The Last Guardian: Hugljúft ævintýri sem geldur fyrir tæknilega galla Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2016 13:00 Trico og drengurinn nafnlausi. Mynd/Sony The Last Guardian er krefjandi, hugljúfur og fallegur leikur, sjónrænt séð. Hann ber þess hins vegar merki að hafa farið í gegnum vandræði á framleiðsluferlinu og að það hafi dregist verulega á langinn. Tæknilegir gallar draga úr þeirri upplifun sem leikurinn er. Leikurinn er gerður af Fumito Ueda, sem er hvað þekktastur fyrir leikina Ico og Shadow of the Colossus. Ungur drengur vaknar í myrkri dýflissu. Hann veit ekki hvernig hann komst þangað og er þakinn í húðflúrum sem hann veit ekki hvernig hann fékk. Með honum í dýflissunni er dýrið Trico sem er gríðarstór hálfur hundur, hálfur fugl og hálfur dreki. Trico særður og hefur verið tjóðraður fastur. Drengurinn þarf að vinna sér inn traust Trico, hlúa að honum og gefa honum að borða. Saman ferðast þeir svo í gegnum fornt virki þar sem þeir þurfa að vinna saman til að komast út.Samband Trico og drengsins er í raun hjarta Last Guardian. Eftir því sem á leikinn líður þróast samband þeirra áfram og hægt er að gefa Trico frekari skipanir. Trico er einstaklega vel skrifaður og lífleg persóna. Hann á það þó til að einfaldlega vilja ekki gera það sem hann þarf að gera. Til dæmis þarf drengurinn oft að príla upp á bakið á Trico og hoppa þaðan til þess að komast áfram í gegnum dýflissur virkisins. Hins vegar getur verið erfitt að fá Trico á þann stað sem hann þarf að vera á. Þannig geta hoppin reynst erfið. Einfaldlega sagt, þá er Trico krúttlegur en á köflum gjörsamlega óþolandi. Saga leiksins kemur í raun fram hægt og rólega, en af og til bregður röddu fyrir í leiknum sem hjálpar manni og veitir manni frekari upplýsingar. Þar er um að ræða rödd drengsins þar sem hann er að rifja upp ferðalag sitt og Trico. Litlar upplýsingar eru þó í boði um söguheiminn sjálfan.Drengurinn og Trico þurfa að vinna saman til að komast út úr virkinu stóra.Mynd/SonySjónrænt séð lítur TLG einstaklega vel út. Virkið sjálft og umhverfi leiksins eru mjög flott. Grafíkin er hins vegar ekkert upp á marga fiska og leikurinn lítur hálf partinn út eins og hann sé á PS3, eins og hann átti upprunalega að vera, og ekki á PS4. Þá getur stjórnun myndavélar leiksins verið einstaklega þreytandi og þá sérstaklega í þröngum rýmum og eru þau víða. Þá getur reynst erfitt að stýra drengnum og þá sérstaklega þegar sjónarhornið er að þvælast fyrir manni. Þar að auki, eins krúttlegur og skemmtilegur og Trico getur verið, þá er hann á köflum alveg óþolandi og maður verður oft pirraður á honum. Gátur og þrautir leiksins eru þó vel skipulagðar og reynast oft á tíðum krefjandi og það er gefandi að leysa þær. Þá er skringilegt að það sé hægt að nánast elska Trico. Þegar best er er TLG frábær leikur, en nokkrum mínútum seinna getur hann orðið hræðilegur og mér þykir ekki ólíklegt að fjarstýringar fái að fjúka í veggi. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Vinsælustu tölvuleikjastiklur Youtube árið 2016 Starfsmenn Youtube hafa nú unnið hörðum höndum af því að taka saman árið. 9. desember 2016 13:54 Watch Dogs 2: Skemmtigarður hipstersins Watch Dogs 2 bætir við forvera sinn á nánast öllum sviðum en sagan og persónur leiksins draga hann verulega niður. 23. nóvember 2016 08:45 Final Fantasy 15: Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Final Fantasy XV, eða "Bromance Simulator '16“ eins og einnig er hægt að kalla hann, er langt frá því að vera leiðinlegur. 15. desember 2016 08:45 GameTíví spilar: The Last Guardian Framleiðsla leiksins hófst árið 2007 og hafa margir beðið árum saman eftir útgáfu hans. 6. desember 2016 13:37 Dishonored 2: Blóðugar tilraunir og frumleiki borgar sig Dishonored 2 fer skrefinu lengra en forveri sinn og betrumbætir hann. 2. desember 2016 08:45 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
The Last Guardian er krefjandi, hugljúfur og fallegur leikur, sjónrænt séð. Hann ber þess hins vegar merki að hafa farið í gegnum vandræði á framleiðsluferlinu og að það hafi dregist verulega á langinn. Tæknilegir gallar draga úr þeirri upplifun sem leikurinn er. Leikurinn er gerður af Fumito Ueda, sem er hvað þekktastur fyrir leikina Ico og Shadow of the Colossus. Ungur drengur vaknar í myrkri dýflissu. Hann veit ekki hvernig hann komst þangað og er þakinn í húðflúrum sem hann veit ekki hvernig hann fékk. Með honum í dýflissunni er dýrið Trico sem er gríðarstór hálfur hundur, hálfur fugl og hálfur dreki. Trico særður og hefur verið tjóðraður fastur. Drengurinn þarf að vinna sér inn traust Trico, hlúa að honum og gefa honum að borða. Saman ferðast þeir svo í gegnum fornt virki þar sem þeir þurfa að vinna saman til að komast út.Samband Trico og drengsins er í raun hjarta Last Guardian. Eftir því sem á leikinn líður þróast samband þeirra áfram og hægt er að gefa Trico frekari skipanir. Trico er einstaklega vel skrifaður og lífleg persóna. Hann á það þó til að einfaldlega vilja ekki gera það sem hann þarf að gera. Til dæmis þarf drengurinn oft að príla upp á bakið á Trico og hoppa þaðan til þess að komast áfram í gegnum dýflissur virkisins. Hins vegar getur verið erfitt að fá Trico á þann stað sem hann þarf að vera á. Þannig geta hoppin reynst erfið. Einfaldlega sagt, þá er Trico krúttlegur en á köflum gjörsamlega óþolandi. Saga leiksins kemur í raun fram hægt og rólega, en af og til bregður röddu fyrir í leiknum sem hjálpar manni og veitir manni frekari upplýsingar. Þar er um að ræða rödd drengsins þar sem hann er að rifja upp ferðalag sitt og Trico. Litlar upplýsingar eru þó í boði um söguheiminn sjálfan.Drengurinn og Trico þurfa að vinna saman til að komast út úr virkinu stóra.Mynd/SonySjónrænt séð lítur TLG einstaklega vel út. Virkið sjálft og umhverfi leiksins eru mjög flott. Grafíkin er hins vegar ekkert upp á marga fiska og leikurinn lítur hálf partinn út eins og hann sé á PS3, eins og hann átti upprunalega að vera, og ekki á PS4. Þá getur stjórnun myndavélar leiksins verið einstaklega þreytandi og þá sérstaklega í þröngum rýmum og eru þau víða. Þá getur reynst erfitt að stýra drengnum og þá sérstaklega þegar sjónarhornið er að þvælast fyrir manni. Þar að auki, eins krúttlegur og skemmtilegur og Trico getur verið, þá er hann á köflum alveg óþolandi og maður verður oft pirraður á honum. Gátur og þrautir leiksins eru þó vel skipulagðar og reynast oft á tíðum krefjandi og það er gefandi að leysa þær. Þá er skringilegt að það sé hægt að nánast elska Trico. Þegar best er er TLG frábær leikur, en nokkrum mínútum seinna getur hann orðið hræðilegur og mér þykir ekki ólíklegt að fjarstýringar fái að fjúka í veggi.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Vinsælustu tölvuleikjastiklur Youtube árið 2016 Starfsmenn Youtube hafa nú unnið hörðum höndum af því að taka saman árið. 9. desember 2016 13:54 Watch Dogs 2: Skemmtigarður hipstersins Watch Dogs 2 bætir við forvera sinn á nánast öllum sviðum en sagan og persónur leiksins draga hann verulega niður. 23. nóvember 2016 08:45 Final Fantasy 15: Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Final Fantasy XV, eða "Bromance Simulator '16“ eins og einnig er hægt að kalla hann, er langt frá því að vera leiðinlegur. 15. desember 2016 08:45 GameTíví spilar: The Last Guardian Framleiðsla leiksins hófst árið 2007 og hafa margir beðið árum saman eftir útgáfu hans. 6. desember 2016 13:37 Dishonored 2: Blóðugar tilraunir og frumleiki borgar sig Dishonored 2 fer skrefinu lengra en forveri sinn og betrumbætir hann. 2. desember 2016 08:45 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Vinsælustu tölvuleikjastiklur Youtube árið 2016 Starfsmenn Youtube hafa nú unnið hörðum höndum af því að taka saman árið. 9. desember 2016 13:54
Watch Dogs 2: Skemmtigarður hipstersins Watch Dogs 2 bætir við forvera sinn á nánast öllum sviðum en sagan og persónur leiksins draga hann verulega niður. 23. nóvember 2016 08:45
Final Fantasy 15: Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Final Fantasy XV, eða "Bromance Simulator '16“ eins og einnig er hægt að kalla hann, er langt frá því að vera leiðinlegur. 15. desember 2016 08:45
GameTíví spilar: The Last Guardian Framleiðsla leiksins hófst árið 2007 og hafa margir beðið árum saman eftir útgáfu hans. 6. desember 2016 13:37
Dishonored 2: Blóðugar tilraunir og frumleiki borgar sig Dishonored 2 fer skrefinu lengra en forveri sinn og betrumbætir hann. 2. desember 2016 08:45