Landbúnaður, öfgar og Evrópa Þorvaldur Gylfason skrifar 1. desember 2016 07:00 Búverndarstefnan kostar neytendur og skattgreiðendur enn sem fyrr miklu meira fé hér heima en tíðkast í flestum nálægum löndum. Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) kortleggur kostnaðinn ár fram af ári. Nýjasta skýrslan frá OECD sýnir að opinber stuðningur nam í fyrra tæpum fimmtungi af tekjum bænda á OECD-svæðinu öllu borið saman við tæplega 60% á Íslandi, þ.e. þrefalt OECD-meðaltal. Bústuðningurinn hér heima þokaðist úr helmingi af tekjum bænda við hrunið 2008 niður í rösk 40% 2013 en stuðningurinn rauk síðan aftur upp undir 60% 2015 eins og hann var á æðibunuárunum fyrir hrun. Við bætist nýr búvörusamningur tíu ár fram í tímann sem Alþingi samþykkti fyrir kosningar með 19 atkvæðum gegn sjö; 37 þingmenn skutu sér undan atkvæðagreiðslunni, þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Ríkisstjórnin var hvött til að taka á þessum langdregna vanda eftir hrun þegar þúsundir heimila lentu í erfiðleikum með að ná endum saman. Lækkun matarverðs í krafti erlendrar samkeppni líkt og tíðkast í flestum nálægum löndum hefði létt byrðar fátæks fólks svo sem brýna þörf bar til við svo erfiðar aðstæður. Ríkisstjórnin lét sér samt ekki segjast heldur tók hún hagsmuni þeirra sem starfa við landbúnað (3-4 þúsund manns skv. upplýsingum Hagstofunnar) fram yfir hagsmuni fólks sem býr við skort á efnislegum gæðum og er í vanskilum við lánardrottna (25-30 þúsund manns skv. sömu heimild).Afstaða bænda til ESB Í málgögnum bænda er því lýst að „Bændasamtökin hafa ítrekað andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telja að hagsmunum landsins sé betur borgið utan ESB.“ Það kann að vera rétt mat bænda að þeir njóti nú meiri stuðnings heima fyrir en þeir myndu gera innan ESB. Um það er þó ekki hægt að fjölyrða að svo stöddu þar eð samningaviðræðum Íslands og ESB sem hófust skv. ákvörðun Alþingis 2009 var hætt áður en niðurstaða náðist. Sjóðir ESB eru örlátir við jaðarsvæði. Samninganefnd með fulltrúum víðs vegar að hlýtur að vera betur treystandi en fulltrúum bænda einum til að meta samningsstöðuna með almannahag að leiðarljósi.Nýja-Sjáland 1984 Bændur þyrftu einnig að velta fyrir sér þeim möguleika að á Alþingi kæmi fram nýr meiri hluti sem ákvæði að afnema búverndina eins og hún leggur sig með einu pennastriki. Slíkt hefur gerzt, t.d. á Nýja-Sjálandi 1984. Ný-sjálenzkum bændum brá mörgum í brún þegar þetta gerðist. Betur fór þó en á horfðist. Margir bændur söðluðu um og hófu vínrækt í stað kinda- og kúabúskapar. Nýja-Sjáland er nú orðið að stórveldi á vínmörkuðum heimsins. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Sagan frá Nýja-Sjálandi á erindi við okkur nú þar eð óvæntir atburðir gerast nú í hverju lýðræðisríkinu á eftir öðru allt í kringum okkur. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ríðandi á reiðibylgju, hefur sagzt ætla að ræsa fram mýrina eins og hann hefur orðað það, snúa öllu við. Einkum tvennt getur haldið aftur af nýrri ríkisstjórn hans ásamt nýkjörnu þingi reyni hann og hans menn (þetta eru nær eingöngu karlar) að ganga of langt: annars vegar stjórnarskráin og hins vegar aðild Bandaríkjanna að ýmsum alþjóðasamningum, t.d. um mannréttindi. Þjóðir deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum m.a. til að dreifa áhættu.Gæti slíkt gerzt hér? Ég er ekki að skipta um umræðuefni þegar ég segi þetta næst: Í alþingiskosningunum um daginn fengu flokkar stofnaðir eftir hrun 38% atkvæða samanlagt. Gömlu flokkarnir eru á undanhaldi eins og þeir hafa til sáð. Vantraust kjósenda í garð Alþingis er meira á Íslandi en víða annars staðar. Þetta vantraust, bregðist Alþingi ekki við því í tæka tíð, getur þá og þegar birzt í óvæntum kosningaúrslitum og nýjum þingmeirihluta sem ákvæði t.d. að afnema alla búvernd á einu bretti. Litlu munaði t.d. að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna 2001-2008, og repúblikönum á þingi tækist að einkavæða almannatryggingar þar vestra svo sem hann taldi sig hafa umboð til þótt hann hefði varla minnzt einu orði á málið í aðdraganda kosninga og Hæstiréttur hefði stolið forsetaembættinu handa honum. Kæmi sú staða upp hér heima að ný ríkisstjórn reyndi að afnema bústuðninginn á einu bretti væri bændum betur borgið í öruggu skjóli innan vébanda ESB. Einn helzti tilgangur ESB-aðildar er einmitt að vernda heimamenn gegn ofríki innlendra stjórnvalda. Aðild Íslands að ESB myndi veita bændum tryggingu gegn öfgafullu afnámi allrar innlendrar búverndar. Aðild Íslands að EES-samningnum gerir ekki fullt gagn þar eð samningurinn tekur ekki nema að litlu leyti til búvöruviðskipta, en hann tekur þó fyrir ýmis brot eins og nýfallinn dómur um innflutning ferskra nautalunda vitnar um.Brennandi hús? Þeir sem líkja ESB nú við brennandi hús bergmála ofstæki endurholdgaðra þjóðernissinna, einhverjar mestu öfgar sem kjósendur á Vesturlöndum hafa staðið frammi fyrir frá stríðslokum 1945, örþrifaofstæki sem kjósendur munu vonandi kveða niður. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Búverndarstefnan kostar neytendur og skattgreiðendur enn sem fyrr miklu meira fé hér heima en tíðkast í flestum nálægum löndum. Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) kortleggur kostnaðinn ár fram af ári. Nýjasta skýrslan frá OECD sýnir að opinber stuðningur nam í fyrra tæpum fimmtungi af tekjum bænda á OECD-svæðinu öllu borið saman við tæplega 60% á Íslandi, þ.e. þrefalt OECD-meðaltal. Bústuðningurinn hér heima þokaðist úr helmingi af tekjum bænda við hrunið 2008 niður í rösk 40% 2013 en stuðningurinn rauk síðan aftur upp undir 60% 2015 eins og hann var á æðibunuárunum fyrir hrun. Við bætist nýr búvörusamningur tíu ár fram í tímann sem Alþingi samþykkti fyrir kosningar með 19 atkvæðum gegn sjö; 37 þingmenn skutu sér undan atkvæðagreiðslunni, þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Ríkisstjórnin var hvött til að taka á þessum langdregna vanda eftir hrun þegar þúsundir heimila lentu í erfiðleikum með að ná endum saman. Lækkun matarverðs í krafti erlendrar samkeppni líkt og tíðkast í flestum nálægum löndum hefði létt byrðar fátæks fólks svo sem brýna þörf bar til við svo erfiðar aðstæður. Ríkisstjórnin lét sér samt ekki segjast heldur tók hún hagsmuni þeirra sem starfa við landbúnað (3-4 þúsund manns skv. upplýsingum Hagstofunnar) fram yfir hagsmuni fólks sem býr við skort á efnislegum gæðum og er í vanskilum við lánardrottna (25-30 þúsund manns skv. sömu heimild).Afstaða bænda til ESB Í málgögnum bænda er því lýst að „Bændasamtökin hafa ítrekað andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telja að hagsmunum landsins sé betur borgið utan ESB.“ Það kann að vera rétt mat bænda að þeir njóti nú meiri stuðnings heima fyrir en þeir myndu gera innan ESB. Um það er þó ekki hægt að fjölyrða að svo stöddu þar eð samningaviðræðum Íslands og ESB sem hófust skv. ákvörðun Alþingis 2009 var hætt áður en niðurstaða náðist. Sjóðir ESB eru örlátir við jaðarsvæði. Samninganefnd með fulltrúum víðs vegar að hlýtur að vera betur treystandi en fulltrúum bænda einum til að meta samningsstöðuna með almannahag að leiðarljósi.Nýja-Sjáland 1984 Bændur þyrftu einnig að velta fyrir sér þeim möguleika að á Alþingi kæmi fram nýr meiri hluti sem ákvæði að afnema búverndina eins og hún leggur sig með einu pennastriki. Slíkt hefur gerzt, t.d. á Nýja-Sjálandi 1984. Ný-sjálenzkum bændum brá mörgum í brún þegar þetta gerðist. Betur fór þó en á horfðist. Margir bændur söðluðu um og hófu vínrækt í stað kinda- og kúabúskapar. Nýja-Sjáland er nú orðið að stórveldi á vínmörkuðum heimsins. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Sagan frá Nýja-Sjálandi á erindi við okkur nú þar eð óvæntir atburðir gerast nú í hverju lýðræðisríkinu á eftir öðru allt í kringum okkur. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ríðandi á reiðibylgju, hefur sagzt ætla að ræsa fram mýrina eins og hann hefur orðað það, snúa öllu við. Einkum tvennt getur haldið aftur af nýrri ríkisstjórn hans ásamt nýkjörnu þingi reyni hann og hans menn (þetta eru nær eingöngu karlar) að ganga of langt: annars vegar stjórnarskráin og hins vegar aðild Bandaríkjanna að ýmsum alþjóðasamningum, t.d. um mannréttindi. Þjóðir deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum m.a. til að dreifa áhættu.Gæti slíkt gerzt hér? Ég er ekki að skipta um umræðuefni þegar ég segi þetta næst: Í alþingiskosningunum um daginn fengu flokkar stofnaðir eftir hrun 38% atkvæða samanlagt. Gömlu flokkarnir eru á undanhaldi eins og þeir hafa til sáð. Vantraust kjósenda í garð Alþingis er meira á Íslandi en víða annars staðar. Þetta vantraust, bregðist Alþingi ekki við því í tæka tíð, getur þá og þegar birzt í óvæntum kosningaúrslitum og nýjum þingmeirihluta sem ákvæði t.d. að afnema alla búvernd á einu bretti. Litlu munaði t.d. að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna 2001-2008, og repúblikönum á þingi tækist að einkavæða almannatryggingar þar vestra svo sem hann taldi sig hafa umboð til þótt hann hefði varla minnzt einu orði á málið í aðdraganda kosninga og Hæstiréttur hefði stolið forsetaembættinu handa honum. Kæmi sú staða upp hér heima að ný ríkisstjórn reyndi að afnema bústuðninginn á einu bretti væri bændum betur borgið í öruggu skjóli innan vébanda ESB. Einn helzti tilgangur ESB-aðildar er einmitt að vernda heimamenn gegn ofríki innlendra stjórnvalda. Aðild Íslands að ESB myndi veita bændum tryggingu gegn öfgafullu afnámi allrar innlendrar búverndar. Aðild Íslands að EES-samningnum gerir ekki fullt gagn þar eð samningurinn tekur ekki nema að litlu leyti til búvöruviðskipta, en hann tekur þó fyrir ýmis brot eins og nýfallinn dómur um innflutning ferskra nautalunda vitnar um.Brennandi hús? Þeir sem líkja ESB nú við brennandi hús bergmála ofstæki endurholdgaðra þjóðernissinna, einhverjar mestu öfgar sem kjósendur á Vesturlöndum hafa staðið frammi fyrir frá stríðslokum 1945, örþrifaofstæki sem kjósendur munu vonandi kveða niður. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun