Vill hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku Höskuldur Kári Schram skrifar 3. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni. Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira
Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira