Áheitakóngurinn í Reykjavíkurmaraþoninu Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. ágúst 2016 13:28 Baldvin er staðráðinn í því að klára hálfmaraþon á rétt rúmlega tveimur tímum. Vísir/Einkasafn Þessa dagana er fjöldi manns að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Margir þeirra sem taka þátt gera það til þess að safna fé fyrir góðgerðastarfssemi að eigin vali. Þó nokkrum gengur vel með áheit sín og hafa hlauparar nú þegar safnað tæpum 20 milljónum í heild til góðgerðamála. Einn hlaupari, Baldvin Rúnarsson, á þar stærsta hlutann en hann hefur nú þegar þetta er skrifað safnað rúmlega 918 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Ástæða þess hversu vel söfnunin gengur er líklegast mögnuð saga Baldvins. Hann er 22 ára og hefur á stuttri ævi sinni þurft að ganga í gegnum erfiðari þrautagöngu en margir aðrir. Fyrir þremur árum síðan greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að glíma við. „Ég fæ einhvern hausverk og fer til heimilislæknis. Hann sendir mig í myndatöku og þar kemur í ljós að þar er eitthvað sem ekki á að vera í höfðinu á mér,“ segir Baldvin um upphaf þrautagöngu sinnar. „Svo fer ég suður og hitti lækna þar. Þeir vilja að ég fari í aðgerð sem ég geri jólin 2013.“ Eftir aðgerð var honum tilkynnt að æxlið væri góðkynja. Baldvin taldi þá að þessum erfiða kafla ævi sinnar væri lokið. Hann pakkaði því saman eigum sínum og fór á vit ævintýranna til Bandaríkjanna. „Ég fór út á Háskólastyrk að spila fótbolta. Ég kem svo heim í jólafrí og fer í leiðinni í athugun. Þá kemur í ljós að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Þar með var það ljóst að ég gæti ekki farið aftur út. Eftir þá aðgerð var tekið annað sýni sem nú sýndi að æxlið var orðið illkynja. Í kjölfarið þurfti ég að hefja strax geisla- og lyfjameðferð."Baldvin hefur farið í tvær aðgerðir á heila á síðustu þremur árum.Vísir/einkasafnHefur eytt síðustu mánuðum í heimshornaflakk Baldvin er í reglubundna athugun á þriggja mánaða fresti. Útlitið hefur verið gott eftir geislameðferðina og engin merki um óeðlilegan vöxt. Æxlið hefur valdið því að Baldvin hefur þrisvar sinnum upplifað flogaköst. Hann er í dag á lyfjum fyrir því. Fyrir utan höfuðverki hefur Baldvin þó ekki upplifað neina röskun á hugsun, sjón eða heyrn. Eftir lyfjameðferð varð hann skiljanlega nokkuð kraftlítill. Á meðan á henni stóð var ekki óalgengt að hann svæfi 18 klukkustundir á dag. Núna reynir hann sitt besta til þess að ná aftur upp kröftum á ný. „Ég er reyndar hættur í fótbolta og hef aðallega verið að ferðast það sem af er ári. Ég fór til Ástralíu í mánuð í janúar og er nýkominn heim úr Evrópureisu. Fór til dæmis á alla leiki Íslands í EM í Frakklandi. Ég myndi nú ekki segja að ég sé í góðu formi en ég ætla að reyna að koma mér í smá stand núna síðustu vikur.“Stuðningur fjölskyldunnar í gegnum þrautagönguna hefur verið algjör.Vísir/einkasafnÆtlar að klára á rúmlega tveimur tímumBaldvin ætlar að hlaupa hálf maraþon, eða 21 kílómetra og það er engan efa að heyra í honum hvort það takist eður ei. „Ég er svo þrjóskur þegar ég byrja að hlaupa. Eigum við ekki að segja að ég fari þetta á rétt yfir tveimur tímum? Ég fer alveg tíu kílómetra á undir klukkutíma en það kemur í ljós hvernig gengur með seinni tíu kílómetrana.“ Baldvin segist vera orðlaus yfir þeim stuðning sem hann finnur hjá sínum nánustu sem og fólki út á götu á Akureyri. Fyrir maraþonið æfir sig þrisvar til fjórum sinnum í viku og hleypur þá á milli 5 – 12 kílómetra í senn. Hvað framtíðina varðar hefur þessi metnaðarfulli drengur stóra drauma. Hann stefnir á að flytja suður í haust og hefja nám í verðbréfamiðlun. „Læknirinn er búinn að segja að það gæti orðið erfitt en maður veit það náttúrulega aldrei fyrr en maður prufar.. svo ég ætla bara að prufa það,“ segir Baldvin ákveðinn. Takmark Baldvins er að safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Þeir sem vilja heita á hann fyrir maraþonið geta gert það hér. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þessa dagana er fjöldi manns að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Margir þeirra sem taka þátt gera það til þess að safna fé fyrir góðgerðastarfssemi að eigin vali. Þó nokkrum gengur vel með áheit sín og hafa hlauparar nú þegar safnað tæpum 20 milljónum í heild til góðgerðamála. Einn hlaupari, Baldvin Rúnarsson, á þar stærsta hlutann en hann hefur nú þegar þetta er skrifað safnað rúmlega 918 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Ástæða þess hversu vel söfnunin gengur er líklegast mögnuð saga Baldvins. Hann er 22 ára og hefur á stuttri ævi sinni þurft að ganga í gegnum erfiðari þrautagöngu en margir aðrir. Fyrir þremur árum síðan greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að glíma við. „Ég fæ einhvern hausverk og fer til heimilislæknis. Hann sendir mig í myndatöku og þar kemur í ljós að þar er eitthvað sem ekki á að vera í höfðinu á mér,“ segir Baldvin um upphaf þrautagöngu sinnar. „Svo fer ég suður og hitti lækna þar. Þeir vilja að ég fari í aðgerð sem ég geri jólin 2013.“ Eftir aðgerð var honum tilkynnt að æxlið væri góðkynja. Baldvin taldi þá að þessum erfiða kafla ævi sinnar væri lokið. Hann pakkaði því saman eigum sínum og fór á vit ævintýranna til Bandaríkjanna. „Ég fór út á Háskólastyrk að spila fótbolta. Ég kem svo heim í jólafrí og fer í leiðinni í athugun. Þá kemur í ljós að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Þar með var það ljóst að ég gæti ekki farið aftur út. Eftir þá aðgerð var tekið annað sýni sem nú sýndi að æxlið var orðið illkynja. Í kjölfarið þurfti ég að hefja strax geisla- og lyfjameðferð."Baldvin hefur farið í tvær aðgerðir á heila á síðustu þremur árum.Vísir/einkasafnHefur eytt síðustu mánuðum í heimshornaflakk Baldvin er í reglubundna athugun á þriggja mánaða fresti. Útlitið hefur verið gott eftir geislameðferðina og engin merki um óeðlilegan vöxt. Æxlið hefur valdið því að Baldvin hefur þrisvar sinnum upplifað flogaköst. Hann er í dag á lyfjum fyrir því. Fyrir utan höfuðverki hefur Baldvin þó ekki upplifað neina röskun á hugsun, sjón eða heyrn. Eftir lyfjameðferð varð hann skiljanlega nokkuð kraftlítill. Á meðan á henni stóð var ekki óalgengt að hann svæfi 18 klukkustundir á dag. Núna reynir hann sitt besta til þess að ná aftur upp kröftum á ný. „Ég er reyndar hættur í fótbolta og hef aðallega verið að ferðast það sem af er ári. Ég fór til Ástralíu í mánuð í janúar og er nýkominn heim úr Evrópureisu. Fór til dæmis á alla leiki Íslands í EM í Frakklandi. Ég myndi nú ekki segja að ég sé í góðu formi en ég ætla að reyna að koma mér í smá stand núna síðustu vikur.“Stuðningur fjölskyldunnar í gegnum þrautagönguna hefur verið algjör.Vísir/einkasafnÆtlar að klára á rúmlega tveimur tímumBaldvin ætlar að hlaupa hálf maraþon, eða 21 kílómetra og það er engan efa að heyra í honum hvort það takist eður ei. „Ég er svo þrjóskur þegar ég byrja að hlaupa. Eigum við ekki að segja að ég fari þetta á rétt yfir tveimur tímum? Ég fer alveg tíu kílómetra á undir klukkutíma en það kemur í ljós hvernig gengur með seinni tíu kílómetrana.“ Baldvin segist vera orðlaus yfir þeim stuðning sem hann finnur hjá sínum nánustu sem og fólki út á götu á Akureyri. Fyrir maraþonið æfir sig þrisvar til fjórum sinnum í viku og hleypur þá á milli 5 – 12 kílómetra í senn. Hvað framtíðina varðar hefur þessi metnaðarfulli drengur stóra drauma. Hann stefnir á að flytja suður í haust og hefja nám í verðbréfamiðlun. „Læknirinn er búinn að segja að það gæti orðið erfitt en maður veit það náttúrulega aldrei fyrr en maður prufar.. svo ég ætla bara að prufa það,“ segir Baldvin ákveðinn. Takmark Baldvins er að safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Þeir sem vilja heita á hann fyrir maraþonið geta gert það hér.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira