Forsendur ferðaþjónustu og stefna VG Jakob S. Jónsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun