Nú er að duga eða drepast Ellert B. Schram skrifar 12. október 2016 07:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun