Valdið notar tímann Pawel Bartoszek skrifar 23. júlí 2016 13:00 Í vikunni gengu fulltrúar skattstjóra ásamt lögreglu milli húsa og hræddu túrista. Já, því þrátt fyrir að ný lög heimili fólki að leigja húsnæði sitt í allt að 90 daga á ári án sérstakra leyfa þá taka þau lög ekki gildi fyrr en eftir áramót. Lögreglan tilkynnti að samskonar rassía myndi eiga sér stað í næstu viku. Aukið frelsi virðist alltaf þurfa aðlögunartíma. Segjum að Alþingi samþykki einhvern tímann að hætta að refsa fólki fyrir að reykja gras. Lögreglan mun biðja um frest. „Þetta er svo stórt mál. Það eru svo margar reglur sem þarfnast breytinga, svo margir verkferlar sem þarf að endurskoða.“ Ef Alþingi fellst á þetta mun þá lögreglan, fram á seinustu stundu, ryðjast inn í vel valda kjallara Þingholtanna og handtaka freðið fólk þar sem það horfir á Áramótaskaupið? Verður settur sérstakur mannskapur í það að eyðileggja atvinnu- og ferðamöguleika, nokkurra einstaklinga til viðbótar, rétt áður en klukkan slær tólf á miðnætti? Nú er ekki sagt að lögreglan eigi ekki að bregðast við ábendingum um ónæði eða skattsvik. En ákvörðun um að skera upp sérstaka herör gegn útleigu heimagistingar rétt áður en hún verður lögleg segir okkur að sá frestur sem Alþingi gefur stofnunum til að laga sig að breyttum lögum er of rúmur. Það hefði verið í lagi að gefa sýslumanni einn mánuð til að undirbúa nýtt eyðublað um skráningu heimagistingar. En óþarfi er að gefa öðrum yfirvöldum hálft ár til að veifa hnefa sínum framan í fólk með handahófskenndum hætti í því skyni að sporna við athæfi sem Alþingi er búið að samþykkja að eigi að vera löglegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Í vikunni gengu fulltrúar skattstjóra ásamt lögreglu milli húsa og hræddu túrista. Já, því þrátt fyrir að ný lög heimili fólki að leigja húsnæði sitt í allt að 90 daga á ári án sérstakra leyfa þá taka þau lög ekki gildi fyrr en eftir áramót. Lögreglan tilkynnti að samskonar rassía myndi eiga sér stað í næstu viku. Aukið frelsi virðist alltaf þurfa aðlögunartíma. Segjum að Alþingi samþykki einhvern tímann að hætta að refsa fólki fyrir að reykja gras. Lögreglan mun biðja um frest. „Þetta er svo stórt mál. Það eru svo margar reglur sem þarfnast breytinga, svo margir verkferlar sem þarf að endurskoða.“ Ef Alþingi fellst á þetta mun þá lögreglan, fram á seinustu stundu, ryðjast inn í vel valda kjallara Þingholtanna og handtaka freðið fólk þar sem það horfir á Áramótaskaupið? Verður settur sérstakur mannskapur í það að eyðileggja atvinnu- og ferðamöguleika, nokkurra einstaklinga til viðbótar, rétt áður en klukkan slær tólf á miðnætti? Nú er ekki sagt að lögreglan eigi ekki að bregðast við ábendingum um ónæði eða skattsvik. En ákvörðun um að skera upp sérstaka herör gegn útleigu heimagistingar rétt áður en hún verður lögleg segir okkur að sá frestur sem Alþingi gefur stofnunum til að laga sig að breyttum lögum er of rúmur. Það hefði verið í lagi að gefa sýslumanni einn mánuð til að undirbúa nýtt eyðublað um skráningu heimagistingar. En óþarfi er að gefa öðrum yfirvöldum hálft ár til að veifa hnefa sínum framan í fólk með handahófskenndum hætti í því skyni að sporna við athæfi sem Alþingi er búið að samþykkja að eigi að vera löglegt.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun