Lofum lónið stjórnarmaðurinn skrifar 22. júní 2016 11:00 Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira