalandsliðið í körfubolta bíður eftir fyrsta sigri sínum í úrslitakeppni EM en liðið verður með á Eurobasket í Finnlandi í september. Það eru líka sóknarfæri í öðrum íþróttagreinum enda hljóta allir íslenskir íþróttamenn að fá aukna trú og aukinn kraft við að fylgjast með löndum sínum slá í gegn. Hér á síðunni eru taldar upp sextán ástæður fyrir því af hverju árið 2016 er besta íþróttaár Íslendinga til þessa. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi því í heimi íþróttanna er litla Ísland engin smáþjóð. Metnaður og kröfur þjóðarinnar minnkuðu ekkert við magnaðan árangur ársins 2016. Íslenska íþróttafólkið fær vonandi enn fleiri tækifæri á árinu 2017 til að sýna sig og sanna í keppni við þá bestu. Ísland verður strax aftur í sviðsljósinu í fyrsta mánuði nýs árs þegar karlalandsliðið í handbolta tekur þátt á HM í handbolta í Frakklandi.Aron Einar Gunnarsson fagnar sigri á Englandi í Hreiðrinu í Nice.vísir/getty1 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sendi stórstjörnulið Englands heims af EM og komst í átta liða úrslit á EM í fótbolta. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik og skoraði í öllum fimm leikjum sínum átta mörk sem er meira en 19 af hinum 23 liðum mótsins.2 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sinn riðil í undankeppninni í fyrsta sinn og var með fullt hús og hreint mark þegar liðið tryggði sér sæti á þriðja Evrópumótinu í röð.3 Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM í sundi í 50 metra laug fyrst íslenskra sundkvenna. Hún fékk silfur í 50 og 100 metra bringu og svo brons í 200 metra bringu.4 Ísland átti í fyrsta sinn konu í úrslitum í sundi á Ólympíuleikum og það tvær á sömu leikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir komst fyrst í úrslit í 100 metra bringu þar sem hún varð sjötta en Íslandsmet kom Eygló Ósk Gústafsdóttur í úrslitin í 200 metra baksundi.5 Ísland átti tvær konur í úrslitum á EM í frjálsum. Aníta Hinriksdóttir varð áttunda í 800 metra hlaupi en Ásdís Hjálmsdóttir í áttunda sæti í spjótkasti. Aníta komst í úrslit á tveimur stórmótum á árinu því hún varð fimmta á HM innanhúss í mars6 Íslenska karlalandsliðið í körfubolta komast aftur í hóp bestu liða Evrópu þegar liðið vann 4 af 6 leikjum í undankeppninni og tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM.7 Þrjár íslenskar sundkonur settu Íslandsmet á HM 25 eða þær Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Hrafnhildur og Bryndís fóru báðar í undanúrslit.8 Íslensku handbolta- og körfuboltalandsliðin unnu alla sjö keppnisleiki sína í Laugardalshöllinni á árinu.9 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu sem er nýtt íslenskt met. Gylfi átti einnig sex stoðsendingar og kom því að tuttugu mörkum á árinu í vinsælustu deild heimsins fyrstur Íslendinga.10 Íslenskir handboltaþjálfarar unnu þrjú stórmótagull og alls fimm verðlaun á stórmótum ársins. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum karla í fyrsta skiptið og þeir Dagur Sigurðsson (karlalið Þýskalands) og Þórir Hergeirsson (kvennalið Noregs) hjálpuðu sínum liðum að vinna EM-gull og Ólympíubrons.11 Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður Meistaradeildarhelgarinnar og hann var líka orðaður við öll helstu stórlið heimsins í lok ársins.12 Áhaldalandslið kvenna náði þeim tímamótaárangri að sigra í liðakeppni á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum í fyrsta skipti. Á Evrópumótinu í hópfimleikum í Slóveníu kom Ísland heim með fern verðlaun (1 gull, 1 silfur og 2 brons).Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland vann eftirminnilegan sigur á Ungverjalandi í Höllinni.vísir/ernir13 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann Ungverjaland í undankeppni EM í febrúar. Þetta var fyrsti sigur kvennalandsliðsins í keppnisleik á móti þjóð sem var með á síðasta stórmóti á undan.14 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem vinnur sér þátttökurétt á LPGA þegar hún náði öðru sætinu á lokaúrtökumótinu.15 Valdís Þóra Jónsdóttir náði bestum árangri íslensk kylfings á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina þegar hún varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu og tryggði sig inn á LET á næsta ári.16 Ísland eignaðist heimsmeistara í kraftlyftingum bæði í karla- og kvennaflokki. Júlían J. K. Jóhannsson varð heimsmeistari í réttstöðulyftu á HM í nóvember og Fanney Hauksdóttir varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu í maí. ... og við gætum haldið áfram. Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
27. júní 2016. Íslendingar muna örugglega aldrei gleyma stundinni þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, bað um hljóð í horninu á Allianz Riviera leikvanginum í Nice og í framhaldinu náði íslenska húh-ið athygli alls heimsins. Íslenska landsliðið var nýbúið að senda enska landsliðið skömmustulega heim af EM aðeins fimm dögum eftir að liðið endaði Evrópudrauma Austurríkismanna í ótrúlega spennandi leik á Stade de France. Íslenska fótboltaævintýrið var eitt af stærstu fréttunum í fótboltaheiminum á árinu. Íslenska þjóðin hefur sjaldan verið stoltari en þetta júníkvöld en frábær árangur karlalandsliðsins var langt frá því að vera eina íþróttaafrek þessarar 330 þúsund manna þjóðar norður í Atlantshafi. Verðlaun á Evrópumóti í sundi, sæti í úrslitasundum á Ólympíuleikum í Ríó og sæti í úrslitum á EM í frjálsum. Tvö landslið tryggðu sér sæti á EM á næsta ári og árið 2017 verður einnig risaár fyrir íslenska golfið þar sem Ísland mun eiga fullgildan meðlim á tveimur stærstu atvinnumótaröðunum í kvennagolfinu. Það voru fleiri dæmi um að íslensk landslið sýndu styrk sinn í baráttu við þá bestu. Fimleikalandslið kvenna varð Norðurlandameistari í áhaldafimleikum, Ísland kom með þrenn verðlaun heim af Evrópumótinu í hópfimleikum og handboltalandsliðið komst inn á enn eitt stórmótið. Það sem er svo spennandi við íþróttamennina sem sköruðu fram úr á árinu er að svo margir þeirra eru bara rétt að byrja. Bæði hlauparinn Aníta Hinriksdóttir og sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir eru þrátt fyrir mikla reynslu aðeins nýskriðnar yfir tvítugt og það eru miklu fleiri dæmi um ungt afreksfólk sem á framtíðina fyrir sér og hefur sett markið hátt.Kátir krakkar á EM í Frakklandi.vísir/gettyÞá eru ótaldir íslensku þjálfararnir sem eru að gera það gott, ekki síst í handboltanum þar sem íslenskir þjálfarar unnu samtals fimm verðlaun á stórmótum ársins 2016. Allt íþróttaárið 2016 var íslenska íþróttafólkið að vinna afrek sem höfðu ekki unnist áður og hefði jafnvel verið óhugsandi fyrir aðeins nokkrum árum. Íslenska íþróttasögubókin stækkaði því um marga kafla á árinu. Ísland fær vissulega tækifæri til að endurskrifa söguna á nýju ári. Karlalandsliðið í fótbolta getur tryggt sig inn á HM í fyrsta sinn, kvennalandsliðið í fótbolta mætir á sitt þriðja Evrópumót í röð með stór markmið og karlalandsliðið í körfubolta bíður eftir fyrsta sigri sínum í úrslitakeppni EM en liðið verður með á Eurobasket í Finnlandi í september. Það eru líka sóknarfæri í öðrum íþróttagreinum enda hljóta allir íslenskir íþróttamenn að fá aukna trú og aukinn kraft við að fylgjast með löndum sínum slá í gegn. Hér á síðunni eru taldar upp sextán ástæður fyrir því af hverju árið 2016 er besta íþróttaár Íslendinga til þessa. Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi því í heimi íþróttanna er litla Ísland engin smáþjóð. Metnaður og kröfur þjóðarinnar minnkuðu ekkert við magnaðan árangur ársins 2016. Íslenska íþróttafólkið fær vonandi enn fleiri tækifæri á árinu 2017 til að sýna sig og sanna í keppni við þá bestu. Ísland verður strax aftur í sviðsljósinu í fyrsta mánuði nýs árs þegar karlalandsliðið í handbolta tekur þátt á HM í handbolta í Frakklandi.Aron Einar Gunnarsson fagnar sigri á Englandi í Hreiðrinu í Nice.vísir/getty1 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sendi stórstjörnulið Englands heims af EM og komst í átta liða úrslit á EM í fótbolta. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik og skoraði í öllum fimm leikjum sínum átta mörk sem er meira en 19 af hinum 23 liðum mótsins.2 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sinn riðil í undankeppninni í fyrsta sinn og var með fullt hús og hreint mark þegar liðið tryggði sér sæti á þriðja Evrópumótinu í röð.3 Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM í sundi í 50 metra laug fyrst íslenskra sundkvenna. Hún fékk silfur í 50 og 100 metra bringu og svo brons í 200 metra bringu.4 Ísland átti í fyrsta sinn konu í úrslitum í sundi á Ólympíuleikum og það tvær á sömu leikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir komst fyrst í úrslit í 100 metra bringu þar sem hún varð sjötta en Íslandsmet kom Eygló Ósk Gústafsdóttur í úrslitin í 200 metra baksundi.5 Ísland átti tvær konur í úrslitum á EM í frjálsum. Aníta Hinriksdóttir varð áttunda í 800 metra hlaupi en Ásdís Hjálmsdóttir í áttunda sæti í spjótkasti. Aníta komst í úrslit á tveimur stórmótum á árinu því hún varð fimmta á HM innanhúss í mars6 Íslenska karlalandsliðið í körfubolta komast aftur í hóp bestu liða Evrópu þegar liðið vann 4 af 6 leikjum í undankeppninni og tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM.7 Þrjár íslenskar sundkonur settu Íslandsmet á HM 25 eða þær Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Hrafnhildur og Bryndís fóru báðar í undanúrslit.8 Íslensku handbolta- og körfuboltalandsliðin unnu alla sjö keppnisleiki sína í Laugardalshöllinni á árinu.9 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu sem er nýtt íslenskt met. Gylfi átti einnig sex stoðsendingar og kom því að tuttugu mörkum á árinu í vinsælustu deild heimsins fyrstur Íslendinga.10 Íslenskir handboltaþjálfarar unnu þrjú stórmótagull og alls fimm verðlaun á stórmótum ársins. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum karla í fyrsta skiptið og þeir Dagur Sigurðsson (karlalið Þýskalands) og Þórir Hergeirsson (kvennalið Noregs) hjálpuðu sínum liðum að vinna EM-gull og Ólympíubrons.11 Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður Meistaradeildarhelgarinnar og hann var líka orðaður við öll helstu stórlið heimsins í lok ársins.12 Áhaldalandslið kvenna náði þeim tímamótaárangri að sigra í liðakeppni á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum í fyrsta skipti. Á Evrópumótinu í hópfimleikum í Slóveníu kom Ísland heim með fern verðlaun (1 gull, 1 silfur og 2 brons).Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland vann eftirminnilegan sigur á Ungverjalandi í Höllinni.vísir/ernir13 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann Ungverjaland í undankeppni EM í febrúar. Þetta var fyrsti sigur kvennalandsliðsins í keppnisleik á móti þjóð sem var með á síðasta stórmóti á undan.14 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem vinnur sér þátttökurétt á LPGA þegar hún náði öðru sætinu á lokaúrtökumótinu.15 Valdís Þóra Jónsdóttir náði bestum árangri íslensk kylfings á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina þegar hún varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu og tryggði sig inn á LET á næsta ári.16 Ísland eignaðist heimsmeistara í kraftlyftingum bæði í karla- og kvennaflokki. Júlían J. K. Jóhannsson varð heimsmeistari í réttstöðulyftu á HM í nóvember og Fanney Hauksdóttir varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu í maí. ... og við gætum haldið áfram.
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira