Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Guðrún Jóna Stefánsdóttir. skrifar 30. nóvember 2016 11:00 Það margborgar sig að gefa sér tíma til að föndra jóladagatal. Undafarin ár hafa hinar ýmsu tegundir af jóladagatölum litið dagsins ljós. Fréttablaðið tók saman skemmtilegar hugmyndir af heimagerðum jóladagatölum en víða í nágrannalöndunum tíðkast að útbúa jóladagatal með litlum pökkum.Hugmynd Linnea að jóladagatali. Hér er glaðningi fyrir hvern dag komið fyrir í vasa.LinneaVið fengum Linnea Ahle, eiganda barnafataverslunarinnar Petit, og Ernu Kristínu Stefánsdóttur, hönnuð og guðfræðinema, í lið með okkur. Einnig fengum við Árna Björnsson þjóðháttafræðing til að rifja upp hvaðan hefðin á bakvið jóladagatölin kemur. „Jóladagatalið er eitt af þessum fjölmörgum aðferðum kaupmanna til að minna á jólasöluna sem framundan er,“ segir Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur. Hann bætir við að þetta hafi ekki verið gömul hefð hér á landi. „Ég mann fyrst eftir jóladagatalinu eftir stríð og ég held að þetta hafi komið til landsins með aukinni verslun og einfaldlega til að minna fólk á að kaupa fyrir jólin,“ segir Árni.Linnea Ahle.Linnea Ahle, eigandi barnafataverslunarinnar Petit, býr til skemmtileg dagatöl og segir að það sem skipti mestu máli sé sjálfur jólaandinn. „Þegar ég var lítil stelpa og bjó í Svíþjóð, fékk ég alltaf jóladagatal sem var heimatilbúið. Þetta er virkilega góð lausn og skemmtileg upplifun fyrir börn. Dagatalið sem ég bjó til fyrir dóttir mína gerði ég sjálf, og er aðferðin auðveld,“ segir Linnea.1) Ég kaupi 24 litlar gjafir og það getir verið hvað sem er allt frá lítilli karamellu í smátt dót.2) Ég pakka inn gjöfunum og set þær í Bloomingville jóladagatalið sem ég er einmitt að selja í Petit. „Ég hef undanfarin ár búið til dagatal þar sem ég leifi hugmyndafluginu að ráða, og bý til samverustundir með fjölskyldunni,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður og guðfræðinemi.Erna Kristín StefánsdóttirDagatalið hefur vakið mikla lukku og fjölskyldan eytt meiri tíma saman á aðventunni. Sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli og börnin elska,“ segir Erna Kristín. Erna heldur uppi Snapchat rásinni Ernuland, þar sem hún deilir hugmyndum um skemmtilegt föndur fyrir jólin.1) Ég bý til 24 samverustundir með fjölskyldunni sem kosta ekki mikinn pening, það getur verið allt að því að föndra saman eða jafnvel bíóferð. 2) Útlitið má vera allskonar ég hef pakkað miðunum inn í litlar öskjur eða blúndupoka og hengt upp á þráð.3) Svo fyrir þá sem hafa ekki tók á slíku geta einfaldlega merkt miðana og sett í skál.Hugmynd Ernu Kristínar að jóladagatali. Hér er lítill poki með samverustund fyrir hvern dag hengdur á stiga með snæri.Erna Jólafréttir Mest lesið Góð bók og nart Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól
Undafarin ár hafa hinar ýmsu tegundir af jóladagatölum litið dagsins ljós. Fréttablaðið tók saman skemmtilegar hugmyndir af heimagerðum jóladagatölum en víða í nágrannalöndunum tíðkast að útbúa jóladagatal með litlum pökkum.Hugmynd Linnea að jóladagatali. Hér er glaðningi fyrir hvern dag komið fyrir í vasa.LinneaVið fengum Linnea Ahle, eiganda barnafataverslunarinnar Petit, og Ernu Kristínu Stefánsdóttur, hönnuð og guðfræðinema, í lið með okkur. Einnig fengum við Árna Björnsson þjóðháttafræðing til að rifja upp hvaðan hefðin á bakvið jóladagatölin kemur. „Jóladagatalið er eitt af þessum fjölmörgum aðferðum kaupmanna til að minna á jólasöluna sem framundan er,“ segir Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur. Hann bætir við að þetta hafi ekki verið gömul hefð hér á landi. „Ég mann fyrst eftir jóladagatalinu eftir stríð og ég held að þetta hafi komið til landsins með aukinni verslun og einfaldlega til að minna fólk á að kaupa fyrir jólin,“ segir Árni.Linnea Ahle.Linnea Ahle, eigandi barnafataverslunarinnar Petit, býr til skemmtileg dagatöl og segir að það sem skipti mestu máli sé sjálfur jólaandinn. „Þegar ég var lítil stelpa og bjó í Svíþjóð, fékk ég alltaf jóladagatal sem var heimatilbúið. Þetta er virkilega góð lausn og skemmtileg upplifun fyrir börn. Dagatalið sem ég bjó til fyrir dóttir mína gerði ég sjálf, og er aðferðin auðveld,“ segir Linnea.1) Ég kaupi 24 litlar gjafir og það getir verið hvað sem er allt frá lítilli karamellu í smátt dót.2) Ég pakka inn gjöfunum og set þær í Bloomingville jóladagatalið sem ég er einmitt að selja í Petit. „Ég hef undanfarin ár búið til dagatal þar sem ég leifi hugmyndafluginu að ráða, og bý til samverustundir með fjölskyldunni,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður og guðfræðinemi.Erna Kristín StefánsdóttirDagatalið hefur vakið mikla lukku og fjölskyldan eytt meiri tíma saman á aðventunni. Sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli og börnin elska,“ segir Erna Kristín. Erna heldur uppi Snapchat rásinni Ernuland, þar sem hún deilir hugmyndum um skemmtilegt föndur fyrir jólin.1) Ég bý til 24 samverustundir með fjölskyldunni sem kosta ekki mikinn pening, það getur verið allt að því að föndra saman eða jafnvel bíóferð. 2) Útlitið má vera allskonar ég hef pakkað miðunum inn í litlar öskjur eða blúndupoka og hengt upp á þráð.3) Svo fyrir þá sem hafa ekki tók á slíku geta einfaldlega merkt miðana og sett í skál.Hugmynd Ernu Kristínar að jóladagatali. Hér er lítill poki með samverustund fyrir hvern dag hengdur á stiga með snæri.Erna
Jólafréttir Mest lesið Góð bók og nart Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól