Að kjósa eftir úreltum lögum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Forsetakosningarnar um daginn voru haldnar skv. lögum sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 20. október 2012. Kosningarnar voru því ólögmætar í þessum skilningi þótt lög hafi ekki beinlínis verið brotin. Úrslitin hefðu getað orðið þau að átta frambjóðendur hlytu 11 prósent atkvæða hver um sig og þá hefði 12 prósenta fylgi dugað níunda frambjóðandanum til sigurs. Meingölluð gildandi lög um forsetakjör buðu engri umtalsverðri hættu heim á fyrri tíð þegar flokkarnir höfðu alla þræði þjóðlífsins í hendi sér og litlar líkur voru taldar á að frambjóðendur yrðu fleiri en tveir, þrír eða fjórir. En það er liðin tíð. Stjórnlagaráð sá aukinn fjölda forsetaframbjóðenda fyrir og bjó svo um hnútana að enginn frambjóðandi gæti náð kjöri nema hann eða hún hefði meiri hluta atkvæða að baki sér. Það er hægt í einni umferð ef kjósendur fá að raða frambjóðendum eins og þeir gerðu t.d. í kosningunni til stjórnlagaþings 2010. Einn skaðinn sem Alþingi hefur valdið með því að salta nýju stjórnarskrána frekar en að staðfesta hana í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 er að forsetakjörið hefði getað leitt til niðurstöðu sem mikill hluti þjóðarinnar hefði illa getað unað við. Svo fór þó ekki í þetta sinn. Kjósendur sluppu með skrekkinn þrátt fyrir vanrækslu Alþingis.Alþingi storkar lýðræðinu Alþingiskosningarnar í haust verða með líku lagi ólögmætar í þeim skilningi að þær verða haldnar eftir kosningalögum sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Kjósendur lýstu yfirgnæfandi stuðningi við jafnt vægi atkvæða og einnig við persónukjör við hlið listakjörs. Hvorugt stendur kjósendum þó til boða í haust. Áfram verður kosið til þings eftir meingölluðum lögum sem erlendir kosningaeftirlitsmenn og aðrir hafa ítrekað sagt fela í sér mannréttindabrot vegna misvægis atkvæða. Þessi lög hafa ásamt öðru spillt mannvalinu á Alþingi og eiga trúlega drjúgan þátt í því litla trausti sem þingið nýtur meðal þjóðarinnar. Skv. nýlegri könnun Capacents á trausti til stofnana samfélagsins nýtur Alþingi trausts sautján prósenta svarenda og bankakerfið tólf prósenta. Þingkosningarnar 2013 leiddu til bjagaðra úrslita eins og áður. Landsbyggðarkjördæmin þrjú með 35 prósent kjósenda hrepptu 45 prósent þingsætanna. Hin þrjú kjördæmin með 65 prósent kjósenda hrepptu 55 prósent þingsætanna. Misvægið var enn hróplegra á fyrri tíð, rétt er það, en það réttlætir ekki að áfram sé rangt gefið í kosningum þegar 67 prósent kjósenda hafa lýst stuðningi við jafnt vægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 2012. Alþingi heldur áfram að storka lýðræðinu með hirðulausu háttalagi.Vor í lofti og varla komið haust Nú virðist þó loksins vera að rofa til. Píratar hafa lengi mælzt með mest fylgi í könnunum og eru því líklegastir til að leiða næstu ríkisstjórn. Þeir hafa sett staðfestingu Alþingis á nýju stjórnarskránni á oddinn. Takist Pírötum ætlunarverk sitt – að laða Alþingi til að virða vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 – munu þeir vinna eitt mesta afrek þingsögunnar frá öndverðu og leggja grunninn að endurheimt trausts og virðingar þingsins. Það ætti þó að þykja sjálfsagður hlutur eftir allt sem á undan er gengið. Þessi tilhugsun er auðvitað ekki öllum að skapi, sízt þeim sem vita innst inni að þau bera sjálf mesta ábyrgð á rýru áliti Alþingis og ýmislegri annarri ófremd. Þess vegna láta mörg þeirra sig dreyma um að Pírötum hlekkist á. Hvernig? Einn helzti blaðamaður landsins lýsti þessari draumsýn keppinautanna svo 7. febrúar 2016: „Að þeim mistakist illilega að raða upp á framboðslista?… að framboðslistarnir verði barasta mjög óálitlegir.“ Nú stendur yfir sameiginlegt prófkjör Pírata í þéttbýliskjördæmunum þrem þar sem 65 prósent kjósenda búa. Þar eru margir álitlegir frambjóðendur, sumir ungir og vaskir, aðrir þaulreyndir. Mörg þeirra þekki ég vel af góðu samstarfi í stjórnarskrármálinu. Þau hafa einsett sér að reka slyðruorðið af Alþingi og firra lýðræðið frekari skakkaföllum. Fólkinu í landinu og Alþingi væri akkur í sem allra flestum þingmönnum úr þeirra hópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Forsetakosningarnar um daginn voru haldnar skv. lögum sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 20. október 2012. Kosningarnar voru því ólögmætar í þessum skilningi þótt lög hafi ekki beinlínis verið brotin. Úrslitin hefðu getað orðið þau að átta frambjóðendur hlytu 11 prósent atkvæða hver um sig og þá hefði 12 prósenta fylgi dugað níunda frambjóðandanum til sigurs. Meingölluð gildandi lög um forsetakjör buðu engri umtalsverðri hættu heim á fyrri tíð þegar flokkarnir höfðu alla þræði þjóðlífsins í hendi sér og litlar líkur voru taldar á að frambjóðendur yrðu fleiri en tveir, þrír eða fjórir. En það er liðin tíð. Stjórnlagaráð sá aukinn fjölda forsetaframbjóðenda fyrir og bjó svo um hnútana að enginn frambjóðandi gæti náð kjöri nema hann eða hún hefði meiri hluta atkvæða að baki sér. Það er hægt í einni umferð ef kjósendur fá að raða frambjóðendum eins og þeir gerðu t.d. í kosningunni til stjórnlagaþings 2010. Einn skaðinn sem Alþingi hefur valdið með því að salta nýju stjórnarskrána frekar en að staðfesta hana í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 er að forsetakjörið hefði getað leitt til niðurstöðu sem mikill hluti þjóðarinnar hefði illa getað unað við. Svo fór þó ekki í þetta sinn. Kjósendur sluppu með skrekkinn þrátt fyrir vanrækslu Alþingis.Alþingi storkar lýðræðinu Alþingiskosningarnar í haust verða með líku lagi ólögmætar í þeim skilningi að þær verða haldnar eftir kosningalögum sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Kjósendur lýstu yfirgnæfandi stuðningi við jafnt vægi atkvæða og einnig við persónukjör við hlið listakjörs. Hvorugt stendur kjósendum þó til boða í haust. Áfram verður kosið til þings eftir meingölluðum lögum sem erlendir kosningaeftirlitsmenn og aðrir hafa ítrekað sagt fela í sér mannréttindabrot vegna misvægis atkvæða. Þessi lög hafa ásamt öðru spillt mannvalinu á Alþingi og eiga trúlega drjúgan þátt í því litla trausti sem þingið nýtur meðal þjóðarinnar. Skv. nýlegri könnun Capacents á trausti til stofnana samfélagsins nýtur Alþingi trausts sautján prósenta svarenda og bankakerfið tólf prósenta. Þingkosningarnar 2013 leiddu til bjagaðra úrslita eins og áður. Landsbyggðarkjördæmin þrjú með 35 prósent kjósenda hrepptu 45 prósent þingsætanna. Hin þrjú kjördæmin með 65 prósent kjósenda hrepptu 55 prósent þingsætanna. Misvægið var enn hróplegra á fyrri tíð, rétt er það, en það réttlætir ekki að áfram sé rangt gefið í kosningum þegar 67 prósent kjósenda hafa lýst stuðningi við jafnt vægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 2012. Alþingi heldur áfram að storka lýðræðinu með hirðulausu háttalagi.Vor í lofti og varla komið haust Nú virðist þó loksins vera að rofa til. Píratar hafa lengi mælzt með mest fylgi í könnunum og eru því líklegastir til að leiða næstu ríkisstjórn. Þeir hafa sett staðfestingu Alþingis á nýju stjórnarskránni á oddinn. Takist Pírötum ætlunarverk sitt – að laða Alþingi til að virða vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 – munu þeir vinna eitt mesta afrek þingsögunnar frá öndverðu og leggja grunninn að endurheimt trausts og virðingar þingsins. Það ætti þó að þykja sjálfsagður hlutur eftir allt sem á undan er gengið. Þessi tilhugsun er auðvitað ekki öllum að skapi, sízt þeim sem vita innst inni að þau bera sjálf mesta ábyrgð á rýru áliti Alþingis og ýmislegri annarri ófremd. Þess vegna láta mörg þeirra sig dreyma um að Pírötum hlekkist á. Hvernig? Einn helzti blaðamaður landsins lýsti þessari draumsýn keppinautanna svo 7. febrúar 2016: „Að þeim mistakist illilega að raða upp á framboðslista?… að framboðslistarnir verði barasta mjög óálitlegir.“ Nú stendur yfir sameiginlegt prófkjör Pírata í þéttbýliskjördæmunum þrem þar sem 65 prósent kjósenda búa. Þar eru margir álitlegir frambjóðendur, sumir ungir og vaskir, aðrir þaulreyndir. Mörg þeirra þekki ég vel af góðu samstarfi í stjórnarskrármálinu. Þau hafa einsett sér að reka slyðruorðið af Alþingi og firra lýðræðið frekari skakkaföllum. Fólkinu í landinu og Alþingi væri akkur í sem allra flestum þingmönnum úr þeirra hópi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun