Hjónaband án skuldbindinga Hafliði Helgason skrifar 28. október 2016 07:00 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með síðustu útspilum frambjóðenda fyrir kosningar. Staða þeirra ræður miklu um hvaða herfræði er beitt á síðustu metrunum. Þetta var nokkuð skýrt í forsetakosningum þar sem núverandi forseti hafði yfirburðastöðu og því skiljanlegt að fremur væri reynt að forðast mistök en að koma með afgerandi útspil inn í lokabaráttuna. Staða flokka fyrir þessar kosningar er líklega sú að allir telja sig geta sótt meira. Útspil Pírata um vinstristjórn fellur vel að markhópi Vinstri grænna og með því skapar flokkurinn sér sterkustu stöðuna þeim megin pólitíkur, jafnvel þótt frumkvæðið hafi verið Pírata. Samfylkingin var í þröngri stöðu, en kannski ekki mörg sóknarfæri að finna í því að gangast inn á slíkt bandalag. Spurningin um hvort flokkurinn lifi kosningarnar af yfirleitt er líklegust til að skila fylgisbata á lokametrunum. Björt framtíð hafði mestu að tapa á því að hefja slíkar viðræður. Það virðist hafa verið marktæk hreyfing fylgis til þeirra vegna andstöðu við búvörusamninga. Líklegt er að það fylgi tilheyri frekar frjálslyndum kjósendum en mjög vinstrisinnuðum. Frá því að viðræður hófust hefur í raun bara verið gerð ein könnun sem er að öllu leyti tekin eftir útspil Pírata, en það er könnun Fréttablaðsins sem birtist á miðvikudag. Sú könnun, með öllum þeim fyrirvörum sem gilda um kannanir, sýndi fylgissveiflu frá Bjartri framtíð til Viðreisnar. Könnun sem birt var í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær og í Fréttablaðinu í dag er viðbót við þá könnun og bendir til að útspil um vinstristjórn hefur fremur dregið úr fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar. Þetta útspil virðist hafa skerpt línur og fært stjórnarflokkunum vopn. Einkum Sjálfstæðisflokknum. Hitt er svo annað að ekkert liggur fyrir um hversu sterkur vilji er til þessa hjónabands. Yfirlýsing flokkanna í gær eftir viðræður þeirra á milli fól ekki í sér miklar skuldbindingar. Ef það hefði verið skýr vilji þessara flokka að fara með ríkari skuldbindingar inn í þessar kosningar hefði hún þurft að vera mun afdráttarlausari, en eftirspurnin virðist minni en þessir flokkar gerðu sér vonir um. Skoðanakönnun blaðsins í dag bendir ekki til þess að hægt verði að mynda vinstri stjórn þeirra flokka sem rætt hafa saman. Jafnvel þótt skekkjumörk könnunarinnar væru þeim í hag eða hreyfing fylgis þeim hagstæð á lokametrum kosninga, yrði slíkur meirihluti fremur tæpur. Það má því búast við flókinni stöðu eftir kosningar miðað við kannanir. Fyrirvarinn er þó sá að rannsóknir sýna að vaxandi hluti kjósenda gerir ekki fyllilega upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með síðustu útspilum frambjóðenda fyrir kosningar. Staða þeirra ræður miklu um hvaða herfræði er beitt á síðustu metrunum. Þetta var nokkuð skýrt í forsetakosningum þar sem núverandi forseti hafði yfirburðastöðu og því skiljanlegt að fremur væri reynt að forðast mistök en að koma með afgerandi útspil inn í lokabaráttuna. Staða flokka fyrir þessar kosningar er líklega sú að allir telja sig geta sótt meira. Útspil Pírata um vinstristjórn fellur vel að markhópi Vinstri grænna og með því skapar flokkurinn sér sterkustu stöðuna þeim megin pólitíkur, jafnvel þótt frumkvæðið hafi verið Pírata. Samfylkingin var í þröngri stöðu, en kannski ekki mörg sóknarfæri að finna í því að gangast inn á slíkt bandalag. Spurningin um hvort flokkurinn lifi kosningarnar af yfirleitt er líklegust til að skila fylgisbata á lokametrunum. Björt framtíð hafði mestu að tapa á því að hefja slíkar viðræður. Það virðist hafa verið marktæk hreyfing fylgis til þeirra vegna andstöðu við búvörusamninga. Líklegt er að það fylgi tilheyri frekar frjálslyndum kjósendum en mjög vinstrisinnuðum. Frá því að viðræður hófust hefur í raun bara verið gerð ein könnun sem er að öllu leyti tekin eftir útspil Pírata, en það er könnun Fréttablaðsins sem birtist á miðvikudag. Sú könnun, með öllum þeim fyrirvörum sem gilda um kannanir, sýndi fylgissveiflu frá Bjartri framtíð til Viðreisnar. Könnun sem birt var í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær og í Fréttablaðinu í dag er viðbót við þá könnun og bendir til að útspil um vinstristjórn hefur fremur dregið úr fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar. Þetta útspil virðist hafa skerpt línur og fært stjórnarflokkunum vopn. Einkum Sjálfstæðisflokknum. Hitt er svo annað að ekkert liggur fyrir um hversu sterkur vilji er til þessa hjónabands. Yfirlýsing flokkanna í gær eftir viðræður þeirra á milli fól ekki í sér miklar skuldbindingar. Ef það hefði verið skýr vilji þessara flokka að fara með ríkari skuldbindingar inn í þessar kosningar hefði hún þurft að vera mun afdráttarlausari, en eftirspurnin virðist minni en þessir flokkar gerðu sér vonir um. Skoðanakönnun blaðsins í dag bendir ekki til þess að hægt verði að mynda vinstri stjórn þeirra flokka sem rætt hafa saman. Jafnvel þótt skekkjumörk könnunarinnar væru þeim í hag eða hreyfing fylgis þeim hagstæð á lokametrum kosninga, yrði slíkur meirihluti fremur tæpur. Það má því búast við flókinni stöðu eftir kosningar miðað við kannanir. Fyrirvarinn er þó sá að rannsóknir sýna að vaxandi hluti kjósenda gerir ekki fyllilega upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu