Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 15:21 Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var gagnrýninn á dómarana eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Ernir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira