Takk fyrir, borgarstjórn Ellert B. Schram skrifar 21. desember 2016 00:00 Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar