„Dæmigerður kynáttunarvandi“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun