Skoðun

Bætum lífi við árin

Unnur Pétursdóttir skrifar
Sjúkraþjálfarar geta hjálpað eldri borgurum til að lifa sjálfstæðu lífi, aukið lífsgæði þeirra og minnkað kostnað við heilbrigðisþjónustu aldraðra. Þannig hljóma skilaboðin frá þúsundum sjúkraþjálfara um allan heim sem fagna Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar þann 8. september næstkomandi.

Þann dag ár hvert, minna sjúkraþjálfarar á mikilvægi starfa sinna og að þessu sinni er lögð áhersla á starf sjúkraþjálfara með eldra fólki, undir slagorðinu „Bætum lífi við árin”. Með því er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að góðri heilsu ævina á enda.

Sú áhersla er ekki síst komin til vegna nýrrar skýrslu frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) þar sem segir að stærsta verkefnið fyrir heilbrigðiskerfi komandi ára verði að viðhalda og auka sjálfshjálpargetu eldra fólks.

Árið 2050 munu yfir tveir milljarðar manna í heiminum vera eldri en 60 ára og 400 milljónir eldri en 80 ára. Sjúkraþjálfarar munu leika lykilhlutverk í því að aðstoða fullorðið fólk með alls kyns heilbrigðisvanda til að viðhalda og bæta færni sína og getu til sjálfshjálpar og bættra lífsgæða.

Samkvæmt Hagstofunni er þróunin á aldurssamsetninu Íslendinga á sömu leið. Því er afar brýnt fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að bregðast við nú þegar með uppbyggingu í þjónustu fyrir aldraða, ekki síst endurhæfingarþjónustu, þar sem virk og öflug sjúkraþjálfun er þungamiðjan.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×