Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:33 Frá þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. Vísir/Stefán Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður. Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður.
Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira