Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 10:30 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Bæði Donald Trump og Hillary Clinton voru gómuð við að fara lauslega með sannleikann í kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. Sem áður var annar frambjóðandinn þó grófari en hinn. Fjölmiðlar ytra hafa staðið í ströngu við að fara yfir staðhæfingar frambjóðendanna og kanna hið rétta í málinu. Hér að neðan verður farið yfir nokkur af helstu atriðum næturinnar.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á umdeildu myndbandi frá árinu 2005 og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Í myndbandinu heyrist Trump greinilega segja að hann ætti erfitt með að stjórna sér nálægt fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Staðfastur gegn Íraksstríðinu Enn og aftur hélt Donald Trump því fram að hann hefði verið á móti stríðinu í Írak. Fyrir innrásina sagði Trump opinberlega að hann væri samþykkur henni. Stuðningsyfirlýsing hans við stríðið var hins vegar ekki mjög afgerandi, en í viðtali við Howard Stern árið 2002 var hann spurður hvort hann styddi mögulega innrás. „Já. Ætli það ekki,“ svaraði Trump. Árið 2003, eftir að stíðið hófst sagði Trump í viðtali að hann væri á móti innrásinni. Hann hafði þó breytt stöðu sinni smávegis að þessu sinni þar sem hann sagði að ef hann hefði verið forseti hefðu Bandaríkin ekki gert innrás í Írak.Sagði Clinton hafa hlegið að tólf ára fórnarlambi nauðgunarTrump sakaði Clinton um að hafa hlegið að tólf ára gamalli stelpu sem hafi verið nauðgað. Það átti Clinton að hafa gert árið 1975 þegar hún var opinber verjandi og varði manninn sem sakaður var um nauðgunina. Um er að ræða eina af konunum fjórum sem var með Trump á blaðamannafundi fyrir kappræðurnar, Kathy Sheldon.Clinton hló þó ekki að henni. Sakborningurinn hafði beðið dómara um að útvega sér kvenkyns lögfræðing til að verja sig og dómarinn valdi Clinton. Í ævisögu sinni segir Clinton frá því að hún hafi ekki viljað verja manninn og að hún hafi beðið dómarann um að leysa sig frá því starfi. Sú frásögn hefur verið staðfest af dómaranum. Hann gerði það þó ekki. Málið féll um sjálft sig á endanum. Meðal annars vegna þess að rannsakendur höfðu klúðrað meðferð mikilvægra sönnunargagna. Á endanum samdi maðurinn við saksóknara um að lýsa sig sekan um minniháttar glæp, en ekki nauðgun.Sheldon uppgötvaði árið 2008 að Hillary Clinton hefði varið manninn. Síðan þá hefur hún sakað Clinton um gengið mjög hart gegn sér og að hún hafi vitað að maðurinn hafi nauðgað sér. Hláturinn sem Trump vísar til er frá gömlum upptökum þar sem Clinton var spurð út í málið og svaraði á mjög opinskáan hátt. Þar hló hún þó aldrei að stúlkunni. Blaðamenn Washington Post hafa farið yfir upptökurnar og fundið fjögur skipti þar sem Clinton hló. Hún hló meðal annars að því að skjólstæðingur sinn hafi staðist lygapróf og það hafi leitt til þess að hún treysti lygaprófum ekki lengur. Þá hló hún einnig að því að samskiptum sínum við dómarann.Trump sakaði Clinton um að hafa ráðist grimmilega gegn konunum þremur sem voru með honum á blaðamannafundinum fyrr í gær og öðrum konum. Konurnar hafa sakað Bill Clinton, eiginmann Hillary, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. AP fréttaveitan bendir á að engar sannanir séu fyrir því að hún hafi beitt „grimmilega“ gegn konunum. Hún hafi þó reynt að draga úr trúverðugleika þeirra. Hins vegar séu engar sannanir fyrir því að hún hafi stýrt einhvers konar ófrægingarherferðum gegn þeim.Farið kæruleysislega með leynigögnClinton hélt því fram að eftir árslanga rannsókn hefði ekkert komið fram sem benti til þess að utanaðkomandi aðilar hefðu brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi hennar né að leynileg gögn og upplýsingar hafi lent í röngum höndum. Það er þó ekki vitað fyrir víst. Það eru engar beinar sannanir fyrir því að leynilegum gögnum hafi verið stolið af vefþjónum Clinton, en þó er það mögulegt. Yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna sagði að FBI hefði metið það „mögulegt að óvinveittir aðilar hefðu öðlast aðgang“ að tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann sagði að Clinton og starfsfólk hennar hefðu verið einstaklega kærulaus varðandi vefþjónana, en ákveðið var að ákæra hana ekki og hefur rannsókninni verið lokað.Bandaríkin ekki óháðHillary Clinton sagði að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna væri landið óháð, orkulega séð. Tæknilega séð framleiða Bandaríkin meiri orku en þau flytja inn og það er í fyrsta sinn í marga áratugi. Bandaríkin treysta hins vegar enn mikið á innflutning olíu frá Mið-Austurlöndum og annarsstaðar. Framleiðsla á olíu í bandaríkjunum hefur aukist gífurlega og notkun hefur dregið saman. Árið 2008 fluttu Bandaríkin inn 3,58 milljarða tunna af olíu, en árið 2005 voru það 2,68 milljónir.Baráttan gegn ISIS Donald Trump hélt því fram í nótt að honum væri mjög illa við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hins vegar væri Assad að „drepa ISIS. Rússland væri að drepa ISIS“. Það er ekki rétt að mestu. Ríkisstjórn Assad lítur á Íslamska ríkið sem hryðjuverkasamtök og segja þau ógna ríkisstjórninni. Hins vegar berst stjórnarher Sýrlands lítið við vígamenn ISIS. Þeir einbeita sér að aðgerðum gegn uppreisnarhópum, sem sumir eru studdir af Bandaríkjunum. Baráttan gegn ISIS er að mestu leidd af Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra eins og Tyrklandi. Aðgerðir þeirra fela í sér loftárásir gegn ISIS svo þjálfa þeir og vopna araba og Kúrda sem berjast gegn ISIS á jörðu niðri. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi haldið því fram að þeir berjist gegn ISIS af fullum krafti. Mikill meirihluti loftárása þeirra beinast þó gegn áðurnefndum uppreisnarhópum, sem hafa það markmið að velta ríkisstjórn Bashar al-Assad úr sessi.Laug um kynlífsmyndband Donald Trump var spurður út í ummæli sín á Twitter þar sem hann sagði fólki að skoða meint kynlífsmyndband fegurðardrottningarinnar Alicia Machado. Hún hafði gagnrýnt Trump fyrir að hafa farið illa með sig árið 1996. Trump var spurður hvort að slík tíst væru til merkis um agaleysi. Hann þvertók fyrir að hafa hvatt fólk til að skoða myndbandið, en hann gerði það víst. Hann virðist hafa verið að tala um myndband úr spænskum raunveruleikaþætti frá árinu 2005. Þar var Machado undir sængum með karlmanni og hefur hún sagt að þau hafi haft samfarir.Ekki svo slæmt samkomulagTrump sneri sér einnig að kjarnorkusamkomulagi Íran. Hann sagði samninginn vera einstaklega slæman fyrir bandaríkin. Samningurinn væri einhliða og „við erum að gefa hryðjuverkaríki 150 milljarða dala“. Þar gefur forsetaframbjóðandinn í skyn að umræddir peningar komi úr vösum skattgreiðenda sem er langt frá sannleikanum. Íran átti milljarða dala í eigum um allan heim þegar eigur þeirra voru frystar á árum áður vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Nú hefur einhverjum viðskiptaþvingunum gegn Íran verið létt og til stendur að létta fleirum. Með því hefur ríkið aftur aðgang að eignum sínum utan landsteinanna. Þá er upphæðin langt frá 150 milljörðum dala. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að um 55 milljarða sé að ræða. Sjálfir segja Íranar að talan sé 32 milljarðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Bæði Donald Trump og Hillary Clinton voru gómuð við að fara lauslega með sannleikann í kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. Sem áður var annar frambjóðandinn þó grófari en hinn. Fjölmiðlar ytra hafa staðið í ströngu við að fara yfir staðhæfingar frambjóðendanna og kanna hið rétta í málinu. Hér að neðan verður farið yfir nokkur af helstu atriðum næturinnar.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á umdeildu myndbandi frá árinu 2005 og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Í myndbandinu heyrist Trump greinilega segja að hann ætti erfitt með að stjórna sér nálægt fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Staðfastur gegn Íraksstríðinu Enn og aftur hélt Donald Trump því fram að hann hefði verið á móti stríðinu í Írak. Fyrir innrásina sagði Trump opinberlega að hann væri samþykkur henni. Stuðningsyfirlýsing hans við stríðið var hins vegar ekki mjög afgerandi, en í viðtali við Howard Stern árið 2002 var hann spurður hvort hann styddi mögulega innrás. „Já. Ætli það ekki,“ svaraði Trump. Árið 2003, eftir að stíðið hófst sagði Trump í viðtali að hann væri á móti innrásinni. Hann hafði þó breytt stöðu sinni smávegis að þessu sinni þar sem hann sagði að ef hann hefði verið forseti hefðu Bandaríkin ekki gert innrás í Írak.Sagði Clinton hafa hlegið að tólf ára fórnarlambi nauðgunarTrump sakaði Clinton um að hafa hlegið að tólf ára gamalli stelpu sem hafi verið nauðgað. Það átti Clinton að hafa gert árið 1975 þegar hún var opinber verjandi og varði manninn sem sakaður var um nauðgunina. Um er að ræða eina af konunum fjórum sem var með Trump á blaðamannafundi fyrir kappræðurnar, Kathy Sheldon.Clinton hló þó ekki að henni. Sakborningurinn hafði beðið dómara um að útvega sér kvenkyns lögfræðing til að verja sig og dómarinn valdi Clinton. Í ævisögu sinni segir Clinton frá því að hún hafi ekki viljað verja manninn og að hún hafi beðið dómarann um að leysa sig frá því starfi. Sú frásögn hefur verið staðfest af dómaranum. Hann gerði það þó ekki. Málið féll um sjálft sig á endanum. Meðal annars vegna þess að rannsakendur höfðu klúðrað meðferð mikilvægra sönnunargagna. Á endanum samdi maðurinn við saksóknara um að lýsa sig sekan um minniháttar glæp, en ekki nauðgun.Sheldon uppgötvaði árið 2008 að Hillary Clinton hefði varið manninn. Síðan þá hefur hún sakað Clinton um gengið mjög hart gegn sér og að hún hafi vitað að maðurinn hafi nauðgað sér. Hláturinn sem Trump vísar til er frá gömlum upptökum þar sem Clinton var spurð út í málið og svaraði á mjög opinskáan hátt. Þar hló hún þó aldrei að stúlkunni. Blaðamenn Washington Post hafa farið yfir upptökurnar og fundið fjögur skipti þar sem Clinton hló. Hún hló meðal annars að því að skjólstæðingur sinn hafi staðist lygapróf og það hafi leitt til þess að hún treysti lygaprófum ekki lengur. Þá hló hún einnig að því að samskiptum sínum við dómarann.Trump sakaði Clinton um að hafa ráðist grimmilega gegn konunum þremur sem voru með honum á blaðamannafundinum fyrr í gær og öðrum konum. Konurnar hafa sakað Bill Clinton, eiginmann Hillary, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. AP fréttaveitan bendir á að engar sannanir séu fyrir því að hún hafi beitt „grimmilega“ gegn konunum. Hún hafi þó reynt að draga úr trúverðugleika þeirra. Hins vegar séu engar sannanir fyrir því að hún hafi stýrt einhvers konar ófrægingarherferðum gegn þeim.Farið kæruleysislega með leynigögnClinton hélt því fram að eftir árslanga rannsókn hefði ekkert komið fram sem benti til þess að utanaðkomandi aðilar hefðu brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi hennar né að leynileg gögn og upplýsingar hafi lent í röngum höndum. Það er þó ekki vitað fyrir víst. Það eru engar beinar sannanir fyrir því að leynilegum gögnum hafi verið stolið af vefþjónum Clinton, en þó er það mögulegt. Yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna sagði að FBI hefði metið það „mögulegt að óvinveittir aðilar hefðu öðlast aðgang“ að tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann sagði að Clinton og starfsfólk hennar hefðu verið einstaklega kærulaus varðandi vefþjónana, en ákveðið var að ákæra hana ekki og hefur rannsókninni verið lokað.Bandaríkin ekki óháðHillary Clinton sagði að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna væri landið óháð, orkulega séð. Tæknilega séð framleiða Bandaríkin meiri orku en þau flytja inn og það er í fyrsta sinn í marga áratugi. Bandaríkin treysta hins vegar enn mikið á innflutning olíu frá Mið-Austurlöndum og annarsstaðar. Framleiðsla á olíu í bandaríkjunum hefur aukist gífurlega og notkun hefur dregið saman. Árið 2008 fluttu Bandaríkin inn 3,58 milljarða tunna af olíu, en árið 2005 voru það 2,68 milljónir.Baráttan gegn ISIS Donald Trump hélt því fram í nótt að honum væri mjög illa við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hins vegar væri Assad að „drepa ISIS. Rússland væri að drepa ISIS“. Það er ekki rétt að mestu. Ríkisstjórn Assad lítur á Íslamska ríkið sem hryðjuverkasamtök og segja þau ógna ríkisstjórninni. Hins vegar berst stjórnarher Sýrlands lítið við vígamenn ISIS. Þeir einbeita sér að aðgerðum gegn uppreisnarhópum, sem sumir eru studdir af Bandaríkjunum. Baráttan gegn ISIS er að mestu leidd af Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra eins og Tyrklandi. Aðgerðir þeirra fela í sér loftárásir gegn ISIS svo þjálfa þeir og vopna araba og Kúrda sem berjast gegn ISIS á jörðu niðri. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi haldið því fram að þeir berjist gegn ISIS af fullum krafti. Mikill meirihluti loftárása þeirra beinast þó gegn áðurnefndum uppreisnarhópum, sem hafa það markmið að velta ríkisstjórn Bashar al-Assad úr sessi.Laug um kynlífsmyndband Donald Trump var spurður út í ummæli sín á Twitter þar sem hann sagði fólki að skoða meint kynlífsmyndband fegurðardrottningarinnar Alicia Machado. Hún hafði gagnrýnt Trump fyrir að hafa farið illa með sig árið 1996. Trump var spurður hvort að slík tíst væru til merkis um agaleysi. Hann þvertók fyrir að hafa hvatt fólk til að skoða myndbandið, en hann gerði það víst. Hann virðist hafa verið að tala um myndband úr spænskum raunveruleikaþætti frá árinu 2005. Þar var Machado undir sængum með karlmanni og hefur hún sagt að þau hafi haft samfarir.Ekki svo slæmt samkomulagTrump sneri sér einnig að kjarnorkusamkomulagi Íran. Hann sagði samninginn vera einstaklega slæman fyrir bandaríkin. Samningurinn væri einhliða og „við erum að gefa hryðjuverkaríki 150 milljarða dala“. Þar gefur forsetaframbjóðandinn í skyn að umræddir peningar komi úr vösum skattgreiðenda sem er langt frá sannleikanum. Íran átti milljarða dala í eigum um allan heim þegar eigur þeirra voru frystar á árum áður vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Nú hefur einhverjum viðskiptaþvingunum gegn Íran verið létt og til stendur að létta fleirum. Með því hefur ríkið aftur aðgang að eignum sínum utan landsteinanna. Þá er upphæðin langt frá 150 milljörðum dala. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að um 55 milljarða sé að ræða. Sjálfir segja Íranar að talan sé 32 milljarðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00