Framtíðarsýn mín sem gamalmenni Baldur Vignir Karlsson skrifar 25. október 2016 00:00 Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar