Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Ritstjórn skrifar 25. nóvember 2016 12:46 Sindri Snær er einn af eigendum Húrra Reykjavík. Það voru líklegast margar stelpur sem hoppuðu hæð sína þegar Húrra Reykjavík opnaði búð fyrir kvenþjóðina í ágúst. Þetta er í raun fyrsta skiptið sem að konur fá almennilegt úrval af strigaskóm hér á landi. Fyrr í vikunni var í fyrsta skipti boðið upp á Yeezy Boost strigaskónna í kvennastærðum og í desember fer í fyrsta skipti í sölu #FentyxPuma skórnir á Íslandi. Skórnir sem Rihanna hannaði fyrir Puma hafa farið sigurför um heimin en búist er við að þessi nýja útgáfa seljist upp á met tíma, enda seinasta útgáfa ársins. Það verður þó ekki hægt að mæta í búðina og kaupa skóna heldur verður sett upp "raffle" kerfi eins og gert hefur verið með Yeezy skóna. Þá skrá áhugasamir sig á netinu og nokkrir heppnir verða svo dregnir út. „Þetta fyrirkomulag er mjög þekkt erlendis og er gert til þess að sleppa við langar biðraðir fyrir utan verslanirnar. Hjá versluninni Naked í Kaupmannahöfn var fólk farið að borga útigangsfólki fyrir að bíða í röðum til að kaupa skó. Skórnir koma út á sama tíma hjá okkur og alls staðar í heiminum þann 8.desember,“ segir Sindri Snær Jensson, einn eigandi Húrra. 8.desember verður stór dagur hjá versluninni en þá kemur einnig út sérstakt tímarit fyrir kvenverslunina. Það er undir ritstjórn Svanhildar Grétu Kristjánsdóttur en hún var ein af ritstjórum veftímaritsins Blær. „Frá upphafi Húrra höfum við Jón Davíð gengið með þá hugmynd í maganum að gefa einnig út efni þar sem Húrra Reykjavík er í okkar huga talsvert meira en bara fataverslun. Við sendum reglulega frá okkur efni á samfélagsmiðlum en nú langar okkur að binda það meira saman með viðtölum við áhugavert fólk í listum, tæknigeiranum,tónlist og atvinnulífinu. Við verðum til dæmis með viðtal við fyrrum forsetaframbjóðanda.“ Fjöldi hæfileikaríkra ungra einstaklinga koma að gerð blaðsins. Júlía Runólfsdóttir, sem var einnig ein af ritstjórum Blævar, sér um uppsetninguna. Hrefna Björg Gylfadóttir og Snorri Björnsson sjá um ljósmyndirnar. Týpurnar sem verða í boði þann 8.desember. Mest lesið Silfur og gull á Met Gala Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Sigurvegari hönnunarverðlauna H&M einblínir á umhverfisvænar flíkur Glamour Givenchy sýnir fyrir almenning Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Kim og Kanye dvelja hvort á sínum staðnum Glamour Jason Sudekis sigraði rauða dregilinn Glamour Götustíllinn á árinu 2017 Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour
Það voru líklegast margar stelpur sem hoppuðu hæð sína þegar Húrra Reykjavík opnaði búð fyrir kvenþjóðina í ágúst. Þetta er í raun fyrsta skiptið sem að konur fá almennilegt úrval af strigaskóm hér á landi. Fyrr í vikunni var í fyrsta skipti boðið upp á Yeezy Boost strigaskónna í kvennastærðum og í desember fer í fyrsta skipti í sölu #FentyxPuma skórnir á Íslandi. Skórnir sem Rihanna hannaði fyrir Puma hafa farið sigurför um heimin en búist er við að þessi nýja útgáfa seljist upp á met tíma, enda seinasta útgáfa ársins. Það verður þó ekki hægt að mæta í búðina og kaupa skóna heldur verður sett upp "raffle" kerfi eins og gert hefur verið með Yeezy skóna. Þá skrá áhugasamir sig á netinu og nokkrir heppnir verða svo dregnir út. „Þetta fyrirkomulag er mjög þekkt erlendis og er gert til þess að sleppa við langar biðraðir fyrir utan verslanirnar. Hjá versluninni Naked í Kaupmannahöfn var fólk farið að borga útigangsfólki fyrir að bíða í röðum til að kaupa skó. Skórnir koma út á sama tíma hjá okkur og alls staðar í heiminum þann 8.desember,“ segir Sindri Snær Jensson, einn eigandi Húrra. 8.desember verður stór dagur hjá versluninni en þá kemur einnig út sérstakt tímarit fyrir kvenverslunina. Það er undir ritstjórn Svanhildar Grétu Kristjánsdóttur en hún var ein af ritstjórum veftímaritsins Blær. „Frá upphafi Húrra höfum við Jón Davíð gengið með þá hugmynd í maganum að gefa einnig út efni þar sem Húrra Reykjavík er í okkar huga talsvert meira en bara fataverslun. Við sendum reglulega frá okkur efni á samfélagsmiðlum en nú langar okkur að binda það meira saman með viðtölum við áhugavert fólk í listum, tæknigeiranum,tónlist og atvinnulífinu. Við verðum til dæmis með viðtal við fyrrum forsetaframbjóðanda.“ Fjöldi hæfileikaríkra ungra einstaklinga koma að gerð blaðsins. Júlía Runólfsdóttir, sem var einnig ein af ritstjórum Blævar, sér um uppsetninguna. Hrefna Björg Gylfadóttir og Snorri Björnsson sjá um ljósmyndirnar. Týpurnar sem verða í boði þann 8.desember.
Mest lesið Silfur og gull á Met Gala Glamour Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Sigurvegari hönnunarverðlauna H&M einblínir á umhverfisvænar flíkur Glamour Givenchy sýnir fyrir almenning Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Kim og Kanye dvelja hvort á sínum staðnum Glamour Jason Sudekis sigraði rauða dregilinn Glamour Götustíllinn á árinu 2017 Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour