Þrjú áhyggjuefni fyrir 2017 Lars Christensen skrifar 28. desember 2016 09:00 Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár!
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar