Algerlega hafið yfir vafa? Skjóðan skrifar 20. júlí 2016 10:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira