Grunnþörf allra Almar Guðmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar