Clinton með yfirgnæfandi forskot samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2016 16:32 Clinton getur verið sátt með undanfarnar vikur. Vísir/AFP Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49
Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00