Grindhvaladráp Færeyinga Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Færeyjar Hvalir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun