Íslendingar 800.000 árið 2050 Unnsteinn Jóhannsson skrifar 20. september 2016 09:57 Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun