Gunnar V. Andrésson ljósmyndari hefur unnið á dagblöðum í hálfa öld. Fyrsta forsíðumynd Gunnars birtist í Tímanum í júní 1966. Hann hefur starfað á Fréttablaðinu síðustu tólf ár. Er Gunnar hóf störf á Vísi 1978 ríkti hörð hörð samkeppni milli síðdegisblaðanna tveggja, Dagblaðsins og Vísis. Hann segir dagskipunina hafa verið að segja sem gleggst frá öllu, bæði í máli og myndum. Hjón frá Bandaríkjunum létust er einkaflugvél þeirra fórst á Eyjafjallajökli í 1975. Gunnar gekk á jökulinn með hjálparsveitarmönnum og myndaði vettvanginn. "Það var einfaldlega heilög skylda, bæði til sjós og lands, að menn reyndu að segja eins ítarlega frá og hægt var með ljósmyndum og texta,“ segir hann. „Við gerðum allt í því að vera með myndir með fréttum, sama hvað það var, tala nú ekki um stóratburði eða slys. Það er bara skylda og hin hefðbundna fréttamennska að við séum fulltrúar fólksins í að lýsa því sem fyrir augu ber og koma því til fólksins,“ segir Gunnar sem kveður mikla breytingu hafa orðið á þessu. „Það hefur vaxið upp eitthvert stofnanaeftirlit, einhverjir sjálfskipaðir menn til að stýra og ritstýra blöðum nú orðið. Lögreglufréttir eru jafnvel ekki lengur lögreglufréttir heldur skýrslur úr dagbókum lögreglu þar sem eins lítið er sagt og hægt er,“ segir Gunnar. Tuttugu manns fórust í snjóflóði á Flateyri 26. október 1995. Myndin sýnir björgunarmenn grafa í rústum húsa í þorpinu. „Vegna afstöðu yfirvalda, bæði þá og þegar snjóflóðið féll í Súðavík, höfðum mjög takmarkaðan aðgang til að festa þessa miklu atburði á mynd. Þetta hefur bitnað mjög á síðari tíma frásögn sem byggir mjög á söfnum fréttaljósmynda,“ segir Gunnar. Settur stóllinn fyrir dyrnar Að sögn Gunnars hafa fjölmiðlamenn í seinni tíð upplifað mikla erfiðleika við að komast á vettvang stórslysa. Það eigi til dæmis við um snjóflóðið mikla á Flateyri árið 1995. Þar hafi yfirvöld sett fréttamönnum og ljósmyndurum stólinn fyrir dyrnar. „Því var borið við að við mættum ekki vera nálægt vinnandi mönnum. Það var löngu eftir að búið var að finna alla hina látnu. Svo vorum við svona á randi einhvers staðar á jaðrinum, með þeirri undantekningu að í eitt skipti fyrsta kvöldið fékk einn ljósmyndari að mynda fyrir alla hina fjölmiðlana – og það með yfirsáta yfir sér á meðan,“ segir Gunnar. Rjúpnaskytta sem fannst látin við Vífilfellskróka eftir rúmlega sólarhringsleit í október 1986 var flutt til byggða af hjálparsveitarmönnum og lögreglu í vonskuveðri og slæmu færi. Með fylgdu byssa mannsins og rjúpur í poka. „Mynd með þessari frétt í dag yrði sennilega hjálparsveitarmaður í fjarska eða þyrla Landhelgisgæslunnar,“ segir Gunnar sem gekk til móts við leitarmenn til að segja fréttina með ljósmynd. Útkoman sé afar fátæklegt úrval af ljósmyndum frá þessum vettvangi. Síðar hafi verið lagt mikið upp úr því að segja sögu snjóflóðanna í leikhúsi og útvarpi en fréttaljósmyndarar geti lítið styrkt frásögnina með myndum. Gunnar segir Íslendinga áður ávallt hafa getað farið á gosstöðvar enda eðlilegur hluti af forvitni fólks um náttúruhamfarir að sjá þær með eigin augum. Fjölmiðlamenn voru mættir í hlíðar Helgafells strax fyrsta dag Vestmannaeyjagossins sem hófst 23. janúar 1973. Þeir virða hér fyrir sér gossprunguna sem myndast hafði. Byggðin á myndinni hvarf undir hraunið.Fréttablaðið/GVA Gisti í fangaklefa í Eyjum „Ef fólk gat ekki farið sjálft gat það alltaf stólað á fjölmiðla. En það er ekki hægt í dag af því að það er einhver stýring frá einhverju apparati og allt í einu orðin lögregluvakt á gosstöðvum. Þrautþjálfuðustu fréttamenn þurftu til dæmis að berjast fyrir því að fá að vera í Holuhrauni,“ segir Gunnar sem spyr sig hvernig það „apparat“ sem varið hafi Holuhraun með kjafti og klóm tæki á móti fjölmiðlum ef hamfarir eins og Vestmannaeyjagosið 1973 yrðu í dag. Þá hafi aðrar reglur gilt. „Það var vel passað að við gætum haft aðgang að eyjunni með þeim tveimur skilyrðum að vera með hjálm og að vera með gasgrímu. Svo áttum við bara að bera ábyrgð á okkur sjálfir,“ útskýrir Gunnar sem hélt mikið til í Eyjum á meðan gaus og tók fjölmargar stórbrotnar fréttaljósmyndir. „Þess var gætt að að við gætum haft þessa frásögn sem skýrasta og líflegasta.“ Hlið Landakirkju sem reis upp úr gjallinu frá Vestamannaeyjagosinu varð táknmynd fyrir líffseiglu eyjaskeggja sem börðust við afleiðingar hamfaranna.Fréttablaðið/GVA Sem dæmi um liðlegheit opinberra aðila við fjölmiðlafólk í Vestmannaeyjagosinu rifjar Gunnar upp eitt skipti er hann missti af flugvél heim. „Þá fór ég niður á lögreglustöð og sagði þeim þessi vandræði mín og þá var mér bara boðinn einn fangaklefi til að gista í. Það voru allir að vinna saman að öllu sem sneri að þessu gosi.“ Þingmenn stinga saman nefjum í anddyri Alþingis áður en gengið var til kirkju við þingsetningu í september 2012. „Þetta var í síðasta skipti sem við höfðum aðgang að þessum stað í þinghúsinu. Þarna gafst færi til að mynda æðstu menn þjóðarinnar hittast eftir sumarfrí og spjalla saman glaða í sinni. Ef beðið er um skýringar í þinginu er svarið einfaldlega „af því bara“,“ segir Gunnar.Fréttablaðið/GVA Alþingi hefur í áratugi verið mikill vinnustaður fjölmiðlafólks. Gunnar segir að þar hafi sigið rækilega á ógæfuhliðina. „Í gamla daga var maður alltaf mjög velkominn í þinghúsið og maður gat sagt sögu þingsins og frá því sem var á seyði á göngum og í hliðarherbergjum. Nú er búið að loka því öllu,“ segir Gunnar sem kveður litlar skýringar í boði frá starfsmönnum Alþingis. „Þegar maður spyr hvers vegna þá er svarið „af því bara“. Og niðri í þingi eru engar skrifaðar reglur sjáanlegar en þingverðir hirta mann eins og krakka þegar maður kemur þarna inn,“ útskýrir Gunnar. Fimm létust er flugvél fórst í Ljósufjöllum í apríl 1986. Tveir sem lifðu biðu björgunar i meira en tíu stundir. Meðlimir flugslysanefndar rannsaka hér flakið. "Þegar við komum vestur í Stykkishólm var þyrla Landhelgisgæslunnar þar og var að fara að flytja flugslysanefnd á slysstað í Ljósufjöllum. Við fengum að fara með þyrlunni og mynda og vorum aðeins beðnir að trufla ekki starf rannsóknarmanna. Það urðu engin eftirmál af návígi okkar við þennan slysstað,“ rifjar Gunnar upp Flugslysum hérlendis voru árum saman gerð ítarleg skil í máli og myndum. „En í dag eru öll sund lokuð. Við höfum engar myndar haft af síðustu flugslysum sem hafa verið hér á Íslandi,“ segir Gunnar. Sjálfur tók hann margar fréttamyndir þar sem flugslys urðu. Til dæmis í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi þar sem fjölmiðlamenn voru fluttir ásamt flugslysanefnd með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Stykkishólmi. Fimm menn fórust í því slysi. „Pétur Einarsson flugmálastjóri tók þá ákvörðun að flytja fjölmiðlamenn þarna upp eftir að þarna væri skylda að sjá og sýna og upplýsa. Það var með því skilyrði að við létum slysarannsóknarnefnd eftir vettvang þannig að við trufluðum engan. Það þótti bara eðlilegt á þeim tíma að það væri lifandi og skýr frásögn af þeim hlutum sem snertu land og þjóð,“ undirstrikar Gunnar. Lögregluþjónn gætti þess að fjórir Rúmenar, sem laumuðust um borð í Laxfoss í Antwerpen í ágúst 1992, stigju ekki í land í Reykjavík. Gunnar fékk þá fram í gættina til að sýna stöðuna. „Í dag yrði myndin með þessari frétt af skipinu eða kannski skipstjóranum í hæsta lagi,“ segir hann.Fréttablaðið/GVA Fjölmiðlamenn bera líka sína ábyrgð Eitt skipti komu hingað til hafnar með Laxfossi rúmenskir laumufarþegar sem ekki fengu að fara frá borði og voru vaktaðir af lögreglunni. „Ég heyrði í hádegisfréttum að svona væri komið fyrir þessum mönnum. Ég keyrði niður á höfn og gekk um borð og gerði grein fyrir mér. Það var auðsótt mál að segja þessa sögu í þessari ljósmynd. Þetta skaðaði engan, var bara frásögn af veruleikanum sem þarna var um borð,“ segir Gunnar sem kveður útilokað að slík mynd yrði tekin í dag. „Nú orðið eru allar hafnir víggirtar og það er séð til þess að fjölmiðlar geti aldrei komist nálægt neinu svona. Þetta er ekkert óalgengt. Yfirvaldið hefur komið því svo fyrir að við getum varla nálgast flóttafólk í dag,“ bendir Gunnar á. Þó að Gunnar skelli skuldinni á þróunina í þessum málum að miklu leyti á yfirvöld af ýmsu tagi telur hann fjölmiðlamenn sjálfa bera nokkra ábyrgð. Þeir hafa beygt af þeirri stefnu að vera á vettvangi. „Fólk er ekki eins baráttuglatt og það var að ná í fréttirnar heldur lætur nægja að eitthvert yfirvald fóðri fjölmiðilinn á öllu.“ Í desember 1979 fórst einkaflugvél á Mosfellsheiði. Björgunarþyrla hrapaði á slysstaðnum. "Þarna fékk ég far með björgunarsveitarmönnum sem ég rak augun í á bensínstöð á Miklubraut. Þeir leyfðu mér að vera í skottinu og ég komst á staðinn á örskotsstund,“ segir Gunnar. Vísir/GVA Embættismenn í ritstjórastól „Ég veit ekki hver djöfullinn þetta er. Það er komin einhver ósýnileg hönd, sem hefur þann mátt að setjast í ritstjórnarstól og hefur komið því inn hjá fjölmiðlum að þeim komi hlutirnir ekkert við.“ Gunnar telur að staldra þurfi við og hugsa þessa hluti þannig að það sé skylt að fjölmiðlar hafi aðgang að vettvangi frétta enda geri menn kröfu til fjölmiðla um nákvæma frásögn af atburðum. „Við erum fulltrúar fólksins og fólkið á heimtingu á að fá að fylgjast með glöggt með. Ég held að það sé það sem blaðamennska gengur út á. Það er óþolandi fyrir stéttina að þurfa að lúta einhverju yfirvaldi sem virðist ekki skilja þá upplýsingaskyldu sem fjölmiðlar þurfa að standa vörð um. Fagmennskan hlýtur að felast í því að við tökum verk okkar alvarlega,“ segir Gunnar V. Andrésson. Forsætisráðherra Íslands ásamt eiginkonu sinni og dóttursyni lést er ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann í júlí 1970. „Við Kári Jónasson vorum komnir snemma morguns og þá blasti við okkur þessi hroðalega sjón. Eftir því var tekið að lýsingar Kára í Tímanum af vettvangi þóttu skilmerkilegar með þeim myndum sem ég tók þennan sorgardag,“ segir Gunnar. Vísir/GVA Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tímamót Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Gunnar V. Andrésson ljósmyndari hefur unnið á dagblöðum í hálfa öld. Fyrsta forsíðumynd Gunnars birtist í Tímanum í júní 1966. Hann hefur starfað á Fréttablaðinu síðustu tólf ár. Er Gunnar hóf störf á Vísi 1978 ríkti hörð hörð samkeppni milli síðdegisblaðanna tveggja, Dagblaðsins og Vísis. Hann segir dagskipunina hafa verið að segja sem gleggst frá öllu, bæði í máli og myndum. Hjón frá Bandaríkjunum létust er einkaflugvél þeirra fórst á Eyjafjallajökli í 1975. Gunnar gekk á jökulinn með hjálparsveitarmönnum og myndaði vettvanginn. "Það var einfaldlega heilög skylda, bæði til sjós og lands, að menn reyndu að segja eins ítarlega frá og hægt var með ljósmyndum og texta,“ segir hann. „Við gerðum allt í því að vera með myndir með fréttum, sama hvað það var, tala nú ekki um stóratburði eða slys. Það er bara skylda og hin hefðbundna fréttamennska að við séum fulltrúar fólksins í að lýsa því sem fyrir augu ber og koma því til fólksins,“ segir Gunnar sem kveður mikla breytingu hafa orðið á þessu. „Það hefur vaxið upp eitthvert stofnanaeftirlit, einhverjir sjálfskipaðir menn til að stýra og ritstýra blöðum nú orðið. Lögreglufréttir eru jafnvel ekki lengur lögreglufréttir heldur skýrslur úr dagbókum lögreglu þar sem eins lítið er sagt og hægt er,“ segir Gunnar. Tuttugu manns fórust í snjóflóði á Flateyri 26. október 1995. Myndin sýnir björgunarmenn grafa í rústum húsa í þorpinu. „Vegna afstöðu yfirvalda, bæði þá og þegar snjóflóðið féll í Súðavík, höfðum mjög takmarkaðan aðgang til að festa þessa miklu atburði á mynd. Þetta hefur bitnað mjög á síðari tíma frásögn sem byggir mjög á söfnum fréttaljósmynda,“ segir Gunnar. Settur stóllinn fyrir dyrnar Að sögn Gunnars hafa fjölmiðlamenn í seinni tíð upplifað mikla erfiðleika við að komast á vettvang stórslysa. Það eigi til dæmis við um snjóflóðið mikla á Flateyri árið 1995. Þar hafi yfirvöld sett fréttamönnum og ljósmyndurum stólinn fyrir dyrnar. „Því var borið við að við mættum ekki vera nálægt vinnandi mönnum. Það var löngu eftir að búið var að finna alla hina látnu. Svo vorum við svona á randi einhvers staðar á jaðrinum, með þeirri undantekningu að í eitt skipti fyrsta kvöldið fékk einn ljósmyndari að mynda fyrir alla hina fjölmiðlana – og það með yfirsáta yfir sér á meðan,“ segir Gunnar. Rjúpnaskytta sem fannst látin við Vífilfellskróka eftir rúmlega sólarhringsleit í október 1986 var flutt til byggða af hjálparsveitarmönnum og lögreglu í vonskuveðri og slæmu færi. Með fylgdu byssa mannsins og rjúpur í poka. „Mynd með þessari frétt í dag yrði sennilega hjálparsveitarmaður í fjarska eða þyrla Landhelgisgæslunnar,“ segir Gunnar sem gekk til móts við leitarmenn til að segja fréttina með ljósmynd. Útkoman sé afar fátæklegt úrval af ljósmyndum frá þessum vettvangi. Síðar hafi verið lagt mikið upp úr því að segja sögu snjóflóðanna í leikhúsi og útvarpi en fréttaljósmyndarar geti lítið styrkt frásögnina með myndum. Gunnar segir Íslendinga áður ávallt hafa getað farið á gosstöðvar enda eðlilegur hluti af forvitni fólks um náttúruhamfarir að sjá þær með eigin augum. Fjölmiðlamenn voru mættir í hlíðar Helgafells strax fyrsta dag Vestmannaeyjagossins sem hófst 23. janúar 1973. Þeir virða hér fyrir sér gossprunguna sem myndast hafði. Byggðin á myndinni hvarf undir hraunið.Fréttablaðið/GVA Gisti í fangaklefa í Eyjum „Ef fólk gat ekki farið sjálft gat það alltaf stólað á fjölmiðla. En það er ekki hægt í dag af því að það er einhver stýring frá einhverju apparati og allt í einu orðin lögregluvakt á gosstöðvum. Þrautþjálfuðustu fréttamenn þurftu til dæmis að berjast fyrir því að fá að vera í Holuhrauni,“ segir Gunnar sem spyr sig hvernig það „apparat“ sem varið hafi Holuhraun með kjafti og klóm tæki á móti fjölmiðlum ef hamfarir eins og Vestmannaeyjagosið 1973 yrðu í dag. Þá hafi aðrar reglur gilt. „Það var vel passað að við gætum haft aðgang að eyjunni með þeim tveimur skilyrðum að vera með hjálm og að vera með gasgrímu. Svo áttum við bara að bera ábyrgð á okkur sjálfir,“ útskýrir Gunnar sem hélt mikið til í Eyjum á meðan gaus og tók fjölmargar stórbrotnar fréttaljósmyndir. „Þess var gætt að að við gætum haft þessa frásögn sem skýrasta og líflegasta.“ Hlið Landakirkju sem reis upp úr gjallinu frá Vestamannaeyjagosinu varð táknmynd fyrir líffseiglu eyjaskeggja sem börðust við afleiðingar hamfaranna.Fréttablaðið/GVA Sem dæmi um liðlegheit opinberra aðila við fjölmiðlafólk í Vestmannaeyjagosinu rifjar Gunnar upp eitt skipti er hann missti af flugvél heim. „Þá fór ég niður á lögreglustöð og sagði þeim þessi vandræði mín og þá var mér bara boðinn einn fangaklefi til að gista í. Það voru allir að vinna saman að öllu sem sneri að þessu gosi.“ Þingmenn stinga saman nefjum í anddyri Alþingis áður en gengið var til kirkju við þingsetningu í september 2012. „Þetta var í síðasta skipti sem við höfðum aðgang að þessum stað í þinghúsinu. Þarna gafst færi til að mynda æðstu menn þjóðarinnar hittast eftir sumarfrí og spjalla saman glaða í sinni. Ef beðið er um skýringar í þinginu er svarið einfaldlega „af því bara“,“ segir Gunnar.Fréttablaðið/GVA Alþingi hefur í áratugi verið mikill vinnustaður fjölmiðlafólks. Gunnar segir að þar hafi sigið rækilega á ógæfuhliðina. „Í gamla daga var maður alltaf mjög velkominn í þinghúsið og maður gat sagt sögu þingsins og frá því sem var á seyði á göngum og í hliðarherbergjum. Nú er búið að loka því öllu,“ segir Gunnar sem kveður litlar skýringar í boði frá starfsmönnum Alþingis. „Þegar maður spyr hvers vegna þá er svarið „af því bara“. Og niðri í þingi eru engar skrifaðar reglur sjáanlegar en þingverðir hirta mann eins og krakka þegar maður kemur þarna inn,“ útskýrir Gunnar. Fimm létust er flugvél fórst í Ljósufjöllum í apríl 1986. Tveir sem lifðu biðu björgunar i meira en tíu stundir. Meðlimir flugslysanefndar rannsaka hér flakið. "Þegar við komum vestur í Stykkishólm var þyrla Landhelgisgæslunnar þar og var að fara að flytja flugslysanefnd á slysstað í Ljósufjöllum. Við fengum að fara með þyrlunni og mynda og vorum aðeins beðnir að trufla ekki starf rannsóknarmanna. Það urðu engin eftirmál af návígi okkar við þennan slysstað,“ rifjar Gunnar upp Flugslysum hérlendis voru árum saman gerð ítarleg skil í máli og myndum. „En í dag eru öll sund lokuð. Við höfum engar myndar haft af síðustu flugslysum sem hafa verið hér á Íslandi,“ segir Gunnar. Sjálfur tók hann margar fréttamyndir þar sem flugslys urðu. Til dæmis í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi þar sem fjölmiðlamenn voru fluttir ásamt flugslysanefnd með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Stykkishólmi. Fimm menn fórust í því slysi. „Pétur Einarsson flugmálastjóri tók þá ákvörðun að flytja fjölmiðlamenn þarna upp eftir að þarna væri skylda að sjá og sýna og upplýsa. Það var með því skilyrði að við létum slysarannsóknarnefnd eftir vettvang þannig að við trufluðum engan. Það þótti bara eðlilegt á þeim tíma að það væri lifandi og skýr frásögn af þeim hlutum sem snertu land og þjóð,“ undirstrikar Gunnar. Lögregluþjónn gætti þess að fjórir Rúmenar, sem laumuðust um borð í Laxfoss í Antwerpen í ágúst 1992, stigju ekki í land í Reykjavík. Gunnar fékk þá fram í gættina til að sýna stöðuna. „Í dag yrði myndin með þessari frétt af skipinu eða kannski skipstjóranum í hæsta lagi,“ segir hann.Fréttablaðið/GVA Fjölmiðlamenn bera líka sína ábyrgð Eitt skipti komu hingað til hafnar með Laxfossi rúmenskir laumufarþegar sem ekki fengu að fara frá borði og voru vaktaðir af lögreglunni. „Ég heyrði í hádegisfréttum að svona væri komið fyrir þessum mönnum. Ég keyrði niður á höfn og gekk um borð og gerði grein fyrir mér. Það var auðsótt mál að segja þessa sögu í þessari ljósmynd. Þetta skaðaði engan, var bara frásögn af veruleikanum sem þarna var um borð,“ segir Gunnar sem kveður útilokað að slík mynd yrði tekin í dag. „Nú orðið eru allar hafnir víggirtar og það er séð til þess að fjölmiðlar geti aldrei komist nálægt neinu svona. Þetta er ekkert óalgengt. Yfirvaldið hefur komið því svo fyrir að við getum varla nálgast flóttafólk í dag,“ bendir Gunnar á. Þó að Gunnar skelli skuldinni á þróunina í þessum málum að miklu leyti á yfirvöld af ýmsu tagi telur hann fjölmiðlamenn sjálfa bera nokkra ábyrgð. Þeir hafa beygt af þeirri stefnu að vera á vettvangi. „Fólk er ekki eins baráttuglatt og það var að ná í fréttirnar heldur lætur nægja að eitthvert yfirvald fóðri fjölmiðilinn á öllu.“ Í desember 1979 fórst einkaflugvél á Mosfellsheiði. Björgunarþyrla hrapaði á slysstaðnum. "Þarna fékk ég far með björgunarsveitarmönnum sem ég rak augun í á bensínstöð á Miklubraut. Þeir leyfðu mér að vera í skottinu og ég komst á staðinn á örskotsstund,“ segir Gunnar. Vísir/GVA Embættismenn í ritstjórastól „Ég veit ekki hver djöfullinn þetta er. Það er komin einhver ósýnileg hönd, sem hefur þann mátt að setjast í ritstjórnarstól og hefur komið því inn hjá fjölmiðlum að þeim komi hlutirnir ekkert við.“ Gunnar telur að staldra þurfi við og hugsa þessa hluti þannig að það sé skylt að fjölmiðlar hafi aðgang að vettvangi frétta enda geri menn kröfu til fjölmiðla um nákvæma frásögn af atburðum. „Við erum fulltrúar fólksins og fólkið á heimtingu á að fá að fylgjast með glöggt með. Ég held að það sé það sem blaðamennska gengur út á. Það er óþolandi fyrir stéttina að þurfa að lúta einhverju yfirvaldi sem virðist ekki skilja þá upplýsingaskyldu sem fjölmiðlar þurfa að standa vörð um. Fagmennskan hlýtur að felast í því að við tökum verk okkar alvarlega,“ segir Gunnar V. Andrésson. Forsætisráðherra Íslands ásamt eiginkonu sinni og dóttursyni lést er ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum brann í júlí 1970. „Við Kári Jónasson vorum komnir snemma morguns og þá blasti við okkur þessi hroðalega sjón. Eftir því var tekið að lýsingar Kára í Tímanum af vettvangi þóttu skilmerkilegar með þeim myndum sem ég tók þennan sorgardag,“ segir Gunnar. Vísir/GVA